Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Síða 5

Samvinnan - 01.10.1952, Síða 5
Það er að visu bannaÖ að snerta á sýningarmunum, en konurnar stamlast eklti freistinguna að þreifa örlitið á Gefjunarefnunum (t. v.). Starfs- stúlkur SIS, klccddar i snotra einkenniskjóla úr Gefjunarefni, leiðbeindu sýningargestum SIS deildina, og t. h. skýrir ein þeirra likan af frystihúsi. unnar, og kviknaði ljós í deildunum til skiptis. Gaf þetta, ásamt risastórri mynd af hálfum verksmiðjusalnum (meira var ekki unnt að ná á eina mynd), nokkra hugmynd um stærð verksmiðjunnar, og munu margir sýningargestir hafa undrazt, hversu mikið fyrirtæki Gefjun er orðin. Þá var í stofunni allmikið af lopa og garni, en loks sjming á hinum nýju Gefjunarteppum, sem vöktu stór- mikla athygli, enda hafa orðið geysi- miklar framfarir í teppadeild verk- smiðjunnar. Annað herbergið var einnig helgað Gefjuni. Þar voru margs konar dúk- ar og fataefni frá verksmiðjunni, svo og haglegur vefnaður úr Gefjunar- garni, gerður af frú Karólínu Guð- mundsdóttur í Reykjavík. I þriðja herberginu gaf að líta sýnishorn af karlmanna- og kvenfötum frá sauma- 'stofum Gefjunar í Reykjavík og á Akureyri, hin landskunnu Sólídföt og haustföt með sama nafni frá sauma- stofunni syðra, en snotrar kvenkápur frá stofunni nyrðra. I fjórðu stofunni sýndi fataverk- smiðjan Hekla. Þar var fyrst allmikið af prjónavörum, peysum, sokkum og ýmsu öðru, sem margir hafa aldrei séð, þar sem þessi vara hefur sjaldan langa viðdvöl í búðarhillunum. I her- berginu var einnig ný sokkaprjónavél, sem höfð var í gangi og sýndi, hvern- ig sokkar eru framleiddir nú á dög- um, en auk þess tvær minni vélar til frágangs á sokkunum. Loks var mik- il hringsina með prjónasilkivörum Heklu, nærkjólum og náttkjólum, en á bak við prjónasilki frá Silkivefnaði SIS á Akureyri. Loks voru sýnd í Heklustofunni vinnuföt karla frá verksmiðjunni. Við endann á ganginum í Sam- bandsdeildinni var mikið speglahjól með vörum sápuverksmiðjunnar Sjafnar. Snerust þar tvö hjól með vörunum og speglunum og virtist það Völunarsmíð til slíkra afnota. Þá var þarna heil konumynd úr sápupökk- Þetta landslag, sem gert var eingöngu úr Gefjun- argarna, vakti mikla athygli á sýningunni. um og loks eins konar sjálfgjafi, þar sem sýningargestir fengu lítið og snot- urt sápustykki fyrir það eitt að þrýsta á hnapp. Varð oft þröng á þingi um- hverfis þennan örláta sápustokk, svo sem vænta mátti. Innsta herbergið vestan gangsins hafði skinna- og skóverksmiðjan Ið- unn. Var þar gnægð skinna og ýmsir munir úr skinnum, og sjmishorn af fjölmörgum barna-, kvenna- og karl- mannaskóm. Kom það mönnurn sem fyrr á óvart, hversu fögur íslenzk skinnavara er og hversu margvíslega og snotra vöru er hægt að fá úr skinn- unum. Næsta stofa var helguð útflutnings- deild SIS. Var þar fyrst rakin saga hraðfrysta fiskjarins í mvndum og líkönum, frá fiskveiðum (og fiski- bát), um vinnsluverksmiðjurnar (með líkani af hraðfrystihúsi), í flutning (líkan af Jökulfelli), og endaði sag- an á mynd af ánægðri, amerískri fjöl- skyldu, sem var að neyta fiskjarins. Þarna var einnig snoturlega gerð táknmynd af hinni vaxandi sölu Sam- bandsins á hraðfrystum fiski, og loks voru í kæliborði sýnishorn af kinda- görnum, reyktum fiski, kúfiski, rækj- um og frystum fiski, sem allt eru framleiðslu- eða útflutningsvörur Sambandsins. A miðju gólfi í þessari stofu var glerskápur, þar sem snerust (Frh. á bls. 22) 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.