Samvinnan - 01.11.1948, Síða 5
nema að mjög litlu leyti um þetta
merkilega viðfangsefni alþjóðasam-
vinnunnar, heldur varði hann löng-
um tíma til þess að ráðast gegn Mar-
shall-áætluninni um efnahagslega end-
urreisn Vestur-Evrópu, sem hann taldi
að væri „bein ógnun við sjálfstæði og
fullveldi Evrópulandanna“. Hann
lagðist líka gegn starfsemi hinnar al-
þjóðlegu verzlunarstofnunar S. Þ.,
sem hann taldi aðeins verkfæri í hönd-
um amerískra auðmanna. Einn af
sænsku fulltrúunum svaraði þessari
ræðu og benti á, að hin alþjóðlega
verzlunarstofnun reyndi, í stað þess
að vera „verkfæri auðvaldsins“, að
veita samvinnumönnum tækifæri til
þess að hefja árangursríka baráttu
gegn hringum og auðvaldi. En þess-
um rökum var ekki sinnt, heldur var
haldið áfram að þylja fyrri ásakanir,
rétt eins og ekkert hefði skeð.
AÐ urðu vissulega harðar orða-
ræður á 17. alþjóðaþinginu, því
að fulltrúar vestrænu þjóðanna sátu
ekki alltaf þegjandi undir ásökunum.
T. d. sagði brezki fulltrúinn, T. H.
Gill — sem seinna var kjörinn forseti
Alþjóðasambandsins í stað Rusholme
lávarðar, sem baðst undan endur-
kosningu — að hann væri í rauninni
þess fullviss, að hvorki Sovét-Rússland,
né heldur hin svokölluðu „alþýðulýð-
veldi“, óskuðu eftir styrjöld eða heims-
yfirráðum. En fulltrúar þeirra sökuðu
vestrænu ríkin sífellt um stríðsæsingar,
fasistaskoðanir og heimsyfirráða-
stefnu. „En hverjir voru það,“ sagði
hann, „sem fyrstir tóku upp barátt-
una gegn fasismanum? Hverjir voru
það, sem áttu í styrjöld við þá á með-
an þeir, sem nú bera fram ásakanir,
höfðu gert vináttusamning við Hitler?
Hinar niðurlægjandi orðaræður um
hin vestrænu lönd stuðla vissulega
ekki að auknum skilningi og friði.
Það er kominn tími til þess að hætta
að nota alþjóðlegar ráðstefnur til
þess að sá tortryggni og fjandskap í
milli þjóðanna."
En fór þá þingið út um þúfur að
mestu leyti? Nei, því var forðað og
þingið gerði nokkrar ákvarðanir, sem
geta haft mikla þýðingu í framtíðinni.
Það voru gerðar ályktanir, sem tengja
Alþjóðasambandið við grundvallar-
atriði lýðræðisins og hins pólitíska
hlutleysis samvinnustefnunnar. Til-
raunir þær, sem gerðar voru af rúss-
nesku sendinefndinni til þess að leggja
niður framkvæmdastjóraembætti Al-
þjóðasambandsins og koma Thorsten
Odhe — framkvæmdastjóranum og
tengilið Sambandsins við Sameinuðu
þjóðirnar — frá störfum, tókust ekki.
Ný stjórn og framkvæmdanefnd voru
kosnar. Og nýr forseti, T. H. Gill,
kunnur samvinnufrömuður í Bret-
landi og þátttakandi í verkalýðshreyf-
ingunni.
I viðbót við þetta, voru samþykktar
allmargar ályktanir, með um það bil
100 atkvæða meirihluta. Þar á meðal
ályktun um aukið samstarf samvinnu-
sambandanna á viðskipta- og fjármála-
sviðinu, og ályktun um olíumálin. í
þeirri ályktun skorar Alþjóðasam-
bandið á Sameinuðu þjóðirnar að láta
fara fram rannsókn á tangarhaldi auð-
hringa og ríkisstjórna á olíulindum
heimsins, með það fyrir augum að
leggja grundvöll að alþjóðlegu sam-
starfi um aukna olíuframleiðslu og
frjálsan og jafnan aðgang að þessum
auðlindum fyrir allar þjóðir heims.
Þá er að geta ályktunar um aukið,
raunhæft samstarf í milli samvinnu-
byggingafélaga og neytendafélaga, í
því augnamiði að lækka byggingar-
kostnað þar sem því verður við komið
og stuðla að iðnaðarlegri uppbygg-
ingu í þeim löndum, sem þar eru
skemmst á veg komin. Þá voru dregn-
ar hreinar línur til þess að merkja
samband samvinnuhreyfingarinnar við
ríkisvaldið, og verður e. t. v. vikið að
því máli síðar.
Að lokum má nefna það, að sam-
þykkt var ályktun um frið milli þjóð-
anna, og hún samþykkt í einu hljóði.
í þessari ályktun var það viðurkennt,
að hinar félagslegu og efnahagslegu
stofnanir Sameinuðu þjóðanna hefðu
unnið mikið starf og væru í vexti, og
að þær hefðu gert ýmsar ráðstafanir
með það takmark fyrir augum, að
bæta lífskjör milljóna manna. Skorað
var á allar stofnanir, sem tengdar eru
Alþjóðasambandi samvinnumanna, að
vinna að því, að þekking á þessari
starfsemi verði útbreidd meðal með-
limanna, og yfirleitt að styðja starf-
semi Sameinuðu þjóðanan á allan
hátt.
AÐ hefur vitaskuld komið fyrir.
fyrr, bæði innan Alþjóðasamb.
og stofnana þess, að deilur hafa orðið
allharðar. Enda er það ekki nema eðli-
legt. Fulltrúarnir á slíkum þingum
mæla fyrir mismunandi þjóðir og
viðhorf. En þessar deilur hafa hingað
til jafnan verið því marki brenndar,
að þær hafa farið fram í fullri vin-
semd og í einlægri leit að samkomu-
lagi. Á þessu þingi fannst ýmsum full-
trúum þennan góða vilja skorta. Full-
trúarnir voru klofnir í tvær fylking-
ar. Sú spuming var ofarlega í huga
(Framhald á bls. 27.)
Stjórnarnefnd ICA á fundi. í stjórninni eiga seeti fulltrúar allra Sambandslanda. Vilhjálmur
Þór, forstjóri, á þar sceti f. h. Sambands islenzkra samvinnufélaga.
5