Samvinnan - 01.03.1954, Qupperneq 20
stóð stúlkan upp og gekk hljóðlega út
úr húsinu, sem í svefni. Hún gekk
brosandi til árbakkans. Chienniang
var að stíga upp úr bátnum, en Wang
Chou hélt á barninu. Hann sá stúlk-
una á árbakkanum koma stöðugt
nær, og er stúlkurnar tvær mættust,
runnu þær saman í einn líkama og
klæði Chienniangs urðu tvöföld.
Fjölskyldunni varð mikið um, er
þernan tilkynnti, að sjúka dóttirin
væri horfin. Þegar þau síðan sáu
Chienniang stíga niður úr burðar-
stólnum, heilbrigða með myndarlegt
barn í fanginu, voru þau ekki aðeins
glöð, heldur sem steini lostin af undr-
un. Þá skildu þau, að andi stúlkunn-
ar, hennar sanna persóna, hefði farið
með drengnum til að búa með hon-
um, því að ástin hafði vængi, sem
brutust út úr fangelsinu. Hin sjúka
dóttir, sem eftir varð, var aðeins
skuggi, líkami án sálar.
Þessi saga gerðist árið 692 eftir
Krist, og fjölskyldan hélt þessum ein-
kennilegu atburðum leyndum. Þegar
fram liðu stundir eignaðist Chienn-
iang mörg fleiri börn, en hún og Wang
Chou lifðu í hamingju til hárrar elli
og elskuðu hvort annað meira með
hverju ári.
Réttlæti og öryggi...
(Frh. af bls. 9)
um af hálfu ríkisvaldsins. Þar segir
meðal annars:
Þjóðir Indlands heita því að
stjórna Indlandi sem sjálfstæðu og
lýðræðislegu lýðveldi og tryggja öll-
um borgurum þess:
Félagslegt, fjárhagslegt og póli-
tískt réttlæti; skoðanafrelsi, mál-
frelsi, ritfrelsi og trúfrelsi.
Jafnrétti gagnvart lögunum, og
jafna aðstöðu til að njóta allra rétt-
inda, sem þjóðfélagið hefur yfir að
ráða.
Ennfremur vill Indland styðja að
„bræðralagi“ manna, sem tryggir
virðingu fyrir einstaklingnum og ein-
ingu þjóðarinnar.
Þessi orð sýna vissulega, að mann-
réttindahugsjónin hefur fest rætur
víða um lönd.
Þrátt fyrir allt eru mannréttindi
betur og víðar tryggð hjá núlifandi
kynslóð en þau hafa áður verið, þótt
þeim sé að vísu stöðugt ógnað af ein-
ræðisöflum.
Sú vernd mannréttinda, sem þeg-
ar hefur fengizt, leggur einstakling-
um og þjóðum heimsins þá skyldu á
herðar að verja þessi réttindi og
stuðla að því, að sem flestir menn
öðlist þau.
Lausl. þýtt af V. Á.
Sjónvarpið ...
(Frh. af bls. 7)
stutta kvikmyndabúta af fjarlægum
löndum með erindum? Væri ekki
fróðlegt að sjónvarpa gripasýningum
eða sýna ný landbúnaðartæki og
kynna þau?
Það ervinsælt erlendis að sjónvarpa
teiknikennslu fyrir börn og unglinga
og sýna þeim föndur og handíðir. Slík-
ir dagskrárliðir hafa stóraukið áhuga
á listum og vísindum.
Margt fleira mætti til taka og ofan
á allt þetta bætast kvikmyndir ýmis
konar til skemmtunar.
Sjónvarpstæki eru að vísu dýr enn-
þá. En þau hljóta að lækka í verði
með tímanum og það verður til lengd-
ar ekki til fyrirstöðu almennri út-
breiðslu sjónvarpsins hér á landi frek-
ar en í öðrum löndum, sem búa þegn-
um sínum verri lífskjör en Islendingar
njóta. Við verðum að fylgjast með á
þessu sviði eins og öðrum — og þá
mun þióðinni bætast merkilegt og
áhrifarík.' menningartæki.
Það þarf ekki lengur efnað fólk tit að eiga sjón-
varp, eins og sjá má af loftnetunum á þessum
smáíbúðahúsum.
r—---------------------------^
Vöxtur sjónvarpsins
Nokkra hugmynd má fá um
hinn öra vöxt sjónvarpsins í
Bandaríkjunum af eftirfarandi töl-
um:
Sjónvarps- Sjónvarps-
stöðvar tæki
1946 ......... 5 8.000
1948 ........ 44 1.000.000
1950 ....... 107 10.500.000
1952 ....... 123 22.210.000
Tala heimila í landinu er um 40
milljónir, svo að annað hvort
heimili hefur nú sjónvarp. Leyfi
hafa verið veitt fyrir 255 sjón-
varpsstöðvum til viðbótar.
Litlafell...
(Frh. af bls. 6)
sem skip verða að fá fjórða hvert ár.
Það er 917 þungalestir, 65.6 metra
langt, 8.9 metra breitt og er djúprista
4 metrar eða 13 fet. I skipinu er Atlas
Polar dieselvél, 725 hestöfl. Losunar-
dælur hefur það tvær, sem afkasta
um 250 lestum á klukkustund. Olíu-
tankar skipsins eru tíu talsins, og það
er búið fullkomnustu siglingatækjum.
Ibúðir skipverja eru allar hinar vist-
legustu, raunar rúmbetri og snotrari
en flestir áttu von á í ekki stærra
skipi.
Skipstjórinn, Bernharð Pálsson,
var áður fyrsti stýrimaður á Arnar-
felli, og fyrsti vélstjóri, Sigurjón Jó-
hannsson, var áður vélstjóri á sama
skipi. Fyrsti stýrimaður er Franklín
Hólmbergsson og annar stýrimaður
Jón Ragnars.
Ymsar bollaleggingar voru manna
á meðal um nafn þessa nýja skips,
þegar það var á leiðinni, og daginn,
sem það lá í Reykjavík, undir sænsku
flaggi. Þegar nafnið fréttist, heyrðust
ýmsir láta þá skoðun í Ijós, að eign-
ist sömu aðilar stórt olíuskip, eins og
engan veginn er útilokað, sé tilvalið
að skíra það Stórafell eða Miklafell.
Hvort stjórn Sambandsins og Olíufé-
lagsins eru á sama máli, veit að sjálf-
sögðu enginn og kemur það vonandi
í ljós á sínum tíma.
20