Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 8
Kaupfélagsstjóri kosinn á þing Síðastliðið vor var þessi mynd tekin í innflutningsdeild SÍS í Reykjavík, er Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, var að gera innkaup á skóm. Við auka- kosningu í Vestur-ísafjarðarsýslu í síðastliðnum mánuði var Eiríkur kjörinn alþingismaður sýslunnar með miklum atkvæðamun og hefur liann nú tekið sæti það, sem forseti íslands áður skipaði á alþingi. Eiríkur stundaði nám í Samvinnuskólanum 1927, var siðan um skeið kaupfélagsstjóri í Kf. Langnes- inga, en síðan 1932 kaupfélagssstjóri á Þingeyri. Hefur hann farið með mörg trúnaðarstörf þar vestra og unnið af atorku við eflingu félagsins og atvinnu- lífs þar vestra. — Sölumaðurinn til hægr á myndinni að ofan er Lúðvík Jóns- son, sem nú er orðinn kaupfélagsstjóri á Siglufirði. Slík samvinnufyrirtæki mundu gefa margskonar ávinning, hækka kaupið og bæta lífskjör þeirra, sem í þeim taka þátt, því að engin skyn- samleg ástæða er til þess að efast um, að einmitt þessi félög sýndu aukna framleiðslu og afköst frá því, sem tíðkast þar, sem ekki er leitað að sannvirði vinnunnar. Aukin fram- leiðsla í þessum félögum og bætt kjör hins vinnandi fólks í þeim, mundi svo auðvitað leiða til meiri framleiðslu og bættra kjara hjá öðrum fyrirtækjum, alveg eins og samvinnuverzlunin í landinu hefur tryggt mönnum miklu hagkvæmari verzlun, en komið hefði til mála að menn hefðu notið, ef sam- vinnuverzlunin hefði ekki komið til sögunnar, og með því bætt lífskjör allrar þjóðarinnar. Vel heppnuð framleiðslusamvinna í iðnaði mundi hafa þau áhrif að auka framleiðsluna yfirleitt bæði hjá fram- leiðslusamvinnufélögunum sjálfum og einnig hjá öðrum framleiðslufyrir- tækjum og þannig bæta kjör verka- fólksins og allrar þjóðarinnar. Með djörfu átaki í þessa stefnu af hálfu vinnandi fólks mætti snúa við á þeirri háskabraut, sem nú er farin og hætt er við að leiði til minnkandi fram- leiðslu og rýrnandi lífskjara, hvað sem kaupinu líður á pappírnum. Leiðin er sú að auka framleiðsluna og tryggja sér sannvirði vinnunnar. Bætt lífskjör er ekki hægt að tryggja sér án þess að auka framleiðslu og framleiðslan eykst ekki, svo sem efni standa til, nema menn viti, að þeir njóti þess, sem þeir og félagar þeirra gera vel. Þess vegna er samvinnan úrræðið í þessum vanda. Eru þetta ekki skýjaborgir, hugsar einhver. Geta margir verið í fram- leiðslusamvinnufélagi svo vel fari? Þetta eru engar skýjaborgir. I mörg- um löndum hafa framleiðslusam- vinnufélög í iðnaði starfað með góð- um árangri um langan aldur. Sum þeirra mjög stór og þýðingarmikil. Fé- lagsmenn slíkra félaga innan Alþjóða- sambands samvinnumanna eru nú S34 þús. að tölu. Ég nefni þetta hér í lokaorðum þessarar dagskrár, sem dæmi um framtíðarverkefni. Eg nefm þetta einnig sem dæmi þess, hvernig úrræði samvinnunnar eiga við, þegar leysa þarf hin erfiðustu þjóðfélagsvanda- mál, ef rnenn hafa dug, félagsþroska og víðsýni til þess að notfæra sér þau. A þessu ári skeður sá atburður, að hér á landi var í fyrsta sinni haldið ársþing voldugra alþjóðasamtaka. Það var þing Alþjóðasambands sam- vinnumanna. Innan þessara samtaka eru 106 milljónir manna í 33 löndum. Allt þetta fólk notfærir sér úrræði samvinnunnar. Það er íslenzkum samvinnumönnum styrkur að taka þátt í þessum miklu samtökum og sérstök uppörfun er það okkur ís- lenzkum samvinnumönnum, að Al- þjóðasambandið skyldi sýna íslenzk- um samvinnumönnum og íslenzku þjóðinni þann sóma að halda hér mót sitt á þessu merkisári í sögu samvinn- unnar hér á landi. Megi það verða tákn um þróun ís- lenzkra félagsmála framvegis, að Al- þjóðasamband samvinnumanna varð fyrst hinna stóru alþjóðasamtaka til þess að halda mót sitt á íslandi. -------------------- 8

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.