Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Page 27

Samvinnan - 01.01.1947, Page 27
 Fyrir okkur, sem ekki liöfum efni á að fá okkur nýjan fatnað á hverri árstíð, kemur það sér vel að fylgjast með nýjungum í kjólaskrauti og ýmsu öðru smávegis, sem hægt er að veita sér með íitlum tilkostnaði. — Ný, falleg belti geta breytt og lífgað upp gamla kjólinn. Þau er hægt að gera úr ýmsum efnum, allt frá skinnafgöngum (stutthærð) og þétturn rifsböndum til gylltrar keðju, en þá eru endarnir látnir dingla. — Kannske getum við breytt háls- málinu á einhverjum kjólanna. Þau eru í vetur gerð þannig, að skart allt njóti sín sent bezt. Annað hvort eru kjólar mjög háir í hálsinn eða mjög flegnir, einkum samkvæmiskjólar og fínir kvöldkjólar, og þá oft „draper- aðir", með útsaum eða ásaum (application). — Kjólarnir eru í vetur 6—8 cm. síðari en að undanförnu, svo að gott innafbrot (faldur) kann að koma sér vel. 1 Ameríku eru stórir vasar (utanásettir) mjög í tíz.ku, sumir til gagns, en oft munu þeir lítt notaðir. — Ermarnar eru ekki ólíkar og í fyrra, yfirleitt víðar, y4 lengdar, með víðum handvegum og breiðum öxl- um. Við ættum að geta lífgað upp vetrarfötin með hjálp þessara mynda. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.