Samvinnan - 01.05.1947, Síða 22
KOOPERACUA
USUUSLIIUf
UHISJOUD
Frá samvinnustarfinu erlendis
Finnland.
Þótt árið 1946 væri eitt hið erfiðasta, sem yfir Finnland
hefnr gengið, bæði vegna vaxandi dýrtíðar, hráefnaskorts
og þungra útgjalda til sigurvegaranna í styrjöldinni, mátti
þó sjá ýms merki þess, að nýtt fjör væri að færast í efna-
hags- og fjármálalíf landsins. Myndarlegt átak var gert til
þess að endurreisa utanríkisverzlunina. I innanlandsverzl-
uninni er eftirtektarverðast, að kaupfélögin hafa hvarvetna
verið í vexti. Umsetning kaupfélagasambandanna jókst
verulega á árinu. Nokkuð af þeirri aukningu á rót sína að
rekja til dýrtíðar, en er þó einnig um beina viðbót að ræða.
Sambandið S. O. K. seldi vörur fyrir 7.159 millj. finnskra
marka, og er það 89.5% aukning frá árinu áður. Hitt sam-
bandið, O. T. K., seldi fyrir 7.076 millj. marka, og er það
94.2% aukning. Umsetning sambandsfélaganna jókst einn-
ig um 77—79%. Framleiðsla kaupfélaganna og samband-
anna er einnig í vexti, og jókst 108—114% á árinu.
A árinu 1946 bættust finnsku kaupfélögunum 20.000
nýir féagsmenn. Bendir þetta ótvírætt til þess, að finnskur
almenninigur treysti samvinnufélögunum bezt til þess að
leysa vandamál verzlunar- og vörudreifingar á erfiðum
tímum.
Bretland.
Brezka heildsölusambandið C. W. S. hefur nýlega birt
reikninga sína lyrir árið 1946. Sýna þeir, að vörusala sam-
bandsins hel'ur numið £ 205.957.000, og er þetta rösklega
12% hærri upphæð en árið 1945. Framleiðsla verksmiðja
í eigu sambandsins jókst um 7% að verðmæti frá árinu á
undan.
Hagnaður af rekstri santbandsins varð £ 6.281.000, og
var sú upphæð öll — að undanskildum 120 þús. pundum,
er lögð voru í varasjóð — endurgreidd kaupfélögunum í
hlutfalli við vörukaup þeirra hjá sambandinu.
Svíþjóð.
Á árinu 1946 náði vörusala sænsku kaupfélaganna ein-
um milljarði króna í fyrsta sinn, óx úr 982 millj. árið 1945
í 1.187 milljarða króna árið 1946. Þetta er 15.8% aukning,
og er mesta aukning, sem nokkru sinni helur orðið á einu
ári. Þess ber að gæta, að vöruverð var svipað í Svíþjóð allt
árið, og er því um raunverulega söluaukningu að ræða.
22
Aætlað hefur verið, að almennt hafi sænsk smásöluverzhm
aukist um 12% vegna aukins innflutnings á árinu og betri
aðgangs að vörum. Hafa samvinnufélögin því gert betur
en að lylgjast með, og hafa sótt á og bætt aðstöðu stna
umfram aðrar verzlunargreinar.
Sænska samvinnusambandið, K. F., hefur einnig aukið
verzlun sína á árinu. Seldi það alls konar vörur fyrir 590
millj króna, miðað við 534 millj. árið 1945. Þessi aukning
var einvörðungu af verzluninni við kaupfélögin.
Bandaríkin.
Eitt af olíusamvinnufélögunum í Kansas City hefur ny'
lega gert kaup á eignum olíitfélags nokkurs í Oklahoina-
ríkinu. Kaupin ná til 189 olíubrunna, sem framleiða
70.000 tunnur á mánuði. Þar að auki er um að ræða 20.000
ekrur lands, þar sem ekki hefur verið unnin olía ennþa>
en talið er olíuauðugt. Þá hafa samvinnufélögin í Kansas
einnig bætt við sig 99 brunnum í því ríki og 65.000 ekrtnn
lands. Með þessitm kaupum helur Samband olíusamvinnn-
félaganna í Kansas, C. C. A., sem er grundvöllur hinna
nýju alþjóðlegu samtaka, verulega bætt aðstöðu sína, þvl
að nú er rösk.ur helmingur allrar þeirrar olíu, er það sehu-
unninn úr eigin brunnum.
Palestína.
Sömu sögtt er að segja frá landinu helga og úr flestun
.öðrum löndum. Þar hefur samvinnuhreyfingin einnig s(,t
frarn á verzlunar- og framleiðslusviðinu. Verzlun kaup
félaganna í landinu jókst um 30.2% á síðastliðnu ári, °S
er það mesta aukning, sem orðið hefur á einu ári þar.
Trieste.
Samvinnumenn í Trieste — hinni umdeildu borg —
ust banda um stofnun samvinnusambands eftir að hei11
Bandamanna höfðu tekið borgina í júlí 1945. í þessu saiu
bandi eru nú 138 ýmis konar samvinnufélög, er teljs
70.189 félaga.
Júgóslafía.
Samkvæmt opinberum skýrslum eru 13.198 saniviuu11
félög í Sambandi júgóslafneskra samvinnufélaga. Meðhm3
talan er 2.487.366.