Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Page 6

Samvinnan - 01.10.1952, Page 6
Fyrsta íslenzka iðnaðarborgin — fyrir 200 árum f Iðnsýningin 1952 var haldin til að minnast 200 ára afmælis „Innréttinganna“, en þær voru fyrsti verksmiðjuiðnaður í stórum stíl í þessu landi. Er á sýningunni sérstök deild, þar sem minnzt var Skúla Magnússonar og hins stórmerka brautryðjendastarfs hans fyrir iðnað og hvers konar framfarir á átjándu öldinni. Hafði verið komið fyrir eftirmyndum í nær fullri stærð af hluta innréttingahúsanna, og þótti sýningargestum merkilegt að ganga í gegnum slíkt hús og sjá vefstól og önnur tæki, sem þar voru notuð. Innréttingarnar voru engin smáfyrirtæki á þeirra tíma vísu. Tíu árum eftir stofnun þeirra unnu við þær 95 manns, en þá voru íbúar Reykjavíkur (að meðtöldum tveim býlum og sjö tugthúsföngum) aðeins 250 manns. — Efri myndin á þessari síðu sýnir Reykjavík 1789 og er teikning eftir Sæmund Magnússon, Hólum. Neðri myndin sýnir Aðalstræti 1835 og er húsið, sem sést að nokkru leyti fremst til vinstri, núverandi verzlunarhús Silla og Valda. 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.