Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Page 27

Samvinnan - 01.03.1954, Page 27
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmnmmiMmmimmimimmuimmmimmmiiiimmiimmmmmmmmmmi immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMi IÐGJALDALÆKKUN Vegna þess, hve rekstur Samvinnutrygginga varð hagstæður á árinu 1953, hefur stjórn trygginganna ákveðið eftirfarandi iðgjaldalækkun: I. Af Bruiiatryggingimi: 10% af öllum endurnýjunariðgjöldum þessa árs. II. Af Sjjótryggiiigum:: 10% af öllum iðgjöldum ársins 1953. III. Af Bifreiðatryggingum: Iðgjaldalækkun á ábyrgðartryggingum, sem samsvarar því, að endurnýjunarið- gjöld verða 35—45% lægri en brúttó iðgjaldataxtar nema nú miðað við bif- reiðar, sem eru í hæsta bónusflokki. Nær iðgjaldalækkunin til allra bifreiða, sem tryggðar eru hjá félaginu. Þegar hafa verið lagðar til hliðar fjárhæðir til þess að mæta iðgjaldalækkunum þeim, sem að ofan greinir. Auk þess hefur stjórn Samvinnutrygginga ákveðið, að greitt verði inn á stofnsjóðsreikninga ttyggingartakanna á sama hátt og s.l. ár, eftir því, sem afkoman leyfir. Þannig fá þeir, sem tryggja hjá Samvinnutryggingum, aukna innstæðu í stofnsjóði, auk þess sem þeir fá nú beina iðgjaldalækkun. SAMVINNUTRYGGINGAR | Sambandshúsinu — Símar: 7080 og 5942. = MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMMIIIIIIIMIMIIIIIIIMIIIMIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII Prosper Mérimée, höfundur framhaldssögunnar Carmen Prosper Mérimée fæddist í París ár- ið 1803. Var hann af auðugum for- eldrum kominn. Hann lagði í fyrstu stund á lögfræði, en síðar hneigðist hugur hans til fornleifafræði, og las hann þá jafnframt bókmenntir. Fyrsta bók hans, sem nefndist Thé- atre de Clara Gazul, comédienne es- pagnole, kom út árið 1825. Hafði hún að geyma allmargar stuttar frásagn- ir og leikþætti. Lét Mérimée svo heita, að hér væri um að ræða þýðingar á verkum spænskrar leikkonu, Clara Gazul. Síðar kom þó í ljós, að Mérimée var sjálfur höfundurinn, enda hafði Clara Gazul aldrei verið til. Næsta bók Mérimée var kvæðabók. Nefndist hún La Guzla og kom út árið 1827. Lét höfundurinn svo ummælt, að hér væru á ferðinni þjóðkvæði, sem hann hefði safnað saman; þetta var þó að- eins gert til að villa lesendum sýn, og hafði hann sjálfur frumsamið kvæðin. Eftir þetta gaf Mérimée út fjölmargar bækur undir eigin nafni, og eru hinar þekktustu meðal þeirra: La Jaquerie (1828), Chronique du regne de Charles IX (1829), La Vénus d’Ille (1837), Colomha (1840) og Car- men (1845). Le Jaquerie lýsir uppreisn þraut- píndrar bændastéttar gegn lénsskipu- laginu. Chronique du regne de Char- les IX segir frá hinum heiftúðugu trú- arbragðastyrjöldum, sem geysuðu í Frakklandi á 16. öld, og er talið, að með þeirri bók hafi Mérimée fyrst get- ið sér frægðar utan heimalands síns. La Vénus d’Ille gerist í Suður-Frakk- landi og er í senn rómantísk og hroll- vekjandi frásögn af dularfullum at- burðum, sem gerast í kringum fornt Venusarlíkneski. Colomba er nafnið á ungri og blóðheitri Korsíkustúlku, og segir sagan frá þeirri baráttu, sem hún verður að heyja til að koma fram hefndum fyrir víg föður síns. Carmen þarf ekki að lýsa fyrir lesendum Sam- vinnunnar. Mérimée hefur stundum verið nefndur meistari sniásögunnar. Oft- ast fjalla sögur hans um þung og ó- umflýjanleg örlög, og tíðum fléttar hann sagnfræði og fornleifafræði inn í söguefni sitt, enda hafði hann lagt stund á þær fræðigreinar báðar. Þar sem honum tekst bezt upp, hefur hann sótt sér yrkisefni í líf hinna blóðheitu suðurlandabúa, sbr. Carm- en og Colombo. Mérimée gegndi ýmsum virðingar- stöðum með þjóð sinni; hann varð meðlimur Frönsku Akademíunnar ár- ið 1844 og senator árið 1853. Hann andaðist í Cannes árið 1870. Vart verður skilizt svo við söguna Carmen, að ekki sé nokkru getið samnefndrar óperu eftir Georges Bi- zet. Enda þótt sagan sé óumdeilan- lega ein af perlum heimsbókmennt- anna og vitað sé, að óperan er til orð- in fyrir áhrif frá henni, verður hinu þó ekki neitað, að sagan hefur að nokkru leyti horfið í skugga þeirra miklu vinsælda, sem óperan á að fagna um gjörvallan heim. Óperu- textann, sem byggður er á sögu Méri- mée, sömdu Henry Meilhac og Ludo- vic Halévy, en talið er, að Bizet sjálf- ur hafi að verulegu leyti haft hönd í bagga með samningu tcxtans. Óperan var fyrst flutt á Opéra-Comique í París 3. marz 1875 og má heita, að hún hafi síðan verið á óslitinni sigurför um heim allan. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.