Samvinnan - 01.03.1954, Page 9
Sjahlan hefur ein þjóð brotið af sér hlekki ófrelsis eins og Frakkar gerðu i byltingunni. Hér
sjdst Parisarbuar rifa niður hið illrœmda fangelsi, Bastille.
kölluðum „Guðs dómi“, en til hans
taldist m. a. járnburður og fleiri
„sönnunaraðferðir“, er meira voru
metnar en vitnisburður heyrnar- eða
sjónarvotta. Járnburði var sérstak-
lega beitt, er sanna skyldi galdur á
sakborning. Gæti sakborningur borið
eða tekið upp á ákveðinn hátt rauð-
glóandi málmstykki, var hann sak-
laus. Skorti hann hinsvegar þrek til
þess, var hann sekur fundinn. A
þrettándu, fjórtándu og fimmtándu
öld var þó slíkur „Guðs dómur“ for-
dæmdur af páfa, enda véku þessar
sönnunaraðferðir smám saman fyrir
réttarprófum og vitnisburði. Er tím-
ar liðu, varð og lögsaga lénshöfðingj-
anna takmarkaðri og háðari þjóð-
höfðingjunum.
I refsimálum höfðu höfðingjar and-
legrar og veraldlegrar stéttar rétt til
að láta þjóðþingin dæma mál sín.
Refsingar voru mjög mismunandi
eftir stöðu og stétt sakbornings. Rétt-
arhöld og yfirheyrslur fóru fram fyr-
ir luktum dyrum, og hinn ákærði fékk
engan verjanda. Auk þess höfðu þjóð-
höfðingjar ótakmarkað vald til að
skerast í mál á öllum stigum þess og
kveða upp dóma, réttláta eða rang-
láta, eftir geðþótta. Konungur gat
með sérstakri fyrirskipan (lettre de
cachet) látið fangelsa hvern og einn
án dómsúrskurðar. Hann gat og fellt
niður ídæmda refsingu sakbornings.
Einnig gat hann frestað málarekstri
eftir geðþótta.
Gangur dómsmála var ennfremur
ákaflega seinn. Þau mál, er dæmast
skyldu endanlega af þjóðþingum,
höfðu oft áður gengið í gegnum fjög-
ur dómstig eða fleiri. Þá var mála-
rekstur svo dýr, að fátækir menn gátu
eigi náð rétti sínum með aðstoð dóm-
stóla.
Það var fyrst á síðustu stjórnarár-
um Lúðvíks fjórtánda, að hafin var
opinber útgáfa á gildandi lögum í
landinu. I stjórnarskránni frá 1791 er
boðið að gefa út heildarlögbók.
Stjórnarskráin frá 1791 grundvall-
aðist á fyrstu mannréttindayfirlýs-
ingunni frá 1789. Þar komu fram
grundvallaratriði, sem höfðu mikil
áhrif á löggjöf flestra ríkja heims á
nítjándu öld. Mannréttindayfirlýs-
ingin frá 1948 byggir að verulegu leyti
á þessum sömu grundvallaratriðum.
Þessi undirstöðuatriði voru m. a., að
enginn skyldi handtekinn án heimild-
ar í lögum, og gilti þá ákveðin máls-
meðferð.
Varðhald, áður en málsrannsókn
hófst, var afnumið, þegar um minni-
háttar misgerð eða afbrot var að
ræða, og lagaheimild var til að láta
þá, er sóttir voru í refsimálum, lausa
um stundarsakir gegn tryggingu,
meðan málaferli stóðu. Eigi var það
lengur skjdda sakborninga að sanna
sakleysi sitt, heldur hvíldi sönnun-
arskylda um sök hans á dómstólun-
um. Þá fékk varnaraðili rétt til að
velja sér lögfræðing til varnar máli
sínu.
Á Englandi varð samræmd heildar-
löggjöf fyrr til en annarsstaðar í Evr-
ópu. Jafnvel enn gilda ákvæði um
mannréttindi í enskum lögum, er sett
voru á síðari hluta 13. aldar.
I ensku Frelsisskránni (Magna
Carta) frá 1215 segir m. a., að eng-
an frjálsan mann megi handtaka,
fangelsa, gera útlægan eða landræk-
an eða á nokkurn hátt tortíma nema
samkvæmt dómi að landslögum. Þó
varð í þessu efni afturför á tímabili.
Mannfrelsi og mannhelgi var mjög
heft á tímum hinna svokölluðu „Rósa-
stríða“ og meðan Tudor- og Stuart-
harðstjórnin stóð. Á því tímabili var
réttarfar að hinum mestu ólögum. Án
stoðar í lögum voru menn dæmdir af
ýmiskonar auka-dómstólum. Menn
voru neyddir til játningar með mis-
þyrmingar- og pyntingartækjum. Ó-
lögleg eignaupptaka var algeng og
hverskonar yfirtroðslur laga. Parla-
mentið reis gegn harðstjórn þessara
konunga, en studdi Vilhjálm af
Óraníu til valda og setti „Réttinda-
skrána“ (Bill of Rights) árið 1689.
Á átjándu öld afnumdust með öllu
gjörræðisdómar valdhafa og menn
urðu aðeins dæmdir eftir lögum
landsins af reglulegum dómstólum. í
öðrum Evrópulöndum urðu miklar
endurbætur í þessu efni vegna áhrifa
frá Englandi og Frakklandi.
Á dögum landnáms í Vesturheimi
ríkti oft og tíðum öryggisleysi og illt
réttarfar. Byggðalögin voru einangr-
uð hvert frá öðru og risu upp við
erfiðar og oft hættulegar aðstæður.
Hinir gömlu landnemar voru óstýri-
látir og oft yfirgangssamir. Er tímar
liðu, sköpuðust lög og réttur á hlið-
stæðan hátt og í Vestur-Evrópu.
Að öðru leyti varð þróunin sú í
mestum hluta heims, að ólög og rétt-
leysi þokuðu fyrir lagasetningu og
vaxandi mannréttindum. Hið tak-
markalausa vald einræðisherranna
rénaði, en sanngirni og réttsýni í lög-
gjöf jókst.
I ýmsum löndum heims er enn í
dag grimmúðugt réttarfar, þar sem
mannréttindi og mannhelgi eru að
engu höfð.
Til samanburðar við slíkt er
ánægjulegt að minna á nokkur
ákvæði í hinni nýju indversku stjóm-
arskrá, sem eiga að tryggja borgar-
ana gegn ranglátum ofbeldisaðgerð-
(Framh. d bls. 20)
9