Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.01.1947, Qupperneq 20
„Skjátist þið með upp og fáið ykkur bita. Það er bara stiginn, sem ekki er alveg full- gerður ennþá." í STUTTU MÁLÍ (Framhald af bls. 2) og um leið kappkosta að gera hana ódýrari en verið hefir og með. því. tryggja landsmönnum sem sanngjarnast verð á bensíni, steinolíu, hrá- olíu og smurningsolíum. Olíufclagið h.f. hefir keypt hlutabréf þau í Hinu ísl. steinolíuhlutafé- lági, sein voru dönsk eign. Olíufélagið li.f. liefir fengið einkaumboð á íslandi fyrir hið mikla bandaríska olíufélag, Standard Oil Company, en framleiðsluvörur þess firma eru auðkenndar með nafninu ESSO. Þá hefir Olíufélagið h.f. ennfrem- ur fengið einkaumboð fyrir bandaríska flugben- sínfélagið INTAVA og fyrir British Mexican Oi! Company. sem selur aðallega brennsluolíur til skipa. Eru þessi þrjú félög, hvert á sínu sviði, einhver hin allra stærstu í heimi. Má Jrví segja, að vel sé séð fyrir Jjví, að hið nýja olíufélag geti haft góðar vörur á boðstólum. Enda Jrótt Olíufélagið h.f. hafi náð mjög Iiag- Sta'ðum samningum við framangreinda olíufram- leiðendur, er það á engán hátt háð hinum er- lendu félögum, hvorki beint eða óbeint. Þegar Olíufélagið hefur komið í framkvætnd byggingum olíugeyma, útvegað olíuflutningakip o. fl., sem í undirbúningi er, er gert ráð fyrir að olíuverð geti lækkað allverulega frá því, sem ver- ið hefur. Hvort Jressi tjlraun með alíslenzka olíúverzlun tekst vel, er mikið komið undir samstarfshug og samvinnuvilja landsmanna sjálfra. Hyggja stofn- endur og stjórnendur Olíufélagsins gott til sam- vinnu við olíunotendur um að hrinda þessu þjóð- þrifamáli í framkvæmd á sem farsælastan hátt. Uppreist kaupmanna. Þau tíðindi gerðust í höfuðstaðnum nú skömmu fyrir áramótin, að vefnaðarvörukaupmenn stofnuðu með sér inn- kaupasamband og tilkynntu, að samtök þeirra mundu sjálf leita fyrir sér um innkaup erlendis framvegis. Þar með hafa smákaupmennirnir raunverulega gert uppreist gegn valdi heildsal- 20 anna, sem hingað til hafa flutt inn meginið af vefnaðarvöru til smáverzlana annarra en kaupfé- laga og hafa haft meginhluta vefnaðarvörukvót- ans í sínum hönduin. Virðist þetta benda til ]>css að kaupmennirnir hafi ekki verið alls kostar á- nægðir með skiptin við heildverzlanirnar og treysti sér til þess að útvega betri og ódýrari vörur, en þær hafa haft á boðstólum til þeirra. Þessi dómsfelling kaupmannanna er athyglisverð og varpar nokkru ljósi á það, hver hagur lands- fólkinu hefir verið að hinurn lögvernduðu for- réttindum heildverzlananna, og því verzlunar- skipulagi öllu, sem hefur hindrað eðlilegan vöxt innflutningsverzlunar samvinnufélaganna. — A- stæða er til að gleðjast yfir ])essu framtaki kauj)- mannanna og vamta ])ess, að samtök J)eirra verði ])eim sjálfum til gagns og landsfólkinu nokkur léttir. Samkeppnin í Sovét. Alþjóðasaniband sam- vinnumanna hefnr nýlega birt fréttir frá Moskvti er gefa til kynna, að Sovétstjórnin liafi gefið út fyrirmæli um aukningu samvinnustarfsins í land- inu. I sambandi við ])essa stjórnartilskipun hefur blaðið Pravda bent á, að skortur samkep])ni við ríkisverzlunina hafi verið lil skaða fvrir þjóðina. Annað aðalblað Ráðstjórnarríkjanna, Izvestia, hefur tekið eniiþá dýpra í árinni. lilaðið lét svo um mælt í sambandi við hina nýju tilskipun: Vöntunin á heilbrigðri samkeppni í bæj- um og borgum í rnilli rikisverzlananna og samvjnnufélaga neytenda