Samvinnan - 01.11.1948, Síða 14
Til þess að geta skilið, hvers vegna þetta sögu-
fræga land er kallað „vagga menningarinnar“, er
nauðsynlegt að athuga sögu þess í helztu atriðum.
írak liggur á milli eyðimerkurhásléttu Arabíu og
Persneska hálendisins, Armeníu og Persaflóa.
Flatarmál þess er um 138 þús. fermílur, og íbúa-
talan um 5 milljónir. Eftir endilöngu landinu
renna stórfljótin tvö, sem fræg eru úr Biblíunni,
lífæðar landsins, Eufrat og Tígris. En annálar Ir-
aks hefjast 5000 árum fyrir Krists burð.
Fyrir því nær 7000 árum hófst staðbundinn
landbúnaður í Norður-írak. Þúsund árum síðar
var farið að nema Suður-írak, og upp úr sveita-'
byggðunum þar uxu smám saman fyrstu borgirn-
ar, sem menn vita um: Erech og Kich, Nippur
og Ur, Larsa og Eridu. Og þarna fann maðurinn
upp á því, sem er eitt af því nytsamasta, sem hon-
um hefur dottið í hug: hann lærði að færa hugs-
anir sínar í letur.
FYRSTU skráðu heimildirnar, sem fundizt
hafa, eru ritaðar á máli Súmería, en sú þjóð
nefndi land sitt Sumer. Sumeríar voru ráðandi
þjóðflokkur í Suður-írak. Á þriðja árþúsundinu
f. Kr. var Babylon orðin aðalborg landsins. Suð-
urhluti íraks hlaut af þessu nafnið Babylonía.
Um sama leyti var önnur semitísk borg orðin
ráðandi í Norður-írak, sem nefndist Ashur, og
var landið nefnt Assyría.
í nærri 2000 ár, eða allt fram á daga Alexand-
ers mikla, hélt Babylon sæti sínu sem mikilvæg
menningarborg. Eftir dauða Alexanders mikla
fluttu hinir grísku arftakar hans æðstu stjórn
landsins, sem nú nefnist írak, frá Babylon við
Eufrat og settu hana niður í hina nýstofnuðu
borg Seleucia við Tígris. Þegar Babylon var nú
þannig yfirgefin og vanrækt, tók henni að hrörna,
og er stundir liðu fram, var hún orðin rústir ein-
ar. Það var ekki fyrr en á síðustu tímum, að
mönnum tókst með nýtízku tækni við fornmenja-
gröft að grafa upp fáein musteri og hallir Baby-
lonsborgar.
EN veldi Grikkja og Seleucía stóð ekki lengi.
Fyrst náðu liinir herskáu Parþar yfirráðun-
um, og þeir fluttu stjórnaraðsetrið frá Seleucíu
til Ctesiphon, skammt þar frá. Nokkrum öldum
síðar komu Persar til sögunnar, og svo loks á
sjöundu öld samkvæmt voru tímatali, komu Ar-
abarnir, brennandi af trúarhita. Á áttundu öld
gerðu þeir Bagdad að höfuðborg, og það er hún
enn í dag.
í næstu þrjár eða fjórar aldir stóð veldi íraks
með mestum blóma. íbúafjöldinn komst upp í
30 milljónir, og Bagdad, söguborg ævintýranna
í „Þúsund og einni nótt,“ varð á marga lund
(Framhald á bls. 26.)
14
6000 ára gömul leikföng frá Wasit, sem Mongólar réðu eitt
sinn yfir. Ljónin efst eru frá Harmal, 2500—1500 f. Kr.