Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 7
Framleiðslusamvinna eykur afköst og bætir lífskjör vinnandi manna Eftir Eystein. Jónsson, fjármálaráðkerra I dag er þrítugasti samvinnudag- urinn. Islenzkir samvinnumenn hafa nú minnzt hans hér í útvarpinu í kvöld og víðsvegar um landið hefur sam- vinnunnar verið minnzt í dag. Sam- vinnuhreyfingin er alþjóðleg hreyfing og í dag minnast samvinnumenn um allan heim samvinnunnar og sam- vinnustarfsins. Hjá okkur mótast hátíðahöld samvinnudagsins að þessu sinni verulega af því, að árið 1952 er ár hinna miklu minninga í samvinnu- sögu landsins. I ár er þess minnzt, að 70 ár eru liðin frá því að fyrsta kaup- félagið var stofnað og að á þessu ári varð Samband íslenzkra samvinnu- félaga 50 ára. Við minnumst þess, hve glæsilegur árangur hefur orðið af samvinnu- starfinu hér á landi. Við minnumst þess, hve stórfelldan þátt samvinnu- starfið hefur átt í því að gera lífið betra og fegurra fyrir alþýðu þessa lands. Við minnumst árangursins af samvinnunni um vöruinnflutninginn, vörudreifinguna, um vinnslu fram- leiðsluvaranna og sölu þeirra, um byggingar, tryggingar, iðnað og sigl- ingar. Samvinnuhreyfingin er stærsta félagsmálahreyfing þessa lands, og auk allra þeirra efnalegu verðmæta, sem hún hefur fært félögum sínum og allri þjóðinni, hafa samvinnufélögin orðið félagsmálaskóli, þar sem menn hafa tamið sér óeigingjarnt samstarf eftir lýðræðisreglu. Þannig hefur samvinnuhreyfingin ætíð verið og er ennþá einn traustasti hornsteinn þess lýðræðis, sem þjóðskipulag okkar er á reist. Góður samvinnumaður verður ætíð góður þjóðfélagsþegn, blátt áfram af Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og varafor- maður SIS flulli erindi það, sem hér birtist, i útvarpi á samvinnudaginn. því, að hann skilur af reynslunni þær reglur, sem góður og gagnlegur fé- lagsskapur þarf að setja samlífi manna, til þess að stuðla að velmeg- un og hamingju félaganna. Góður samvinnumaður, skólaður í starfinu, þekkir út í æsar grundvallarhugsun lýðræðisins og hvað gera þarf til þess að halda lýðræðið í heiðri. Það er eitt af því, sem stuðlar að giftu Islendinga, hve samvinnuhreyf- ingin hefur orðið sterkt afl í þjóðlíf- inu. Þessa alls er gott að minnast. Jafnframt er gott að temja sér að líta fram á veginn, ekki sízt nú á ári hinna miklu minninga. Það hafa ís- lenzkir samvinnumenn einnig gert í sambandi við hátíðahöld sín, sem annars hafa að sjálfsögðu verið helg- uð þeim sigrum, sem unnizt hafa. Ég vil í þessum lokaorðum aðeins minn- ast á eitt stórfellt framtíðarverkefni. Það er framleiðslusamvinnan. Gizka mætti á, að 60—70% af ís- lenzku þjóðinni taki nú kaup eða laun fyrir störf sín. Kaup og launa- greiðslur standa ekki í beinu órofa sambandi við það, sem vinnan gef- ur raunverulega af sér. Það er stór- fellt þjóðfélagslegt vandamál, hver launin eiga að vera. 011 þjóðin á af- komu sína undir því, hve mikið fram- leitt er, þegar til lengdar lætur. Það á við um þá, sem taka kaupgjald og laun eigi síður en hina, þótt samband- ið sé svo óljóst þar á milli orðið, að þeim, sem taka kaup eða laun, finnst oft, að þeir muni ekki njóta þess, ef framleiðslan eykst og þá einnig tæp- ast gjalda þess, þótt framleiðslan minnki. Það fyrirkomulag, sem við búum við í mörgum framleiðslugreinum, felur í sér hættuna á minnkandi framleiðslu í stað vaxandi, og þar með þá hættu, að lífskjör þjóðarinn- ar fari versnandi, en ekki batnandi. Það vantar meðal annars beina tryggingu fyrir því, að aukin fram- leiðsla og afköst færi þeim, sem vinna og framleiða, hækkaðar tekjur og bætt lífskjör. Hér þarf að grípa til úrræða sam- vinnunnar og tryggja mönnum sann- virði vinnunnar. Koma upp fram- leiðslusamvinnufélögum í iðnaði, t. d. þar sem framleiðslan er rekin af fé- lagi þeirra, sem vinna og ávöxtur starfsins kemur til góða þeim, sem vinna í kaupuppbótum umfram venjulegt kaup. 7

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.