Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 19
gnæfandi meirihluti þeirra „venjuleg-
ar“ þvottavélar, ef þannig má greina
þær frá „sjálfvirkum“ þvottavélum.
Veldur því hvorttveggja, að „venju-
legu“ vélarnar eru ódj'rari og einfald-
ari í viðhaldi. Hafa ekki verið gerðar
verulegar breytingar á þeim, og er
mikið af þeim enn flutt til landsins.
Hefur SÍS til dæmis flutt BTH vélar
frá Englandi og „Laundry Queen“ vél-
ar frá Bandaríkjunum.
Það er ekki nema rúmlega áratug-
ur liðinn, síðan sjálfvirkar þvottavél-
ar voru fjrrst sendar á markaðinn.
Þarf ekki að lýsa þeim frekar, því að
þær þvo, skola og vinda sjálfar, án
þess að nokkuð sé við þær átt á með-
an. Hefur um skeið komið nokkuð af
slíkum vélum til landsins, og í Reykja-
vík getur hver sem vill fengið að
reyna þær í þvottahúsinu Snorralaug.
Þar eru 18 „Laundromat“ þvottavélar
frá Westinghouse verksmiðjunum,
hinar sömu sem SIS flytur inn og not-
aðar eru á heimilum. Er einnig hægt
að fá sérstakan þurrkara, sem er ná-
kvæmlega eins í laginu og þvottavél-
in og á að standa við hlið hennar.
Þessar sjálfvirku þvottavélar eru,
eins og útlit þeirra ber með sér, gerð-
ar með það fyrir augum, að þær séu
hafðar í eldhúsi eða þvottakrók við
eldhús. Þannig koma þær að fullum
notum, er húsmóðirin flevgir í þær
óhreinu taui jafnóðum og þarf ekki
að standa yfir vélinni, meðan hún
þvær, heldur getur unnið ýms önnur
störf. Hér á landi hafa margir orðið að
hafa þessar vélar í þvottahúsi, og
koma þær ekki að fullum notum með
þeirri skipan. — „Venjulegar“ þvotta-
vélar kosta nú flestar um 5 000 krónur
hingað komnar, en „Laundromat“
sjálfvirkar vélar kosta 7 200 kr.
UPPÞVOTTAVÉLAR.
Fyrir heimsstyrjöldina var byrjað
að selja uppþvottavélar fyrir heimili,
en nú eru á markaðinum slíkar vélar,
sem eru algerlega sjálfvirkar. Eru þær
fáanlegar af jhnsum gerðum, og þykir
sérlega hentugt að kaupa þær þann-
ig, að þær séu innbyggðar í eldhús-
borð.
Uppþvottavélin er þannig, að allt
það, sem þvo á, er sett á vírgrind í
vélinni. Síðan sprautar hún heitu
sápuvatni með miklum þrýstingi á
diskana, pottana og hvað það nú er,
sem verið er að þvo upp. Eftir það
dælir hún skolvatni á það og tekur
þessi þvottur 15 mínútur. Loks blæs
vélin heitu lofti og þurrkar diskana,
og er hún 20 mínútur að því.
Venjuleg uppþvottavél frá West-
inghouse getur tekið allan borðbún-
að, notaðan við máltíð 8 manna í einu,
eða borðbúnað fjögurra manna, ef
pottar og pönnur teljast þar með.
Vatnseyðslan er 28 lítrar af heitu
vatni fyrir hvern þvott. SlS flytur inn
tvær tegundir uppþvottavéla, West-
inghouse og Hobart, og kosta þær um
8 000 krónur. Hægt er að fá vask með
úrgangskvörn og uppþvottavél allt
sambyggt.
Þá hefur Sambandið flutt inn
sænska uppþvottavél, Husquarna,
sem er að mörgu leyti athyglisverð,
en þó ekki sjálfvirk. Þessi vél er mjög
einföld og hefur reynzt þvo ágætlega.
Hún hitar sjálf vatnið með rafmagni,
en blæs ekki lofti til að þurrka. Hus-
quarna kostar um 5000 kr.
ÚRGANGSKVÖRN.
Eitt af hvimleiðari verkum hús-
móðurinnar er án efa að bera út úr-
gang og ekki fegrar það umhverfi húsa
að hafa úrgangstunnur við þau. Tækn-
in er nú á góðri leið með að leysa þenn-
an vanda með úrgangskvörninni.
Þessi kvörn, sem hefur rutt sér mjög
til rúms eftir styrjöldina og er þegar
komin á nokkur heimili hér á landi,
er fest í frárennsli á vaski þeim, sem
húsmóðirin notar, og er öllum al-
mennum úrgangi hleypt niður um op
á vaskinum í kvörnina. Hún malar
síðan þannan úrgang og blandar hann
vatni, svo að hann getur runnið út í
venjulegt skolpræsi. Að vísu þarf að
gæta þess að láta ekki skeiðar, dósir
eða aðra málma í kvörnina, og stærstu
beinum vinnur hún ekki á, en utan
þess megninu af öllum venjulegum úr-
gangi á heimilum. Öryggisútbúnaður
er á kvörninni, þannig að hún hættir
að mala ef vatn rennur ex;ki til henn-
ar.
Urgangskvörn frá Westinghouse
(sem gengur undir nafninu „Waste-
away“) kostar hingað komin um 4000
krónur og má tengja kvörnina undir
hvern venjulegan vask.
STEIKAROFN.
Nýlega er byrjað að flytja til lands-
ins nýtt heimilistæki, sem er kallað
Hústnóðir við upp\>vottavél.
19