Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 3
r
Kaupfélögin og atvinnulífið
Kaupfélögin voru í uppliafi, eins og nöfn þeirra benda
til, fyrst og fremst verzlunarsamtök. Þó sáu margir af
brauti-yðjendum þeirra lengra og spáðu, að samvinnufélög-
in ættu eftir að taka þátt í samgöngum og atvinnulífi. Sá
spádómur hefur rætzt og er að rætast í ríkara mæli ár frá
ári. Viðhorf fólksins hefur breytzt, og það gerir nú meiri
og víðtækari kröfur til kaupfélaganna en áður.
Það kom snemma á daginn, að bændum þótti eðlilegt
að þeirra eigin félög seldu ekki aðeins afurðir þeirra, held-
ur byggðu nauðsynleg mannvirki til slátrunar og tækju
hana að sér. Síðar varð hið sama uppi á teningunum varð-
andi rnjólk og mjólkurvinnslu, og er svo enn um afurðir
bænda, nema þar sem önnur samtök voru fyrir (t. d. Slát-
urfélag Suðurlands) eða séstök skipan var sett af löggjafar-
valdinu (Mjólkursamsalan). Una menn um land allt vel
við þetta skipulag samvinnustarfsins og hefur enn ekki
verið bent á annað betra, sem ekki mundi hafa i för með
sér ný starfslið, nýjar skrifstofur, nýjar byggingar og fleira,
sem horfa mundi til stóraukins kostnaðar, er drcegist frá
þvi verði, er bœndur fá fyrir afurðir sinar.
Það leiðir af þessum afskiptum samvinnufélaganna af
afurðasölu bænda, að þau áttu að hafa og höfðu forustu
um að nýta þessar afurðir og gera þær verðmeiri. Ein lausn
þess vandamáls eru samvinnuverksmiðjurnar á Akureyri
og í Húsavík. Þær byggjast langflestar á afurðum sauð-
kindarinnar: ullarhreinsun, vefnaður, fatagerð og sútun,
skógerð. Þar hefur hálft þúsund manna atvinnu sina og
gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar nemur tugum milljóna.
Þriðji og nýjasti þátturinn í afskiptum samvinnfélag-
anna af atvinnulífi er viðriðinn sjávarútveg og fiskvinnslu.
Hefur þátttaka á því sviði farið hraðvaxandi og eru enn
uppi raddir um það víða á landinu, að þessa þátttöku beri
félögunum að auka.
Atvinnuhættir í kaupstöðum og kauptúnum landsins
oru yfirleitt rnjög einhæfir: fiskveiðar og fiskvinnsla. Afla-
brögð eru misjöfn umhverfis landið og margar byggðir
hafa átt við að stríða alvarlegt fiskileysi árum saman. Af-
koma íbúanna verður við slíkar aðstæður engan veginn
örugg og atvinnutækin berjast í bökkurn fjárhagslega.
Sumir íbúanna leggja land undir fót og leita til annara
byggða í von um betri afkomu. Hinir, sem heima sitja,
xeyna að komast yfir fleiri og betri fiskiskip, betri fisk-
vinnslutæki.
Fjármagnið hefur sterka tilhneygingu til að flýja frá
slíkum stöðum til annara, þar sem það getur ávaxtað sjálft
sig betur. En kaupfélögin flýja ekki. Ef illa gengur, geta
þau að vísu misst atvinnutæki, sem þau eignast, en fjár-
magnið, sem þau mynda, verður kyrrt í héraði.
Allt þetta hefur stuðlað að því, að víða um land líta
menn til kaupfélaganna og hvetja þau til að gerast þátt-
takendur í atvinnulífinu. Kaupfélagið verzlar fyrir okkur
og í því er falinn styrkur byggðarinnar, segja menn. Getur
það ekki líka veitt okkur atvinnu?
Svarið við þessari spurningu, þessari ósk, hefur víða
orðið þátttaka í fiskvinnslu og jafnvel útgerð. Ýmsir for-
ráðamenn kaupfélaganna hafa að vísu hvatt til mestu
varúðar í þessum efnum, þar sem útgerðin er áhættusöm
og miklum verðmætum er hætt, þar sem er árangur af
áratuga uppbyggingu kaupfélagsins í verzluninni. En víð-
ast er nauðsyn aukinna atvinnutækja svo mikil, að allar
hendur eru á lofti í stjórn kaupfélags eða á aðalfundi þess,
þegar ákveðið er að reisa frystihús eða mjölverksmiðju eða
kaupa bát.
Þessi þörf er ekki eins mikil í þeim útgerðarbæjum,
þar sem aðstaða er bezt, enda er mestallt einkafjármagnið
þar fyrir. Þess vegna hefur þátttaka kaupfélaganna í út-
gerð og fiskvinnslu oftast komið til þar, sem lífsbaráttan
er hörðust, og hafa þau gert þeim byggðum ómetanlegt
gagn heima fyrir og oft á tíðum barizt fyrir hagsmunum
þeiiTa í höfuðstaðnum og fengið fyrir þær ýmsu fram-
gegnt.
Þau kaupfélög eru nú orðin mjög mörg, sem taka þátt
í atvinnulífinu með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst.
Oft standa félögin ein að slíkri starfsemi, en stundum eru
aðstæður slíkar, að rétt hefur þótt, að þau væru aðeins
þátttakendur í samtökum annara aðila, venjulega sveita-
félaganna og einstaklinga á viðkomandi stað. Slík hluta-
félög eru fullkomlega eðlileg og byggjast á þeirri stað-
reynd, að enginn einn aðili hefur ráðið við hinar nauð-
synlegu framkvæmdir, en saman geta þeir náð þeim ár-
angri sem fólkið þarfnast og óskar eftir.
Kaupfélögin eru þannig byggð, að félagsfólkið sjálft
ræður því, hvað þau ráðast í og hvað ekki. Innan þess
ramma eru því engin takmörk sett, hvað þau kunna að
takast fyrir hendur, svo framarlega sem unnt reynist að
útvega það lánsfé, sem þörf er á hverju sinni. Þetta síðasta
skilyrði er að vísu mikil takmörkun, þegar lánsfjárhungur
er svo mikið, sem verið hefur síðustu ár.
Vonandi verður hin vaxandi þátttaka kaupfélaganna í
atvinnulífinu til að auka framleiðslu og velmegun þjóð-
arinnar og tryggja atvinnu og afkomu félagsfólksins.
SAMVINNAN 3