Samvinnan - 01.10.1952, Page 22
rés A. Pálsson og síðar Daníel Guð-
brandsson, þar sem fjara sú, er járn-
inu bafði verið kastað á, hefur lengi
heyrt undir jörðina Kerlingadal.
Næstu ár var öðru hverju tekið
smávegis af járninu, en smám sam-
an sökk það í sandinn. Verða á þess-
um slóðum nær stöðugar smábreyt-
ingar á strandlengjunni. Reyndist
stöðugt erfiðara að komast að járn-
inu, og var síðast bjargað af því á
þann hátt, að menn stukku bundnir
fram í sjó og komu aftur með sitt
stykkið undir hvorri hendi. Þurfti
stundum að draga þá á land, ef útsog
/nnnar miklu úthafsbáru náði þeim.
Þá var einnig notaður björgunarfleki
og járnstengur teknar upp með
í.veggja metra löngum töngum, er sér-
staklega voru til þess gerðar. Síðast
var vitað um járnið 1945, en eftir það
týndist staðurinn og var ekki með
vissu ljóst, hvar hrúgurnar tvær væru.
Féll nú járnið úr Persier í gleymsku
í nokkur ár.
Þá gerðist það eftir að Kóreustyrj-
öldin hófst, að verð á járni stórhækk-
aði. Vöknuðu þá endurminningar
manna um járnið á söndunum; hug-
kvæmdist tveim mönnum, Erlendi
Einarssyni og Birni Björnssyni, að at-
huga möguleika á björgun járnsins.
Sneru þeir sér til bændanna í Kerl-
ingadal og fengu hjá þeim leyfi til að
leita að járninu á Djmskógafjöru, og
framseldan með samningi þann rétt,
sem bændurnir ættu til járnsins.
Fengu þeir Þorstein Thorsteinsson
verkfræðing til að leita með segul-
tækjum að járninu og Sófónías Páls-
son landmælingamann til að kort-
leggja staðinn, ef járnið fyndist. Fóru
þeir fjórar ferðir á sandinn, en árang-
urslaust.
Nú féll málið enn niður, þar til síð-
astliðið vor, að þeir Klausturbræður,
Flelgi, Bergur, Júlíus, Siggeir og
Valdimar Lárussynir, koma til sög-
unnar og fá leyfi hjá Skipaútgerð rík-
isins til að reyna að bjarga járninu,
og gerði útgerðin fyrir hönd ríkissjóðs
við þá samning um það efni. Var hann
undirritaður 20. maí í vor. Klaustur-
bræðrum var þá ókunnugt um samn-
inga þeirra Erlendar og Björns við
Kerlingadalsbændur. Flófu þeir nú
með aðstoð Gunnars Böðvarssonar
verkfræðings leit að járninu á sand-
inum og 30. júní fundu þeir aðra
járnhrúguna, en skömmu síðar hina.
Reyndust þær vera nokkru ofan við
flæðarmál á þeim stað, þar sem
Blautakvísl rennur til sjávar og var
önnur hrúgan í árfarveginum. Tóku
þeir nú að undirbúa leiðangur til að
grafa upp járnið, útveguðu sér vinnu-
vélar og skúr fyrir verkamenn.
En nú fór málið að verða flókið.
Um miðjan júlí sögðu Kerlingadals-
bændur upp samningum við þá Er-
lend og Björn, en þeir véfengja heim-
ild bændanna til að segja upp þeim
samningi. 25. júlí kom leiðangur úr
Reykjavík austur á sanda og sló tjöld-
um við Hafursey. Hafði hann vinnu-
vélar og kváðust leiðangursmenn
komnir á vegum bændanna og ætla
að grafa upp járnið. Ríkti um skeið
hernaðarástand á sandinum, þar sem
tyeir leiðangrar stóðu þess albúnir að
hefja gröftinn með vinnuvélum og
hvers konar tækjum. Skarst þá sýslu-
maðurinn í Vík í leikinn og bað
Klausturbræður að fresta aðgerðum
sínum.