hefur skapað al- varlegt vandamál og orðið þess valdandi, að ríkisverzlanirnar hafa náð skaðsamlcgri einokunarstöðu. Eins' og mörgum cr kunnugt, voru kaupfélögin lögð niður í borgum og bæjum Rússlands mcð stjórnartilskipun árið 1935, og höfðu verzlanir ríkisins einkasölu í þéttbýlinu, cn samvinnufélög- um var leyft að starfa í svcitum. Af þessum á- stæðum er „vöntunin á heilbrigðri samkeppni". sem Izvestia talar um. A síðari árum hefur komið fram mikil óánæigja með framkvæmd ríkisins á vörudreifingunni, og nú er svo komið, að rúss- neska stjórnin telur hag fólksins betur borgið með samkeppni kaupfélaga og einkasala heldur en með ríkisverzluninni einni saman. Á sl. sumri fór brezk sendinefnd til Rússlands í boði kaupfclaganna þar, undir leiðsögn Rus- holme lávarðar. „ Nefndin sagði m. a. í skýrslu sinni um fcrðina: „Það virðist samhljóða álit, að vörudrcif- ing samvinnufélaganna væri í miklu betra lagi en hjá ríkisverzlununum, og það ekki aðeins við núverandi kringumstæður, heldur liefði dreifingin jafnan verið betri af hálfu kaupfélaganna á hirium erfiðu árum eftir byltinguna en hún væri nú í borgum og bæjum, þar sem ríkisverzlunin er ein um hituna." Þessi tíðindi frá Rússlandi eru vissulega um- hugsunarefni fyrir þá, sem halda því fram, að þjóðnýting allra atvinnuvcga sé hið eina og sanna lausnarorðl „Innbú allt óvátryggt4í Tveir voveiflegir eldsvoðar hafa orðið í sveitum landsins nú með skömmu millibili. íbúðarhús, gripa- hús, gripir, innanstokksmunir, fatn- aður og yfirleitt eigur allar, hafa leystst upp í eld og reyk á ótrúlega skömmum tíma. Fjölskyldur hafa staðið uppi alfs lausar og fyrir hefur komið, að fyrirvinnur heimila hafa slasast í eldsvoðum og neyð heimilis- manna aukist af þeim ástæðum. Með fregnum um þessa hörmulegt* atburði flýtur oft þessi setning: Innbú allt brann óvátryggt. Lauslegt yfirht um bruna í sveitum landsins á undan- förnum mánuðum, gefur til kynna, að í flestum tilfellunum hafa innbú manna verið annað tveggja óvátryggð. eða allt of lágt vátryggð, til þess að þeir geti með sæmilegu móti staðizt slíkt eignatjón. Aúgljóst er, að það er ekki kostnað- urinn við vátrygginguna, sem þessu veldur, heldur annað tveggja skiln- ingsleysi á gildi og eðli vátrygginga eða hirðuleysi. Hvort tveggja er óaf- sakanlegt. Það er á allra færi að fa upplýsingar um allt, er viðkeniur brunatryggingum hjá umboðsmönn- um vátryggingarfélaga, senr finna ma í hverjum hreppi. Sérstök ástæða er td jiess, að benda bændum á það, að síðan Samvinnutryggingarnar hófu starf. gegna kaupfélögin umboðsstörfum fyrir stofnunina og hafa með höndum alla upplýsingaþjónustu fyrir hana- Það er sjálfsagt fyrir viðskiptamenn kaupfélaganna að notfæra sér þessa aðstöðu, afla sér upplýsinga um trygg' ingakjörin og gera síðan áætlun um örugga tryggingu á innbúi, gripum og heyjum, og fela kaupfélaginu síðan að taka út tryggingarskírteini hjá Sam- v i n nu tryggingu nu m. Benda má á í þessu sambandi, að það er mikils um vert, að samvinnu- menn séu samtaka um að láta Sam- vinnutryggingar njóta viðskipta sinna- Þeir vinna tvennt við það: tryggja sjálfum sér hagkvæmustu fáanleg kjoý og efla stofnunina til þess að ná þvl rnarki, sem hún hefur sett sér, að gera vátryggingar í landinu ódýrari og hag' kvæmari en þær eru nú. Reynslan af tryggingastarfsemi samvinnufélaganna- í Bretlandi og Svíþjóð sannar, að þett3 er hægt.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.