Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 28
Stúlkan úr Svartaskógi
Framhaldssaga eftir Louis Bromfield
Gamla húsið er horfið, brotið niður, rifið, eins og svo
mörg önnur hús í New York, sem hverfa án þess að skilja
nokkrar minningar eftir. I stað þess er komið risastórt
íbúðarhús, engu síður minnismerki sinnar samtíðar en
garnla brúnsteinsbyggingin með georgísku framhliðinni
var um nítjándu öldina. Það eru aðeins örfá ár síðan hús-
ið var rifið, en það er þegar horfið í skaut gleymskunnar.
Þegar menn ganga framhjá hinum kuldalegu aðaldyr-
um skýkljúfsins, er erfitt að muna, hvaða hús stóð þar
áður fyrr. Eg man það vel, af því að ég kom þar oft.
Garnla húsið var stundum þesslegt, að þar væri búið,
að börn fæddust þar, fólk dæi þar og haldnar væru hús-
kveðjur fyrir það. Það leit út eins og fólk gengi fram og
aftur, borðaði, svæfi og elskaðist innan stóru, gamaldags
mahoníhurðanna. Það voru hlerar fyrir gluggunum á
sumrin, en á veturna voru þeir teknir frá og nýþvegin
gluggatjöld voru sett upp. A vorin sáust jafnvel blóm í
gluggunum á fyrstu hæð.
Þannig leit gamla húsið út, en í raun réttri var þar allt
dautt. Eina mannveran, sem sást koma út úr því, var
gamall maður, auðsýnilega enskur og auðsýnilega einka-
þjónn. Hann kom út um hliðardyr einhvern tíma síðdeg-
is, og kom svo aftur nokkru síðar með einn eða tvo böggla.
Stundum kom sendisveinn einhvers kaupmannsins, — en
að öðru leyti sáust engin lífsmerki.
Eftir því sem árin liðu fjölgaði stórbyggingum í ná-
grenni gamla hússins, en það stóð óbreytt. Ef fylgzt var
með því fram á kvöld, mátti sjá annan gamlan mann, há-
vaxinn, grannan og veiklulegan, koma út um hliðardyrnar.
Hann gekk stuttan hring um göturnar, en hvarf svo aft-
ur inn í húsið.
Það var líf í húsinu, en líf á mörkum dauðans. Frændi
minn bjó þar, og ég geri ekki ráð fyrir, að þér kannizt við
nafn hans. En sú var tíðin, fyrir aldamótin, að nafn hans
var á hvers manns vörum í New York. Þegar konan hans
dó, var hann viðstaddur jarðarförina, en fór síðan inn í
gamla húsið og sagði skilið við umheiminn, sem hann þó
unni mjög í eina tíð. Mér er minnisstætt, hvenær þetta
var, af því að Helena var grafin þrem dögum eftir að
Windsor gistihúsið brann.
2.
Á bernskudögum mínum var húsið nákvæmlega eins og
hús stórauðugs fjármálamanns átti að vera. Mikael Denn-
ing lifði á öld hinna miklu auðmanna, og hann komst yfir
auðæfi sín á miskunnarlausan, óskammfeilinn og sam-
kvæmt hugmyndum nútímans sviksamlegan hátt. Þeg-
ar ég kynntist honum, var hann orðinn gamall maður,
en samt í fullu fjöri, með grátt vangaskegg og í gljáfægð-
um stígvélum. Honum lá hátt rómur og það var vald-
mannssvipur á honum, eins og vænta mátti af slíkum
nianni. Hann var að vissu leyti hálfgerð ófreskja.
Þessi manntegund er ennþá til, en nú hafa þeir ekki
lengur tækifæri til að kúga, svindla og ræna. Veröldin —-
og þar með New York — hafa breytzt stórlega, að ýmsu
leyti til hins betra, en að öðru leyti til hins verra. Ég hef
séð margar breytingar stig af stigi, og sagan af Ogden, syni
Mikaels Denning, er saga breytinga. Hann fæddist ekki
á réttum tíma. Hann hefði, að minni hyggju, átt að fæð-
ast sex áratugum fyrr, eða í samtíð okkar. Ohamingja
hans var að fæðast inn í heim, sem var á milli tveggja
alda, heim, sem var fullur hræsni, sora og buraháttar.
Mikael gamli var í mörg ár giftur sviplausri almúgakonu,
sem ekki gat alið honum börn, en stjórnaði heimili hans
eins og herforingi, skammaði þjónustufólkið og reifst við
kaupmennina. Hann gekk að eiga hana, þegar hann var
ungur og fátækur og hún var þróttmikil og dugleg, en síð-
an breyttist hún smám saman í mesta skass. Hann lét
sig það litlu skipta, af því hann var önnum kafinn við að
vinna mikil auðæfi, og tapa þeim aftur.
Hann hefði gjarna viljað eignast börn, en hún veitti
honum þá ánægju ekki. Smám saman skipti hann sér
minna og minna af henni, en lagði lag sitt við dansmeyjar
28