Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 19
LÍKKISTUSMIÐURINN
(Framhald af bls. 15.)
Þegar gestirnir skildu voru flestir þeirra
orðnir ölvaðir. Feiti bakarinn og bókbindar-
inn með andlitið, sem minnti mest á bók
bundna í rautt saffianleður, tóku sinn undir
hvorn liandlegg á Jurko og leiddu hann
heim í varðstofu sína. Þegar líkkistusmiður-
inn komst heim var hann drukkinn og í illu
skapi.
„Hvað skal nú þetta svo sem þýða?" hugs-
aði hann upphátt. „Er mitt starf ekki jafn
heiðarlegt og virðingarvert og annarra? Er
líkkistusmiðurinn kannske bróðir böðulsins?
Að liverju hlæja þessir heiðingjar? Er lík-
kistusmiður kannske eitthvert öskudagsfífl?
Og eg sem hafði hugsað mér að bjóða þeim
öllum í mikla búferlaveizlu. Það skal þó
bíða við að eg geri það. En eg skal bjóða
vinnuþegum mínum til veizlu í staðinn, hin-
um framliðnu."
„Hvað gengur að þér húsbóndi góður?“
spurði vinnukonan, sem hjálpaði lionum úr
stígvélunum sínum. „Hvað ertu að rugla.
Biddu Guð að hjála þér. Ekki nema að tala
um að bjóða hinum framliðnu til veizlu.“
„Já, það veit Guð að eg skal gera,“ hélt
Adrían áfram, „og það strax á morgun. Ver-
ið velkomnir til veizlu hjá mér, annað kvöld,
viðskiptamenn mínir og velunnarar. Eg mun
veita ykkur svo sem eg rná af fátækt minni."
Að svo mæltu gekk líkkistusmiðurinn til
hvílu og féll brátt í fastan svefn.-
—o—
AÐ var enn þá dimmt af nóttu, þegar
Adrian var vakinn. Kaupmannsfrúin,
Triuchina hafði látist um nóttina, og ríð-
andi sendiboði hafði komið frá bókhaldara
hennar til þess að flytja Adrían tíðindin.
Líkkistusmiðurinn gaf sendimanninum tíu
kópeka til að kaupa sér fyrir þá brennivín,
síðan klæddist hann í flýti og ók til Raskulja.
Uti fyrir dyrum hinna sáluðu stóð lögreglu-
þjónn, og nokkrir kaupmenn voru þar á
vakki eins og hrafnar, sem hafa veður af
hræi. Hin látna hvíldi uppi á borði, andlit
hennar var vaxgult, en ennþá óspillt af rotn-
un. Kringum hana þyrptust ættingjar og
nágrannar ásamt heimafólki hennar. Allir
gluggar stóðu opnir, kertaljós brunnu og
prestur þuldi bænir. Adrían sneri sér að bróð-
ursyni Triuchinu, en það var ung kaups-
spíra, klædd frakka eftir nýjustu tízku, — og
fullvissaði hann um að kistan, kertin og lík-
klæðin og allt, sem til jarðarfararinnar
þyrfti, skyldi verða af beztu tegund. Erfing-
inn þakkaði honurn hrærður í huga og lét
þess getið að hann mundi ckki, á þessum stað
eða stundu, þjarka um verð þessara hluta,
heldur treysta í öllu fullkomlega á heiðar-
leik hans. Svo sem venja var líkkistusmiðs-
ins, við samskonar tækifæri, sór hann þess
clýran eið,-að hann skyldi ekki taka einum
eyri meira fyrir vörur sínar og fyrirhöfn en
kostnaðarverð. En um leið og hann sagði
þetta drap hann kankvíslega titlinga fram-
an í bókhaldara frúarinnar sáluðu. Síðan
flýtti hann sér burtu til að gera ýmsar nauð-
synlegar ráðstafanir. Allan daginn var hann
á þönum á milli Raskulja og Nikitskyhliðs-
ins. Þegar kvöld var komið og ráðstöfununum
vegna jarðarfararinnar var lokið, hélt liann
fótgangandi heim til sín.
Kvöldið var mánabjart. Líkkistusmiðurinn
var komin heilu og höldnu alla leið að
Nikitskyhliðinu. Hjá Uppstigningarkirkjunni
hafði Jurko vinur hans kallað til hans og
stöðvað för hans, en þegar lögregluþjónn-
inn sá, hver hann var, leyfði hann honum
að halda óhindrað áfram. Nú var orðið mjög
liðið á kvöldið. Þegar líkkistusmiðurinn nálg-
aðist hús sitt virtist honum einhver ganga á
undan sér á götunni heim að liúshliðinu,
opna grindina og ganga inn fyrir. „Hvað er
hú á seyði?" hugsaði Adrían. „Hver þarfn-
ast mín nú? Þetta er þó vonandi ekki þjóf-
ur, sem er að brjótast inn lijá mér? Eða
máske einhver elskhugi sé nú að læðast inn
til stelpnanna niinna? Það væri nú ekki
annað eftir." Líkkistusmiðnum flaug sem
snöggvast í hug að kalla Jurko vin sinn til
hjálpar. En rétt á sama augnabliki kom ein-
hver annar og nálgaðist hliðið í því augna-
miði að fara inn um það, en þegar hann
sá lnisráðandann koma hlaupandi staðnæmd-
ist hann og lyfti þríhyrnda hattinum, sem
liann bar í höfðinu. Adrían fannst hálfvegis
að liann bæri kennsl á andlit mannsins, en
í flýtinum gaf hann sér ckki tíma til þess að
athuga það nánar.
„Viljið þér finna mig?“ spurði liann and-
stuttur. „Gjörið svo vel að sýna mér þá
virðingu að ganga inn.“
„Engar serimoníur, minn kæri vinur,"
sagði sá ókunni með holhljómi í röddinni.
