Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Page 11

Samvinnan - 01.03.1954, Page 11
Lin Yutang. Kínverjar eiga miklar og margþættar forn- bókmenntir, sem því miður eru allt of lítt kynnt- ar Vesturlöndum. — Einn þeirra manna, sem mest hefur gert til að gefa út kínverskar sögur og færa þær í búning fyrir Vesturlandalesend- ur, er Lin Yutang. Hér birtist ein af smásögum þeim, er hann hefur gefið út og endursagt eftir ýmsum gömlum útgáfum. Sagan mun fyrst hafa verið rituð af Chen Hsuanya á árabilinu 766 til 775. Síðan samdi skáldið Cheng Teh-luvei leikrit sama efnis og sagan hefur verið skráð í ýmsum útgáfum. ir kunnu engin skil á viðskiptamál- um, og faðirinn liafði ekki áhuga á öðru. Þegar fram liðu stundir kom Wang Chou sér fyrir sem einn af fjölskyld- unni. Ekkert var sagt um hina um- töluðu trúlofun, sem var að sjálf- sögðu aðeins munnlega ákveðin af frænkunni og bróður hennar, þegar þau áttu barnanna von. Wang Chou fannst, að hann hefði valið sér stúlk- una í bláa kjólnum, enda þótt eng- in slík fastmæli hefðu verið fyrir hendi. Chienniang féll einnig vel hin kurteislega framkoma hans og hlé- drægni, og hún hafði áður en langt leið gefið honum hjarta sitt að fullu, með því að þau höfðu nú mikið sam- an að sælda. Móðirin sá hamingjuna Ijóma í andliti Chienniang. Þegar stúlkan matreiddi eitthvað sérstakt fyrir fjöl- skylduna, fannst henni hún vera að matreiða fyrir Wang Chou einan, og hjarta hennar fylltist fögnuði og stolti. Smám saman gleymdi hún feimni sinni og tók að sér að bæta föt hans og sjá um þvott fyrir hann. Hún fékk eins konar forgangsrétt á að hugsa um hann á alla lund. Það var engin verkaskipting milli henn- ar og þernanna, og hún var þjálfuð í alhliða heimilisforsjá, en það kom af sjálfu sér, að hreinsun á herbergi hans féll í hennar hlut. Chienniang vildi ekki einu sinni leyfa bróður sín- um litla að leika sér í herbergi Chous. Móðirin vissi, að stúlkan elskaði hann. Dag einn sagði hún: „Chienn- iang, maturinn verður saltari með hverri máltíð í þessu húsi!“ Chienn- iang roðnaði, af því að Wang Chou hafði nokkrum sinnum haft orð á því, að maturinn væri ekki nógu salt- ur. Wang Chou hafði aldrei dreymt um það, að lífið gæti verið svo fagurt og yndislegt. Hann lét sig litlu skipta önuglyndi karlsins í verzluninni, því að hann vildi allt til vinna að geta verið nærri Chienniang. Hann elsk- aði Chienniang — og allt, sem henni kom við. Honum fannst frænka sín ganga sér í móðurstað, og hann lék við litla snáðann sem sinn eigin bróð- ur. Faðirinn talaði Iítið sem ekkert og gerði aldrei að gamni sínu við fjöl- skylduna. Hann var að heiman all- an daginn og oft buðu verzlunarmenn honum til kvöldverðar. Veðráttan í Hengchow var mislynd og skiptust á öfgarnir, skyndilegir stormar af fjöllum og brennandi hiti, þegar sólin skein. Einu sinni varð Wang Chou veikur, en honum þótti svo gott að liggja rúmfastur og láta Chienniang hugsa um sig, að hann lá lengur en þörf var á. „Þú verður að fara í vinnuna, ella verður faðir minn reiður,“ sagði Chi- enniang. „Verð ég að gera það?“ spurði Wang Chou tregur. Dag nokkurn sagði Chienniang: „Þú verður að klæða þig betur, ég held hann ætli að rigna. Ef þú verð- ur veikur aftur, verð ég vond við þig“ „Mér þætti ekkert yndislegra,“ svaraði hann glettnislega, og hún skildi, hvað hann átti við. Dag einn kom ein af venzlakonum Chienniang í heimsókn. Hún var gift föðurbróður stúlkunnar, sem var vell- auðugur maður. Sá hafði hjálpað Chang Yi, föður stúlkunnar, og lán- að honum fé til að koma verzlun sinni á fót. Þeir höfðu enn ekki gert upp fjármál sín, og Chang Yi hafði svo miklar mætur á bróður sínum, að stappaði nærri ótta og undirgefni. Konan hlaut því konunglegar mót- tökur. Veizlumatur var á borðum dag hvern og Chang Yi gerðist ræðinn og kýminn í návist gestsins, enda þótt hann væri hvorugt, þegar kona hans ein átti í hlut. Ekkert hefði þessari venzlafrú þótt skemmtilegra og dásamlegra en að eiga frumkvæði að giftingu Chienn- iang inn í einhverja ríka fjölskyldu. Dag nokkurn kom hún úr veizlu hjá auðugasta fólki bæjarins, Tsiang fjölskyldunni, og sagði við móður stúlkunnar svo að stúlkan sjálf heyrði: „Chienniang er indæl stúlka og átján ára gömul. Eg ætla að sjá svo um, að annar sonur Tsiang hjón- anna gangi að eiga hana. Þú veizt auðvitað, hver Tsiang fjölskyldan er.“ „Kæra mágkona, ég hef heitbund- ið Chienniang bróðursyni mínum,“ svaraði móðirin. „Att þú við þennan frænda, sem býr hjá ykkur? En faðir hans er þeg- ar látinn!“ „Það skiptir engu máli. Þau virð- ast eiga prýðilega hvort við annað.“ Chienniang, sem heyrði samtal þetta, roðnaði. Mágkonan hló dátt og sagði: „Ert þú viti þínu fjær? Hvað á hann til? Ég er að tala um virðulega giftingu (Framh. á bls. 18) Andi stúlkunnar fór með piítLnum til að búa með honum, en sjúka stútkan, sem eftir varð, var aðeins skuggi, — Líkami án sáLar. 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.