Um mánaðamótin júlí—ágúst fluttu
Reykvíkingar sig út á sandinn og
byrjuðu að grafa eftir járninu. Þótti
nú Klausturbræðrum, sem og þeim
Erlendi og Birni, að gengið væri á
rétt þeirra og fóru fram á það við
sýslumann, að hann legði lögbann við
aðgerðum hins leiðangursins. Náði
það fram að ganga 5. ágúst, en leið-
angursmenn höfðu þá ekki náð neinu
járni upp. Vék nú leiðangur þessi af
sandinum.
Nú höfðu þeir Klausturbræður ann-
ars vegar, en Erlendur og Björn hins
vegar, gert samkomulag og gengu
hvor inn í annars samninga um þessi
mál. Byrjaði nú leiðangur þeirra að
grafa eftir járninu. Komust þeir brátt
niður á járnið og byrjuðu að ná því
upp. En þá kröfðust Kerlingadals-
bændur lögbanns á þá og var það lagt
á 30. ágúst. Flöfðu þeir náð upp 40
lestum af járni, áður en þeir voru
stöðvaðir, þar af 15 lestum síðasta
daginn.
Nú komu fleiri aðilar til sögunnar,
ríkissjóður og Trolle og Rothe fyrir
hönd eigenda skips og farms. Voru nú
allar framkvæmdir stöðvaðar vegna
gagnkvæmra lögbanna, og var svo
enn, þegar þetta var skrifað.
Hinn 23. ágúst féll dómur sýslu-
manns í Vík út af staðfestingu á fyrra
lögbanninu. Var mikið um að vera þar
í þorpinu, þegar réttarhíildin fóru
fram, og voru þau flutt af skrifstofu
sýslumanns í samkomuhúsið, til þess
að hinn mikli fjöldi áheyrenda kæm-
ist að. Dómur sýslumanns var á þá
lund, að hann felldi lögbannið nið-
ur. Þeim dómi var þegar áfrýjað til
hæstaréttar, og stendur því bannið,
unz þar fellur dómur á nýjan leik.
Þá var höfðað mál til staðfestingar
hinu seinna lögbanni, og eru fimm að-
ilar að því máli, Klausturbræður og
Kerlingadalsbændur, ríkissjóður, Er-
lendur og Björn og Trolle og Rothe.
Af þessu öllu er ljóst, að málaferl-
um þessum er hvergi nærri lokið enn,
og er það algerlega óráðið, hver dæm-
ist vera eigandi járnsins, ef það hverf-
ur þá ekki í greipar úthafsins, áður
en málaferlum lýkur. Virðist augljóst,
að málaferlin muni kosta mikið fé,
björgun ávallt verða dýr og flutning-
ar til Reykjavíkur einnig, en til nokk-
urs er að vinna, því að áætla má, með
núverandi verðlagi á járni, að í sand-
inum á Dynskógafjöru sé grafið hrá-
járn fyrir 6—8 milljónir króna.
Iðnsýningin
(Frh. af bls. 5)
sýningapallar mjólkurbúanna með
osti, smjöri, þurrmjólk og fleiru. Loks
voru sýnd líkön af mjólkurvinnslu-
vélum og töflur um framleiðslu mjólk-
urbúanna.
Síðasta herbergi Sambandsins er
sýningareldhús þess. Hefur litlu, en
snotru sýningareldhúsi verið komið
fyrir í stofunni og það búið fullkomn-
um tækjum, en áhorfendapallar gerð-
ir umhverfis. Þarna fóru fram öðru
hverju sýningar á matreiðslu osta-
rétta og var gestum boðið að gæða
sér á þeim á eftir. Einnig sjmdi kjöt-
gerð KEA um skeið vörur sínar í eld-
húsinu. Var oft þröng í stofu þessari,
en þar var einnig gefið rit með osta-
réttum, sem Helga Sigurðardóttir
hafði tekið saman. Vakti þetta eld-
hús mikla ath)'gli sýningargesta.
Fyrsta stofa framan við Sambands-
deildina var sýning Kaupjélags Ey-
jirðinga. Sýndi félagið þar hina marg-
víslegu iðnaðarstarfsemi sína, efna-
gerð, mjólkurbú, smjörlíkisgerð, stál-
húsgagnasmíði, kjötgerð, skipasmíð-
22