Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 19
ungi maðurinn lagði af stað, með op-
ið sár í hjarta sínu, sannfærður um,
að hann mundi aldrei í þetta hús
koma framar.
Skip hans sigldi aðeins mílu eftir
fljótinu, unz því var lagt við bakka
þess um nóttina. Wang Chou lá í
fleti sínu, dapur í hjarta og grét beizk-
um tárum. Um miðnæturskeið heyrði
hann fótatak nálgast á bakkanum.
„Chou frændi!“ heyrði hann stúlku-
rödd segja. Hann hélt sig vera að
dreyma af því að hann vissi, að hún
lá veik í rúmi sínu. Hann leit upp á
bakkann og sá Chienniang standa
þar. Sem þrumu lostinn hljóp hann
í land.
„Ég flúði að heiman,“ sagði stúlk-
an veikri röddu og féll í faðm hon-
um. Hann bar hana út í bátinn og
skildi ekki, hvernig hún hefði kom-
izt alla þessa leið, auk þess sem hún
var berfætt. Hversu þau grétu af
gleði saman!
Hún hvíldist við hlið hans, naut
atlota hans og hresstist von bráðar.
„Ekkert getur hindrað það, að ég fari
með þér,“ sagði hún við hann, þegar
hún opnaði augun aftur. Nú var sem
henni hefði fyllilega batnað og fram-
tíðin virtist ljóma við þeim, er þau
voru aftur saman.
Ferðin var löng og alla leiðina var
aðeins eitt, sem hryggði Chienniang.
Hún kenndi í brjósti um móður sína,
sem hún vissi að mundi verða sorg-
mædd, er hún uppgötvaði flóttann.
Þau komust loks til borgar í Szec-
huen, þar sem Wang Chou fékk at-
vinnu, þótt launin nægðu naumlega
til framfæris þeim. Til þess að kom-
ast af leigði hann herbergi á bónda-
bæ rúmlega mílu vegar frá borginni
og gekk hann þá vegalengd fram og
til baka daglega. En hann var mjög
hamingjunnar, og Chienniang mat-
reiddi og þvoði og var ekki síður ham-
ingjusöm en hann. Hann leit á her-
bergi þeirra, búið frumstæðum hús-
gögnum, stólum, borði og rúmi, og
hann sagði, að þetta væri allt og sumt,
sem hann óskaði í lífinu. Bóndinn,
sem leigði þeim herbergið, var al-
þýðlegur og kona hans var þeim góð.
Þau buðu ungu hjónunum grænmeti
úr garði sínum, en Wang og Chienn-
iang buðu fram á móti hjálp við garð-
yrkjuna.
Vetur gekk í garð og Chienniang
fæddi sveinbarn, fallegt og myndar-
legt. Þegar Wang kom heim og sá
konu sína með barnið við brjóst sér,
var mælir hamingju hans fullur. Hann
baðst aldrei afsökunar á því, að þau
skyldu lifa í fátækt, af því að hann
vissi, að hann þurfti þess ekki. Samt
vissi hann vel, að hún var betra lífi
vön og hann undraðist það, hversu
vel hún hafði samlagað sig hinum
n}iju aðstæðum.
„Ég vildi, að ég gæti unnið mér inn
dálítið meiri peninga og fengið fyrir
þig vinnukonu,“ sagði hann einu
sinni.
Kona hans lagði fingur að munni
hans, sem var svar hennar. „Þú baðst
mig ekki að koma,“ sagði hún síðan.
„Ég flúði að heiman til að fylgja þér.“
Þau lifðu nú það skemmtilega
tímabil, er hver vika leiddi eitthvað
nýtt og dásamlegt í ljós í fari barns-
ins. Drengurinn var yndislegur. Hann
lærði að grípa hluti og síðan að benda
á nef sér og taka í eyrun. Hann lærði
að skríða og segja mamma og sýndi
hin daglegu kraftaverk vaxandi vits-
muna. Hann fyllti líf þeirra gleði og
hamingju. Bóndinn og kona hans,
sem voru barnlaus, fengu dálæti á
barninu og hjálpuðu ungu hjúunum
að gæta þess.
