Samvinnan - 01.03.1954, Side 13
Xnn um gluggans gler
geisli bjartur fer.
Vetrarveðrin dvína,
vorsins geislar skína,
milduð minning og þrá
morgunskíman grá.
Hlæjandi geimur grætur
gulli um bjartar nætur.
VUhjálmur Bergsson.
SIÐAPOSTULI.
Ég krýp og iðrast
við altari drottins
eftir lítilvægt atvik,
sem alls ekki er synd.
Ég horfi á fólkið
og hneykslast á því.
Það gengur allslaust
í útbreiddan faðm
augnabliksnautnar
og illra siða.
En lágvær rödd
frá rótum hjartans
kvelur mig stöðugt
með hvísli sínu.
Og loksins veit ég
mitt leyndarmál:
Mig langar að gera hið sama.
Gylfi Gröndal.
VÍSUR TIL J. R.
Ort af tilefni af kosningu í skóla
félaginu Framtíðin.
TREGI.
Er stormurinn æðir um íslands grund
og úthafsins brim sverfur strendur,
koma faðir og móðir og staldra um stund
og stara út á hið breiða sund;
þau standa og haldast í hendur,
því sonur þeirra út á sæinn frá þeim
hefur siglt. Skyldi hann koma heim
eða verða til „Valhallar“ sendur?
Haukur Helgason.
Hyllum frækinn fullhugann,
fremst er sækir snarbrattan
menntaklækjamjóstigann.
Mjög vel rækir djúphygð hann.
Öðrum flestum af hann ber,
engum brestum haldinn er,
sómamestur, fremstur fer.
Fundargestur þetta tér.
Erfitt ekki valið var.
Vítt um bekki kusu þar
formann þekkan Framtíðar
fljóð og rekkar alls staðar.
ROMANCE.
Á vængjum söngsins svíf ég undurhljótt,
er sindra norðurljós á vetrarnótt.
Og úti í geimnum gimsteina má sjá,
er glitra líkt og snjókorn jörðu á.
I hugarheimi birtast unaðslönd
og ástarbönd,
er undi snótin fögur mér við hlið.
En svipmyndir, er svífa fyrir skjótt,
þær sveiflast, breytast ótt
og síðan hverfa út í svartnættið.
En töfrablær á bleika mánann slær.
I brjósti strengur hjartað snortið fær.
Kjósandi A-listans.
Arngrímur Sigurðsson.
13