Samvinnan - 01.03.1954, Page 14
VORKOMA.
Vorið kemur, blóm af blundi vakna,
blærinn andar þýtt um vanga þinn.
Hlær nú sólin, glóa geislaraðir,
glitrar dögg, er roðnar kvöldhiminn.
Fuglar syngja, fossa lækjasytrur,
fjöllin missa hvíta kollinn sinn.
Loftið angar, titra þýðir tónar,
töfrafegurð hjúpar alheiminn.
Þorsteinn Júlíusson.
ÆR
Hávær stígur þögnin hringdans
í höfði mér,
hamast þar og ber,
svo að missi ég minn sans
og vitlaus orðinn er.
En úti fyrir argar og sargar
ótt og títt á hverju kveldi
eilífðin.
Poeta anonyma.
Við undum við ástmyrkan barm þinn, ó, móðir,
alsæl, unz
svæfði okkur þrálátur hjartsláttur þungur,
þrej^tt og góð.
Emil H. Eyjólfsson.
SLÁTTUMAÐUR.
Daggperlur glitruðu. Á gullþrúðgum morgni
gekk hann á teig.
Með sláttumannstól og hrífu í hönd
í sinn helgidóm steig
og horfði til fjallsins, á hlíðar og tinda,
á hóla og börð.
Þá fann hann sinn guð, hinn eina, er hann átti:
íslenzka jörð.
Þá fór hann að brýna, en bitið var gott,
svo hann byrjaði að slá.
Hann sönglaði stef, þegar stilkarnir skárust.
Það stirndi á hans ljá.
Ur augum hans las ég alla hans daga,
hverja einustu stund.
Hann var íslenzkur maður með Islendings hjarta
á íslenzkri grund.
NÆTURLJÓÐ.
Ölgandi sarð okkar móður, Jörðina,
svartnættið,
blóðheitt og mjúkfingrað, þögult og myrkt.
Við sátum við niðdimman, sjólaminn vog
og sórum.
Gullnir lokkar lituðust augnanna blárna,
líkaminn
varð óstilltur strengur, sem titraði af trega
tálsælum,
sálin sem vorfönn í blóðugu regni
blíðmjúku,
bráðin og gljúp og köld, samt gegnumsýrð orku
glóðheitri,
sem faldi í sér myndina, lagið og ljóðið,
listina.
Hann sló þarna sífellt. Skini og skúrum
skeytti hann lítt,
en stundaði verk sitt með lipurð og lagni,
sem löngum er títt.
Hans treyja var stöguð. 1 íslandi eygð’ann
augnarmið sitt.
Verkmaður snauði, ég veit ei neitt hlutskipti
veglegra en þitt.
Urn jörðina þeysir járnbentur dauðinn
með jökulgreip
og hitti hann að starfi. ■— Nú hvítna hans kjúkur,
og köld er hans neip.
Þetta er saga svo margra, saga okkar þjóðar.
— Og síðar ég fann,
að ég sleit mig frá guði, en sló mínu trausti
á sláttukóng þann.
Kristján Bersi Olafsson.
SKÓLAMÁL
Þegar vitið hrópar hátt
með hyggjugreinum sönnum,
lokast eyrun ósjálfrátt
á okkar skólamönnum.
Jón Thór Haraldsson.
ÞESSI KLASSÍSKA ÁSTARSORG.
Oftast ber ég létta lund
mót ljúfu brosi þínu,
en þó er jafnan opin und
innst í hjarta mínu.
Jón Thór Haraldsson.