Aðeins eitt skyggði á hamingju
þeirra. Chienniang hugsaði oft um
móður sína og litla bróður sinn, en
minna til föður síns. Wang Chou elsk-
aði hana svo heitt, að hann gat skynj-
að hugsanir hennar.
„Ég veit, að þú hugsar til móður
þinnar. Ef þú vilt, skal ég fara með
þig heim. Nú erum við gift og eigum
barn, og þau geta ekkert við því gert.
Það mun að minnsta kosti gleðja
móður þína að sjá þig aftur.“
Chienniang grét af þakklæti fyrir
göfuglyndi hans.
„Við skulum gera það. Móðir mín
hlýtur að hafa kvalizt af þeirri til-
hugsun, að ég hafi týnzt. Og nú á ég
þetta myndarlega barnabarn til að
færa foreldrum mínum.“
Þau lögðu nú aftur af stað. Eftir
mánaðar ferð á fljótabátum komu
þau til Hengchow.
„Far þú fyrst til foreldra minna til
að búa þau undir að taka á móti mér,“
sagði Chienniang. Hún tók gullsleg-
inn kamb úr hári sér og fékk honum.
„Fáðu þeim þetta til sönnunar, ef
þau neita að trúa sögu þinni og hleypa
þér ekki inn.“
Báturinn lagðist við sandbakkann,
og Chienniang beið með barnið, með-
an hann fór til heimilis hennar. Þetta
var um kvöldverðarleyti og faðir
hennar var heima. Wang Chou kraup
til jarðar og bað fyrirgefningar á því,
að hann hafði hlaupizt á brott með
dóttur þeirra. Móðir hennar var við-
stödd og virtist fegin því að sjá hann,
en hún var ellilegri en fyrr og hár
hennar algrátt. Hann sagði þeim, að
þau væru nú komin aftur, en dóttir
þeirra biði í bátnum.
„Hvað ert þú að tala um?“ spurði
faðirinn. „Fyrirgefa þér hvað? Dóttir
mín hefur legið rúmföst í veikindum
allt þetta ár.“
„Chienniang hefur aldrei farið á
fætur, síðan þú fórst,“ sagði móðirin.
„Það hefur verið ömurlegt líf í þessu
húsi allt árið. Hún var svo veik, að
hún nærðist ekki vikum saman. Ég
gat aldrei fyrirgefið sjálfri mér. Ég
lofaði henni, að við skyldum slíta trú-
lofuninni, en hún var svo máttvana.,
að hún virtist ekki heyra, hvað ég
sagði, rétt eins og sálin hefði þegar
yfirgefið líkama hennar. Eg hef von-
azt eftir, að þú kæmir aftur.“
„Ég fullvissa ykkur um, að Chienn-
iang er við beztu heilsu og er í bátn-
um. Hér er sönnun þess.“
Hann fékk þeim gullkambinn. Móð-
irin skoðaði hann vandlega og þekkti
hann aftur. Þeim gekk illa að átta sig
á öllu þessu.
„Ég fullvissa ykkur um það, að
hún er í bátnum. Sendið þjón með
mér og sjáið svo sjálf!“
Foreldrarnir voru mjög undrandi,
en sendu þó þjón með Wang Chou og
útveguðu burðarstól. Þjónninn þekkti
Chienniang strax og hann kom nið-
ur í bátinn.
„Líður foreldrum mínum vel?“
spurði stúlkan.
„Þeim Iíður vel,“ svaraði þjónninn.
Meðan fjölskyldan beið milli von-
ar og ótta, hafði þerna ein tekið
kambinn og farið til herbergis hinn-
ar sjúku dótt’ar. Þegar stúlkan heyrði,
að Wang Chou væri kominn aftur,
opnuðust augu hennar og hún brosti.
Hún sá kambinn og sagði: „Ég týndi
honum!“ og setti hann í hár sér.
Án þess að þernan tæki eftir því
19