Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 9
Sagan af Persier-strandinu og járninu á Dynskógafjöru Skipsstrand i fárviðri 1941 — Björgun 44 manna, 100 bíla og siðan skipsins sjálfs — 5000 lestum af járni fleygt í sandinn og málaferli út af þvi. í lok febrúarmánaðar 1941 gekk yf- ir Suðvesturland eitt mesta fárviðri í manna minnum. Brotnuðu bátar og sukku inni í sjálfri Reykjavíkurhöfn, tvö erlend skip rak á Rauðarárfjöru og portúgalskar víntunnur flutu á land, en fjölmargir aðrir skipsskaðar urðu. Mældust um 12 vindstig, þeg- ar verst var, 27. febrúar. Hélzt veður- ofsinn aðfaranótt föstudags alla og þann dag fram á kvöld. Margvíslegt annað tjón varð víða um land og símalínur slitnuðu. Þessa sömu daga var skipalest á leið austur um Atlantsbaf til Bret- lands. Lenti hún í óveðrinu alllangt sunnan við Island og fengu mörg skip á sig sjóa. Urn þetta leyti voru banda- menn fáliðaðir við gæzlu skipalest- anna, en þýzkir kafbátar óðum að færa sig upp á skaptið. Þótti sjó- mönnum því ávallt gott að lenda í stormum, því að þeir bægðu kafbáta- hættunni frá skipunum, og af tvennu illu var veðurofsinn talinn skárri. Að þessu sinni dreifðist skipalestin all- mikið, og nokkur skip drógust aftur úr eða týndu lestinni með öllu. I þessari skipalest var belgískt flutningaskip, Persier að nafni, með heimahöfn í Antwerpen, en nú í sigl- ingurn fyrir Breta, þar sem Belgía bafði verið hernumin af Þjóðverjum. Skip þetta var 8200 þungalestir, hlað- ið hrájárni og bifreiðum, sem það hafði tekið í Baltimore í Bandaríkj- unum til flutnings til Englands. Skipstjóri á Persier var maður að nafni Jacques Heusers og átti heima í Brússel. Hann var lítill maður, en vaskur, reyndur sjómaður, víðförull og margfróður. Stóð hann á stjórn- palli, er veðrið skall á, enda þurfti að gæta hinnar rnestu varúðar til að rek- ast ekki á önnur skip í lestinni. Þeg- ar dimma tók, versnaði veðrið enn, og gekk sjór yfir skipið. Brotnaði björgunarbátur og aðrar skemmdir urðu á skipinu. Þegar birti, reyndist Persier hafa misst af skipalestinni, og tók Heusers þann kost að leita hafn- ar í Reykjavík til að fá þar nýjan björgunarbát og ef til vill komast í skipalest til Englands. Hinn 28. var skipið komið upp undir strendur ís- lands, en skyggni var mjög slæmt og erfitt að átta sig á landinu. Gengu yfir byljir, svo að sandarnir á suð- urströndinni urðu alhvítir, og gerði það enn erfiðara að greina ströndina. Þó var nú versti veðurofsinn liðinn hjá. Ekki vissu skipsmenn nákvæm- lega, hvar þeir voru eða hversu ná- lægt landi þeir væru — fyrr en skip- ið strandaði. VÍK í MÝRDAL. Nú víkur sögunni til Víkur í Mýr- dal. I fárviðrinu höfðu símalínur slitn- að, og þorpið var með öllu slitið úr sambandi við Reykjavík. Síðdegis á föstudag sáu menn í Vík, að sterkum leitarljósum var beint á fjörurnar austur á söndunum, og þess á milli í loft upp. Virtust ljós þessi koma frá skipi, sem var á sigl- 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.