„Gakk þú á undan og vísaðu gesti þínum
leiðina".
Adrían gaf sér ekki tíma til frekari sara-
ræðuna. Hliðið stóð opið og hann gekk upp
húströppurnar á undan gesti sínum. „Hver
þremillinn gengur nú hér á?“ hugsaði liann
og flýtti sér inn. .. . Það lá við að fæturnir
sviku hann. Herbergið var fullt af fram-
liðnum mönnum. Máninn skein inn um
gluggann og varpaði fölum bjarma á gular
og bláflekkóttar ásjónur þeirra, innfallnar
varir, brostin, hálflukt augu og hvöss nef. .. .
Skelfingu lostinn þekkti Adrían hér fólk
það, sem jarðsett liafði verið með hans að-
stoð. Nú þekkti hann lika gestinn, sem orðið
hafði honum samferða inn í liúsið. Það var
stórtylkishöfðingjinn, sem grafinn liafði verið
í regndembunni fyrir skemmstu. Fólkið,
konur og karlar, þyrptust allt utan um lík-
kistusmiðinn og heilsaði lionum með bukti
og beygingum. Einn fátækur vesalingur, sem
nýlega hafði verið grafinn ókeypis og fyrir-
varð sig vegna tötra sinna, stóð þó kyrr úti
í horni og Jjorði ekki að heilsa. Allir aðrir
viðstaddir voru sómasamlega klæddir. Iíon-
urnar með húfur á höfði og flögrandi borða-
skraut, embættismennirnir voru í einkennis-
búningum sínum, en órakaðir, kaupmenn-
irnir voru sparibúnir.
„Hér sér Jtú Prochorov," mælti stórfylkis-
höfðinginn fyrir munn allrar hinnar æru-
verðu samkomu," að við liöfum tekið boði
þínu og risið í kvöld. Heima liggja einungis
Jteir, sem nú eru allri orku Jtrotnir, og ekki
eru lengur annað en sundurmolaðar beina-
grindur. En meira að segja einn, sem kalla
iná að þannig sé ástatt með, mátti ekki til
Jiess hugsa að liggja heima, slík var löngun
hans til að heimsækja þig."
Um leið og stórfylkishöfðinginn mælti
þetta, þrcngdi smávaxin beinagrind sér -í
gegnuin hóinn og nálgaðist Adrian. Höfuð-
kúpan brosti vingjarnlega við líkkistusmiðn-
um. Ritjar af grænu og rauðu klæði hengu
utan á beinagrindinni, en fótleggirnir skröltu
innan í stórum riddarastígvélum.
„Þekkir Jiú mig máske ekki aftur. Procho-
rov?“ mælti beinagrindin. „Manstu ekki eftir
uppgjafa lífvarðarliðsforingjanum, Pjotri Ku-
rilkin, sem þú seldir fyrstu líkkistuna þína
árið 1799? Hún var nú reyndar úr furu, ]ió
þú fullyrtir, að í henni væri úrvalseik."
Um leið og hinn íramliðni mælti Jietta,
lyfti liann holdlausum handleggsbeinunum,
í því augnamiði að faðma Adrian. En Adrian
neytti allrar orku sinnar til þess að reka upp
öskur og liratt um leið hinum dauða frá sér.
Pjotur Kurilkin riðaði til falls og steyptist á
gólfið og féll þar í mola. Óánægjukliður fór
um hina framliðnu, sem allir tóku upp
hanzkan fyrir félaga sinn og þrengdust um-
hverfis Adrian með ávítum og háværum hót-
unum. Lamaður af hrópum Jieirra og liá-
reysti, og hálfkæfður af ódaun Jieim, sem
gestunum l'ylgdi, féll hann ofan á leifarnar
af fótum lífvarðarforingjans og misst meðvit-
undina.
SÓLIN var búin að skína langan tíma inn
í rúmið til líkkistusmiðsins, þegar hann
loksins opnaði augun og sá vinnukonuna,
sem var önnum kafin að fást við samovar-
inn. Með skelfingu minntist liann atburða
síðastliðins dags. Myndum Triuchine kaup-
mannsfrúar, stórfylkishöfðingjans og Kuril-
kins lífvarðarforingja brá fyrir í liuga hans.
Hann lá Jiögull í rúminu og beið þess, að
vinnukonan vekti máls á atburðum liðinar
nætur.
„Það niætti segja að Jiú værir búin að sofa
yfir Jiig faðir góður," sagði Askinja um
leið og hún rétti honum morgunsloppinn.
„Klæðskerinn, granni okkar, og lögreglu-
þjónninn litu báðir hér inn áðan og gátu
[icss að veiðiformaðurinn ætti afmæli í dag.
En Jni svafst svo vært að ég tímdi ekki að
vekja þig.“
„Hefir engin komið hér að spyrja eftir
mér vegna Truchine sálugu?"
„Sálugu? — Er hún nú farin?" í
„Þú ert asni. Hjálpaðir þú mér ekki sjálf
í gærdag við að undirbúa jarðarför hennar?"
„Hvað er nú að þér faðir góður? Ertu
gengin af saumunum eða ertu ekki búin
að sofa úr þér eftir drykkjuskapinn i gær?
Um hvaða jarðarför ertu eiginlega að tala?
Þú varst í veislu hjá Þjóðverjanum i allan
gærdag, komst fullur heim og byltir þér
í rúmið, og þar liefur þú sofið alltaf síðan."
„Er Jietta satt?" spurði líkkistusmiðurinn
glaður.
„Já, svo sannarlega er [ictta satt,“ svaraði
vinnukonan.
„Jæja, ef það er áreiðanlega satt Jiá komdu
strax með teið og kallaðu á telpurnar minar,"
19