Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 26
2796 manns j
hafa líftryggt sig hjá Andvöku
undanfarin tvö ár.
f
Var tala liftrygginga i gildi hjd félaginu um {
síðustu áramót orðin 6.139 og tryggingastofn- j
inn þá 35.496.000 krónur. Þá var trygginga- {
sjóðurinn, sem er eign hinna tryggðu, orðinn
3.569.000 krónur. — Allt þetta sýnir, að And-
vaka er traust og hraðvaxandi félag, og þeim
fjölgar með degi hverjum, sem líftryggja sig
hjá þvi. Líftrygging er bezta öryggi, sem hœgt (
er að veita hverri fjölskyldu. |
Leitið upplýsinga í skrifstofu Andvöku i Sam- [
bandshúsinu, simi 7080, eða hjá umboðs- j
mönnum, sem eru um allt land. j
Er stóriðja eina leiðin?
(Frh. af 5. siðu)
hafa ekki verið notaðir. Hefur aðallega verið talað um
alúmínumvinnslu í sambandi við slíkar virkjanir og mun
það satt vera, að erlend alúmínumfyrirtæki hafi athugað
aðstæður allar. Orkan er svo mikilvæg við framleiðslu
þessa undramálms, að hráefni eru flutt langar leiðir til
hennar og gæti það haft úrslitaþýðingu fyrir hag íslenzku
þjóðarinnar, ef slík stórframleiðsla tækist hér á landi.
Norðmenn hafa kornið slíkum verksmiðjum upp fyrir
löngu, og einmitt á þessu hausti hefur verið frá því skýrt,
að ameríski alúmínumhringurinn hyggist gera stórvirkj-
un langt inni í fjöllum Alaska og hefja þar alúmínum-
vinnslu. Mun þar á næstu 2—3 árum rísa stærsta borg
þess lands með um 20 000 íbúum. Sörnu sögu er að segja
víðar um heim.
Suðvestur í Atlantshafi er eyland, sem að ntörgu leyti
er líkt Islandi. Það er Nýfundnaland, þar sem 350 000
manna þjóð hefur um aldir búið í fátækt — og lifað nær
eingöngu á fiskveiðum. Nú er þessi þjóð (sem hluti af
Kanada) búin að snúa sér að iðnaði í stórum stíl og bygg-
ir framtíðarvonir sínar um velmegun og öryggi meira á
þeirri grein en hinurn stopulu fiskveiðum, sem að vísu
geta gefið vel af sér, þegar aflaár koma. Undir forustu dug-
andi manns, J. Smallwood, hefur stjórnin þar reist þrjár
fyrirmyndarverksmiðjur (þar á meðal sementsverksmiðju)
og hefur síðan gert mikið átak til þess að fá erlent fjár-
magn inn í landið til að koma upp fleiri verksmiðjum og
tryggja þannig stóraukna framleiðslu, meiri atvinnu og
velmegun.
Nýfundnalandsmenn hafa, eins og svo til allar aðrar
þjóðir, sem þurft hafa að lyfta slíkum Grettistökum í efna-
hagsmálum sínum, reynt að lokka erlent fjármagn inn
í land sitt. Þá leið fara nú nýfrjálsar þjóðir í öllum heims-
álfum, þar sem mikil verkefni bíða óleyst, og hafa flestir
litið á þetta sem leið til efnahagsöryggis og bættra Iífs-
kjara, en ekki til ánauðar.
Hér á landi er lítið talað um erlent fjármagn, annað en
það, sem tekið er að láni erlendis eða þegið sem gjafir. Þó
hefur þetta mál skotið upp kollinum, og virðist auðsætt,
að það þurfi að athuga rækilega, því að varla munu stór-
virkjanir og stóriðja hugsanleg hér á landi, án mikils ut-
anaðkomandi fjár, hvaða form sem haft verður á því.
Norðmenn hafa leyst vandamál sín á þennan hátt, og
síðan hafa þeir með tímanum sjálfir eignazt mannvirkin
og verksmiðjurnar. Enda þótt full ástæða sé til þess að
hleypa fjármagni inn í landið með fyllstu varúð, er rétt
að íhuga það mál gaumgæfilega og bera það saman við
lánaleiðina.
Stóriðja er færasta Ieiðin — ef til vill eina leiðin til þess
að tryggja og bæta lífskjör íslendinga, og það er aðkall-
andi að gera stór átök á því sviði til að tryggja framtíð
þjóðarinnar.
26