Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 21
Eisenhower eða
Stevenson?
(Frh. af bls. 17)
krata um mannréttindi, þ. e. réttindi
blökkumanna, og varð hún til þess,
að suðurríkin buðu sérstaklega fram
1948. Nú eru ýms merki þess, að
stuðningur þeirra sé ekki eins heill
og áður. Eisenhower hefur fyrstur
allra frambjóðenda repúblíkana hætt
sér í kosningaleiðangur til þessara
ríkja, og var vel tekið. I Texas hefur
og komið upp mikill klofningur (út af
því, hvort fylkin eða ríkið eigi olíu-
réttindi á sjávarbotni innan land-
helgi), og getur farið svo, að Texas
styðji Eisenhower.
Blökkumenn sjálfir, bæði í suður-
ríkjunum og borgum norðurríkjanna,
er enn einn kjósendahópurinn, sem
vert er að taka eftir. Þrátt fyrir það,
að verstu fjandmenn þeirra í suður-
ríkjunum eru demókratar, styðja þeir
flokkinn, sökum þess, að hinir frjáls-
lyndu demókratar norðurríkjanna
hafa átt frumkvæði að flestum rétt-
arbótum blökkumanna og stutt þær
af mestri einlægni.
Einstök þjóðabrot hafa mikil áhrif
á kosningar í sumum ríkjum. Þannig
er um Ira í borgum austurstrandar-
innar, og hafa margir bandarískir
stjórnmálamenn þurft að hafa í huga
hatur þeirra á Englendingum, sem er
oft heiftarlegra en á írlandi sjálfu.
Italir eru annað þjóðabrot, fjölmennt
á sömu slóðum, og Gyðingar hið
þriðja. Þeirra vegna munu amerísk
stjórnarvöld ekki veita fjandmönnum
Israels, til dæmis Egyptum, eins mik-
inn stuðning og ella.
Fjölmargt fleira mætti nefna, sem
getur haft áhrif á kosningarnar. Má
sjá það á kosningabaráttunni, ferð-
um frambjóðenda, ræðum þeirra og
vah þeirra, hvernig reynt er að þókn-
ast hinum einstöku hópum. Steven-
son var valinn meðal annars vegna
þess, að hann getur sameinað demó-
krata í suður- og norðurríkjunum, og
varaforsetaefni hans, Sparkman, var
valinn til að friða suðurríkin. Þegar
Eisenhower hafði verið valinn, var
tekinn sem varaforsetaefni ungur
maður frá Kaliforníu, til þess að hafa
áhrif á íbúa vesturstrandar landsins.
FLEIRI EN TVEIR
FLOKKAR.
Það er sjaldan talað um aðra flokka
í Bandaríkjunum en demókrata og
repúblíkana, enda þótt margir fleiri
séu þar til. En þeir eru allir mjög litl-
ir og hafa enga teljandi þýðingu. Hef-
ur margt stuðlað að því, að fleiri
stórir flokkar hafa ekki orðið til, með-
al annars kosningafyrirkomulagið.
Meðal annara flokka, sem bjóða
fram, má nefna jajnaðarmenn, sem
fengu 139 000 atkvæði við síðustu
kosningar, en komust hæst upp í
897 000 fyrir fju'ri styrjöldina, og á-
líka mikið kreppuárið 1932. Árið 1924
sameinuðust þeir frjálslyndum og
buðu fram kunnan stjórnmálamann,
La Folette, sem hlaut 4,8 milljónir at-
kvæða. Bannmenn buðu oft fram, og
fengu lengi vel um fjórðung milljón-
ar. Þeir fengu áfengisbanni fram-
gengt, sem kunnugt er, en hafa öðru
hverju boðið fram eftir að því var
aflétt. Þeir hlutu 103 000 atkv. við
síðustu kosningar. Kommúnistar
buðu fram 1932 og 1936, og fengu um
og innan við 100 000 atkv. Nokkra
fleiri flokka mætti nefna, en þeir
hafa fæstir boðið oft fram, né haft
neina þýðingu. Merkastur slíkra
flokka er Ameríski verkamannajlokk-
urinn í New York, sem hefur þar
sterka aðstöðu, en hann hefur venju-
lega stutt demókrata, og gerir það
enn.
HELZTU MÁLEFNIN.
Hér er ekki rúm til að ræða ítar-
lega þau málefni, sem bandrísku for-
L
setakosningarnar snúast um. Hæst
ber þá skoðun repúblíkana, að demó-
kratar hafi verið of lengi við völd,
spilling sé mikil í stjórn þeirra, og
tími sé til þess kominn að skipta um
stjórn. Repúblíkanar kenna stjórn-
inni um, hvernig komið er í Kóreu,
telja stefnu demókrata munu leiða til
sósíalisma og einræðis. Demókratar
verjast öllu þessu, benda á velmegun
undanfarinna ára, lofa bændum
áframhaldandi tryggingu á afurða-
verði og heita verkamönnum, að þeir
muni afnema Taft-Hartley lögin.
Flestir kunnugir munu sammála
um það, að Bandaríkjamenn velji nú
um tvo mjög hæfa og dugandi menn.
Eisenhower er heimskunnur, en
Stevenson hefur reynzt vera góður
stjórnandi í Illinois, er tvímælalaust
einn mesti ræðumaður, sem Banda-
ríkin hafa lengi átt, og virðist vera
alvöruþrunginn og gerhugsandi mað-
ur.
Persier og járnið
(Frh. af bls. 11)
hér á landi t sambandi við björg-
un skipsins, og eignaðist hann hér
marga vini. Það er síðast aj hon-
um að segja, að hann tók við stjórn
á stóru olíuskipi, sem síðar í stríð-
inu var sökkt úti fyrir ströndum
Mið-Afríku. Fórst Heusser þar
með skipi sínu.
SAGA JÁRNSINS.
Nú er þessu flókna ævintýri þar
komið, að skip og skipshöfn eru far-
in frá íslandsströndum og bifreiðarn-
ar allar kornnar í umferð, en hrájárn-
ið eitt var eftir á Dynskógafjöru við
Kotlutanga. En saga þess er engan
veginn á enda.
Talið er víst, að um 5 000 smálest-
um af járni hafi verið kastað úr Per-
sier og var það í tveim eða þrem hrúg-
um á sandinum. Var hægt að ganga
út að því á fjöru, en verð á járni var
þá ekki svo hátt, að það þætti borga
sig að bjarga járninu og flytja það
til Reykjavíkur. Þó tóku bifreiðastjór-
ar í Vík, sem aðstöðu höfðu til ódýrs
flutnings til höfuðstaðarins, í samráði
við bændur í Kerlingadal, nokkra
farma af járninu. Koma Kerlingadals-
bændur hér fyrst við sögu, þeir And-
21