Samvinnan - 01.03.1954, Qupperneq 7
Undirbúning að sjónvarpi á
íslandi þarf að hefja strax
Sjónvarpið getur - fyrr eða síðar - orðið
mikilvægt menningartæki hér á landi
Af hverju hefur ekki verið meira
talað og skrifað um sjónvarp á Islandi
en raun ber vitni? Hér gleypa menn
við hvers konar nýjungum og kaupa
til landsins fullkomnustu vélar og
tæki, en samt hefur ekki verið alvar-
lega talað um að hefja hér sjónvarp.
Ríkisútvarpið mun að vísu hafa
fylgzt nokkuð með sjónvarpinu og út-
varpsstjóri hefur á stuttum starfs-
ferli sýnt því áhuga. En það var ekki
fyrr en mjög nýlega, að fyrst var bor-
in fram tillaga á alþingi um rannsókn
á því, hvort ekki sé tími til þess kom-
inn að hefja sjónvarp hér á landi.
Á síðasthðnu ári birti Samvinnan
grein um sjónvarp. Nú hefur ritstjóra
blaðsins njdega gefizt tækifæri til að
kynnast lauslega sjónvarpi og gat
hann ekki betur séð, en að þessi nýja
tækni sé þegar að verða fjárhagslega
viðráðanleg fyrir íslendinga og eigi
sennilega mikið erindi til þeirra. Þetta
er að vísu ályktun leikmanns, dregin
af ýmsum ytri aðstæðum, en ekki
byggð á ítarlegri athugun.
Fyrir örfáum árum var sjónvarp svo
dýrt, að óhugsandi var fyrir smáþjóð
eins og Islendinga að koma upp sjón-
varpsstöð. En framfarir á þessu sviði
hafa verið ótrúlega örar og þessi nýi
„miðill“ hefur breiðzt út, orðið al-
manna eign, í hverju landinu á fætur
öðru. Er því ástæða til að ætla, að öll
tæki til sjónvarps séu ódýrari og
reynsla af þeim svo miklu meiri en
áður, að tími sé til þess kominn fyrir
íslendinga að ganga í hóp þeirra
þjóða, sem hafa byrjað sjónvarp eða
eru að undirbúa það.
I Bandaríkjunum er sjónvarp eins
og útvarp í höndum einstaklinga og
félaga, en þó háð nokkru ríkiseftir-
liti. Þar hafa fjöldamörg dagblöð og
útvarpsstöðvar, sem eru töluvert
veigaminni fyrirtæki en ríkisútvarpið
og sízt fjársterkari, komið sér upp
sjónvarpsstöðvum. Þegar sltkar smá-
stöðvar eru skoðaðar, er erfitt að trúa
því, að öflug, opinber stofnun á Is-
landi geti ekki alveg eins komið sér
upp slíkri stöð.
Þessar smástöðvar geta að vísu
keypt mikið af efni sínu frá stórum
útvarpsfélögum og þurfa því ekki að
annast nema 10—20% af sjónvarps-
efni hvers dags sjálfar. En þær sjón-
varpa frá klukkan 8 á morgnana til
miðnættis óslitið. Hér á landi væri
væri mjög vel við unandi, þótt ekki
væri byrjað með meira en 2—3 tíma
sjónvarpi á kvöldin, sem eftir nokkur
ár mætti auka upp í 4—-5 tíma.
A sjónvarpið erindi til
Islendinga?
Sjónvarpið er enn á bernskustigi og
því á vafalaust eftir að fara mjög fram
á næstu árum. Það hefur vaxið mjög
ört — og orðið umdeild stofnun í þeim
löndum, sem mest hafa af því. Eitt er
þó ekki hægt að deila um, en það eru
hinar geysimiklu, almennu vinsældir
sjónvarpsins.
Ymislegt bendir til þess, að gagn-
rýnin á sjónvarpinu hafi verið óþarf-
lega hörð í fyrstu og gallarnir að veru-
legu leyti barnasjúkdómar nvrrar
Eisenhower forseti sést hér fylgjast með pvi i
sjónvarpi, er flokksþing republikana kaus hann
forsetaefni. Sjónvarpið hefur haft mikil álirif á
stjórnmálasviðinu — til góðs að þvi er fefstir
telja.
tækni. Fólk situr ekki óslitið við sjón-
varpstækin kvöld eftir kvöld lengur,
heldur lærir að „skrúfa fyrir“, rétt
eins og gerðist með útvarpið á fyrstu
árum þess. Efni sjónvarpsins fer einn-
ig batnandi, og tilraunir hafa verið
gerðar með mjög athyglisverða dag-
skrárliði.
Sjónvarpið á erindi til Islendinga
eins og annara, vegna þess að það er
ný tækni, sem er að verða þáttur í
daglegu nútímalífi. Það mun hafa sér-
staka þýðingu fyrir íslenzk heimili í
skar .mdeginu og í dreifbýlinu, þegar
þao nær þangað. Loks gefur sjónvarp-
ið einstakt tækifæri til þess að halda
uppi fræðslu og menningarstarfi. Það
gæti vel orðið háskóli, sem næði inn
á hvert heimili.
Það er að vísu dýrt að færa upp
heil leikrit í sjónvarp, en þó ætti að
vera viðráðanlegt að færa útvarps-
leikritin á svið og sjónvarpa þeim, og
vel mætti sjónvarpa heilum leikritum,
sem sýnd eru í landinu. En það er
hægt að setja saman með miklu minni
kostnaði dagskrárliði, sem mundu
verða fróðlegir og skemmtilegir.
Fréttamenn mundu sjást með kort og
myndir til skýringar, fréttakvik-
myndir utan úr heimi og viðtöl við
fólk, sem kemur við daglegar fréttir.
Þá mætti sýna margskonar frétta-
kvikmyndir og allt annað, sem nú er
kvikmyndað í stórum stíl í landinu.
Væri ekki ánægjulegt að sjá kvik-
myndir úr óbj^ggðum, úr fjarlægum
byggðum, kvikmyndir af atvinnufyr-
irtækjum?
Erindin í útvarpinu eru ekki öll
skemmtileg, þótt flest séu um athygl-
isvert efni. En væri ekki munur að
geta sýnt muni úr þjóðminja- eða
byggðasöfnum, listasöfnum, sýnt
(Framh. á bls. 20)
7