Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Síða 24

Samvinnan - 01.11.1948, Síða 24
KONURNAR OG SAMVINNAN HÚSMÆÐRAFUNDIR í KAUPFÉLAGI ÁRNESINGA Fræðsludeild S. í. S., hefir sent Samvinnunni eftirfar- andi frásögn af fundarhöldum með húsmæðrum og öðrum félagskonum í Kaupfélagi Árnesinga, sem ný- lega fóru fram þar syðra. NÝLEGA voru haldnir í Kaup- félagi Árnesinga fundir með húsmæðrum og öðrum félagskon- um. Fundir þessir voru fimm sam- tals. Voru þeir í Hveragerði, á Eyr- arbakka, á Stokkseyri og tveir fund- ir á Selfossi, annar fyrir konur í þorpinu en hinn fyrir konur úr sveitinni, aðallega fyrir ofan Sel- foss. Þessir fundir voru mjög vel sóttir. Á fimmta hundrað konur alls sátu þá. Fjölmennastur var síð- asti fundurinn, en hann var hald- inn á Selfossi með félagskonum úr sveitunum, sem áður er getið. Þann fund sóttu um eða yfir 150 konur. Egill Thorarensen, kaupfélags- stjóri, stjórnaði öllum fundunum. Ræður voru fluttar, kvikmyndir sýnd og sameiginleg kaffidrykkja frjálsum ræðuhöldum. Milli dag- skrárliða var sungið. Hin fasta dagskrá var svipuð á öllum fundunum, en ræðumenn voru: Egill Thorarensen, kaupfé- lagsstjóri, Bjarni Bjarnason, skóla- stjóri Vilhjálmur Árnason, framkv.- stj. Fræðsludeildar S. í. S. Grímur Thorarensen fulltrúi K.Á. og Ingvi Ebenhardson frá K.Á.. Ræðumenn komu víða við. Þeir töluðu um samvinnumál almennt og með sér- stöku tilliti til kvenanna, um félags- mál, K.Á., um vörur og vörukaup, vöruskömmtun, heimilin og heimi- lislíf o. s. frv. Á fundunum voru sýndar sam- vinnukvikmyndir, danskar og amer- ískar. Milli dagskrárliða var sungið. Ungur og hljómelskur félagsmaður stjórnaði söngnum og tókst honum það hið bezta. Fundum þessum lauk með sameiginlegri kaffidrykkju í boði félagsins. Var þar frjáls ræðu- höld. Margar fundarkonur tóku til máls og ræddu mál félagsins og sér- staklega þau er konum eru hug- stæðust. Voru ræður húsmæðranna yfirleitt stuttar, glöggar og skemmti- legar. Yfirleitt voru fundir þessir hinir ánægjulegustu. Ríkti góður andi og samhugur, og þó til fulls hrein- skilni. Jafnframt hagnýtum fróð- töldu fundarkonur sig hafa mikla skemmtun og ánægju af fundunum. Fundunum lauk milli kl. 11 og 12 á kvöldin, en þeir byrjuðu kl. 8— 8i/2. Síðasti fundurinn (á Selfossi) byrjaði kl. 4 e. h. og stóð til kl. lOl/íj um kvöldið. Á þeim fundi var fé- lagskonum, auk hinnar föstu fund- ardagskrár, sýnd góð kvikmynd. En á þessum fundi voru margar hverj- ar konur mjög langt að, og því sér- stök ástæða til að lengja dagskrána. FUNDIR sem þessir eru til mik- illar örfunar og styrktar í félags- starfi hvaða kaupfélags sem er. Þeir auka og bæta félagsanda og skiln- ing milli félagsmanna og forráða- manna félaga, og Jreir minna menn á það, að samvinnufélögin eu eign félagsmanna og undir þeirra stjórn, en ekki óviðkomandi stofnanir. Það er sérstök ástæða til þess að lýsa ánægju yfir þessum fundum húsmæðra og annarra félagskvenna í K. Á., og á kaupfélagsstjóri og fé- lagsstjórn, sem forgöngu höfðu um •fundinn, þakkir skilið.“ * AÐ eru alltaf mikil gleðitíðindi, þegar samtök okkar sýna, bæði í vilja og verki, að þeim er ætlað að sinna fleiri málum en verzlunar- málunum. Fundarhöld með hús- mæðrum, eins og Kaupfélag Árnes- inga hefur nú beitt sér fyrir, eru mjög til fyrirmyndar, og ættu sem allra flest kaupfélög í landinu að taka þetta upp, sem fastan lið í starfi sínu. Með slíkum fundum er mjög styrktur félagsandi -viðkonr andi félags, og tækifæri gefast til að koma fram með ýmiss mál til aukins samstarfs og skilnings á milli húsmæðranna og félaga þeirra. Konur þurfa að fá sterka tilfinn- ingu fyrir því, hver regin munur er á því, að vera félagsmaður í kaupfélagi og venjulegur viðskipta- vinur í kaupmannsverzlun. Allt, sem gert er í þá átt, að tengja fé- lagsmenn við samtökin og tengja þá saman innbyrðis, má því tví- mælalaust teljast í rétta átt og fagnaðarefni öllum þeim, sem mál- efninu unna. Hið gamla máltæki „Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér“ á vel við hér, eins og víða annars staðar. Samvinnu- samtökin, sem kölluð hafa verið „Samhjálp fólksins", geta leyst ýmis þeirra mála, sem konum eru sérstök áhugamál, vegna þess, að þeim er í raun réttri engin takmörk sett. Konur ættu að hafa það hugfast, að samvinnufélagsskapurinn hefur frá upphafi vegar sýnt konum virðingu með því að veita þeim fullt jafn- rétti á við karlmenn, atkvæðisrétt og kjörgengi. Þetta þykja okkur engin fríðindi nú til dags, en fyrir rúmri öld, þegar samtökin voru í fæðingu, var öðru máli að gegna. Það er óhætt að fullyrða, að merki- leg framsýni og skilningur hafi sett svip á fyrsta kaupfélagið og stofn- endur þess, bæði hvað þetta atriði snertir og mörg önnur, enda var hér um að ræða félagssamtök, sem áttu eftir að breiðast út um víða veröld og lifa um ókomin ár. A. Lœrið um samtökin! Konur, sem áhuga hafa á sam- vinnumálum, ættu að kynnast starfsháttum þeirra og skipulagi á sem beztan hátt. Það er þekkingar- auki, sem sæmir hverri konu að öðlast. Hann hjálpar henni til að skilja betur ýmislegt, og veitir henni möguleika til að taka þátt í umræðum um félagsmál. Ein af námsgreinum Bréfaskóla S. í. S. er „Skipulag og starfshættir samvinnu- félaga“, og er þar ágætt tækifæri til að nema „með heimilisverkunum". Samvinnukonur! Lærið um sam- tökin!

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.