Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Síða 25

Samvinnan - 01.11.1948, Síða 25
SAMVINNAN I SfLDAKBÆNUM. (Framhald af bls 18) Verzlunarhús félagsins við Aðalgötu. auka samheldni félagsmannanna um þeirra eigið fyrirtæki. Hið síðast talda er ekki minnst um vert. Samvinnu- menn í Siglufirði hafa reynslu fyrir því, að samvinnumálunum verður ekki hrundið áfram til hagsbóta fyrir fólkið með áhlaupum eða byltingum, heldur er heilbrigð þróun þar affara- sælust, sú þróun ,sem stafar frá sönn- um samvinnuanda og félagsþroska. Saga kaupfélagsins í Siglufirði er því lærdómsrík fyrir samvinnumenn, hvar sem er á landinu. Frá brauðgerð K. S. Útvarpsþáttur EFTIR FROSTA ^ SÍÐASTL. vetri ræddi eg nokkuð um þingfréttir útvarpsins hér í þess- um pistlum og benti á verulega ann- marka á þeim, frá sjónarmiði hins al- menna hlustanda. Eg tel ástæðu til þess að víkja að þessu máli aftur. Þing- fréttir útvarpsins eru fyrir nokkru hafnar á ný, með nýju Alþingi, og þær eru alveg með sama sniði og fyrr. Þar hefur engin bragarbót verið gerð á. Þingfréttimar eru einvörðungu samdar eftir PRENTUÐUM HEIMILDUM, en þær ná ekki til hins TALAÐA ORÐS í þinginu. Þarna er veruleg eyða í fréttaflutning útvarpsins, sem því ber að fylla í hið fyrsta. Hlustendur verða þess daglega varir, að þingfréttamaður útvarpsins fylgist ekki með störfum þingsins á þann hátt, að hann sé við- staddur þingfundi, heldur styðst hann nær eingöngu við prentuð þingskjöl. Af þessu leiðir, að aldrei er greint frá aðalefni umræðnanna eða frá þingbrag, sem þó gæti verið hið fróðlegasta út- varpsefni. Stundum er þessi eyða í þingfréttum blátt áfram hjákátleg, eins og t. d. þegar skýrt er frá fyrirspurnum og því, að ráðherra hafi svarað, en ekki HVERJU hann hafi svarað. Fyrir- komulag þingfrétta útvarpsins er þess valdandi, að almenningur úti um land fylgist mun verr með störfum Alþingis en æskilegt væri. Það er skaði, bæði fyrir fólkið í landinu og Alþingi sjálft. Sjálfsagt mundi það ekki hafa slæm áhrif á störf þingmanna, að þeir vissu, að ræðum þeirra og gerðum í þinginu væri gaumur gefinn af kjósendum heima í kjördæmunum. Útvarpið hefur augsýnilega bæði fé og tækifæri til þess að breyta þingfréttunum, en samt er þeim lialdið í sama formi ár eftir ár. Ber það dagskrárstjóminni ekki lof- samlegt vitni. fTETRARDAGSKRÁIN cr fyrir ' nokkru hafin og varð eg sannspár um hana að því Icyti, að ekki mun þar margt nýjunga eða hugvitssamlegra úrræða til uppörvunar fyrir hlustend- ur. Um „þátt“ unga fólksins, sem lífg- aður hefur verið frá dauðum í þriðja sinn og fjölgun barnatímanna, mun eg ræða síðar. En þetta eru þær „nýjung- ar“, sem helzt vékja athygli. Er því margs að sakna af útvarpsefni, sem líklegt væri til uppörvunar, jafnt fyrir útvarpið og hlustendur, og hef eg bent á ýmislegt af því áður. Eg vil bæta við einu atriði: Skömmtunar- og innflutn- ingsmál eru eitt helzta umræðuefni al- mennings, og varða hvert einasta heimili í landinu. Þessi mál lúta stjóm nefnda ríkisvaldsins, og borgurunum gengur oft illa að skilja tilskipanir þeirra, enda er oft skýringa þörf. 1 þessu ástandi er fólgið stórt tækifæri fyrir útvarpið til þess að verða lands- fólkinu og þjóðarbúskapnum að gagni, með því að efna til spurningaþáttar um innflutnings- og skömmtunarmál; landsmenn fengju tækifæri til þess að senda stuttar fyrirspumir, en SKÖMMTUNARSTJÓRI OG FOR- MAÐUR VIÐSKIPTANEFNDAR, svöruðu. Að sjálfsögðu yrði að velja úr spurningunum og svörin yrðu að vera stutt. En margt mætti upplýsa með þessum hætti, eyða misskilningi og skapa samband milli stjórnarvalda og almennings, sem nú skortir. I70RRÁÐMENN útvarpsins svara því sjálfsagt til að þeir geti ekki skipað embættismönnum þessum til verka, og er það að sjálfsögðu rétt. En eigi að síð- ur mætti fara þess á leit við þá, að þeir veittu landsfólkinu þessa þjónustu. Hefur það verið gert? Minna má á í þessu sambandi, að þeir mundu meiri menn að. Þannig gefur forsætisráð- herra Dana þjóð sinni tækifæri til þess að spyrja um landsmál í gegnum út- varpið og svarar sjálfur í vinsæliun og athyglisverðum útvarpsþætti. FROSTI. 25

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.