Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Síða 17

Samvinnan - 01.10.1952, Síða 17
Hcr sjást jrambjóðendur stóru jlokkanna i forsetahosningunum i Bandarikjunum, til vinstri Dwight D. Eisenhower, ásamt varaforsetaefni sínu, Richard Nixon og konum þeirra, en til heegri er Adlai Stcvenson. auk þess eru ýmsar sérstakar ástæð- ur. Fyrst má nefna það fyrirkomulag, að menn verða í Bandaríkjunum að mæta fyrir kosningar og láta skrá sig inn á kjörskrá. Er þá um leið athug- að, hvort þeir hafi óvéfengjanlegan kosningarrétt, en vanræki menn að láta skrá sig, fá þeir ekki að kjósa. Þetta var upphaflega gert til að hindra kosningafalsanir, „kirkjugarðs- atkvæði“ og annað slíkt, sem ekki var óalgengt. Þá þurfa menn í mörgum fylkjum að skrá sig sem flokksmann í öðrum hverjum flokkanna til þess að geta tekið þátt í prófkosningum innan þeirra um val frambjóðenda. Er þannig hindrað, að menn kjósi í háðum flokkunum. Þá er þess að geta, að í mörgum fylkjum er annarhvor flokkanna svo miklu öflugri en hinn, að úrslit eru talin örugg. Þetta dregur að sjálf- sögðu mjög úr kosningaþátttöku, en í slíkum ríkjum er hin eiginlega bar- átta í prófkosningum hins öfluga flokks, þar sem menn eigast við um framboðið. Þannig hafa suðurríkin lengi verið öflugasta vígi demókrata, hvernig sem nú fer, og ríki eins og Vermont einlit vígi repúblikana. Þá hafa allmörg ríki til skamnrs tíma hindrað kosningaþátttöku blökkumanna með ýmsu móti. Sums staðar er þess krafizt, að menn verði að sanna, að þeir séu læsir, og fjöldi fátækra svertingja kærir sig ekki að ganga undir slíkt próf. Onnur ríki hafa lagt á kosningaskatt, 1—2 doll- ara á ári, þar sem þau hafa vitað, að mikill hluti blökkumanna mundi heldur sitja heima en greiða slíkan skatt. Þróunin í Bandaríkjunum hef- ur, allt frá dögum Lincolns og þræla- stríðsins, verið í áttina til aukins jafnréttis blökkumanna, enda þótt nokkuð sé enn eftir af slíkum hindr- unum í vegi þeirra, svo sem hér var minnzt á. EINSTAKIR HÓPAR KJÓSENDA. Enda þótt í Bandaríkjunum ægi saman fólki af öllum stéttum og þjóð- urn, hvað uppruna og efni snertir, eru einstakir hópar kjósenda, sem skera sig úr, og frambjóðendur reyna mjög að laða að sér. Er fróðlegt að kynn- ast þessu, því að það skýrir marga hluti við kosningabaráttuna vestra. Helztir þessara hópa eru: Bœndur. Þeir voru áður fyrr yfir- leitt repúblíkanar, en Roosevelt vann þá til fylgis við sig og Truman hefur sennilega sigrað 1948 vegna þess, hve honum tókst að halda miklu bænda- fylgi. Sterkasta vopn demókrata er að benda á, að 1932, er þeir tóku við völdum af repúblíkönum, ríkti kreppa og fátækt, ef ekki neyð, í sveitum Bandaríkjanna. Nú ríkir þar hins vegar velmegun og menn snúast ekki auðveldlega gegn þeim, sem bætt hafa hag þeirra. Báðir flokkar fylgja ábyrgðarverði á flestum landbúnað- arafurðum og víðtækum ríkisafskipt- um af verðlagi og sölu afurðanna. En demókratar fylgja slíku miklu fastar eftir og repúblíkanar eru í eðli sínu gegn slíkum ríkisafskiptum. Bæði Stevenson og Eisenhower töluðu mjög til bænda og ferðuðust um land- búnaðarhéruðin. Verkalýðurinn. Hinir félagsbundnu verkamenn og iðnaðarmenn eru ef til vill sterkasti kjósendahópur Banda- ríkjanna, þar sem stjórnmálanefndir þeirra eru yfirleitt dugmiklar við að fá þá til að taka þátt í kosningunum. Demókratar hafa byggt mikið á fylgi verkalýðsins, enda hafa þeir náið sam- band við hann. Þegar verkalýðsleið- togar sögðust ekki vilja Alben Bark- ley sem forsetaefni, hrundu allar von- ir hans á samri stundu eins og spila- borg. Flokkurinn lét sér ekki detta í hug að velja frambjóðanda, sem verkalýðsleiðtogar ekki vildu styðja. Hið mikla deilumál, sem verkalýðinn varðar, eru Taft-Hartley lögin, og mun Stevenson fá mikið verkalýðs- fylgi sökum þess, að hann vill af- nema þau, en Eisenhower aðeins bre}^ta þeim. Verzlunarmenn og eigendur fyrir- tækja, stórra og smárra, eru að sjálf- sögðu kjarninn í repúblíkanaflokkn- um. Suðurríki Bandaríkjanna hafa frá því í þrælastríðinu verið algerlega á valdi demókrata, enda þótt leiðtogar þeirra séu margir hverjir stórum íhaldssamari en aðrir leiðtogar demó- krataflokksins (t. d. Roosevelt og Truman) hafa verið. Mikil deila stendur milli þeirra og annara demó- (Frh. á bls. 21) 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.