Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 16
Það er æskan sem lætur bex-ast með
straumi hraðans og tækninnar og brun-
ar yfir landið á góðviðrisdögum sumars-
ins. En við húsmæðurnar horfum í átt-
ina á eftir og heyrum hrífandi lög syng-
andi ungdómsins dvína út í fjarska.
Við sjáum í anda fegurð fjarlægi-a
staða fjölbreytilegrar náttúru Islands-
byggðar og óbyggðar. Grænar grundir,
lynggrónar hlíðar, með glitrandi ár og
læki; hoppandi fossa stall af stalli og
tign í tindum við fjallabrún.
Onumin lönd óbyggðanna, ný byggð-
arlög, með bæjum og búsæld í sveitum
í skjóli iðjuseminnar og er degi hallar
staðnæmumst við í skrúðgrænum skóg-
um, þar sem döggin glitrar og laufið
grær.
Þó erum við að morgni nýs dags
staddar á sama stað í eldhúsinu heima,
þar sem við höfurn starfað um árabil og
lagað margan góðan kaffisopan til morg-
unhressingar.
En hvað skeður nú í Skaftfellskri
byggð? Nú bi’egður svo við að þessar
hillingar og sýnir birast í ljósi veruleik-
ans. Það eru samtökin, sem hér eru að
verki.
A vegum Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, hefur margur góður háttur
komizt á. Einn slíkur er sá, að kaupfé-
lög Sambandsins, gera nú húsmæðrum
orðið kleift að komast að heiman, til að
njóta í senn hvíldar og ánægju, sem
lengi varir í góðum ferðaminningum.
Til þessara hópferða er jafnan valinn
bjartasti tími ársins, þegar landið skart-
ar sínum fegursta sumarskrúða.
Og ennþá er fjallkonan ung og fríð
sem forðum undir faldi himinsblámans
og kórónu kristallstærra jökla, með
glitrandi blóm á flosmjúkum grænum
mötli sínum, þar sem hún stendur á
fótstalli hins marbláa Atlantshafs, gló-
andi í bjarma miðurnætursólarinnar
norðlenzku.
Ekki veit ég, hvort karlmennirnir sjá
landið í þessari fjallkonumynd, þar sem
hugur þeirra er meir bundin við kvika-
silfur hafsins á þessum tíma árs, en ef-
laust á slíkum stundum þykir mörgurn
þeirra fögur innsigling til Norðlenzkra
hafna, með skipin sín full af síld og þá
man engin lengur eylandið kalda norð-
ur við heimskaut.
Hér skal í stuttu máli greint frá einu
slíku ferðalagi skaftfellskra húsmæðra í
heimsókn til Austur- og Norðaustur-
landsins. Var sú ferð farin á vegum
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga.
Fararstjórinn var Asgrímur Halldórs-
son, kaupfélagsstjóri. Var fararstjórnin
Öll með þeim afbrigðum góð, að hver
Hornfirzk húsmóðir skrifar um ferðalag
Eldhúsdraumar
einasta kona dáðist að. Með sinni hátt-
prýði og framúrskarandi lipurð leysti
hann af hendi það verk, sem og öll önn-
ur störf sín. Enda er hann þekktur fyrir
dugnað og árvekni í sínum verkahring,
sem raun ber og vitni um, þar sem jafn
örar framkvæmdir hafa orðið undir hans
stjórn hér á félagssvæðinu, fólkinu til
margvíslegra aukinna þæginda. Má í því
sambandi t. d. tilgreina stofnun mjólk-
urbús hér á staðnum, bætta aðstöðu á
ýmsan hátt fyrir sjávai-útveginn, svo fá
dærni séu nefnd af mörgum.
Það er ekki meiningin með þessum fáu
línum að fara að gera neina ferðalýs-
ingu á landfi’æðilegan hátt.
Við sem fórum ferðina, geymum
myndir fjölbreytilegra náttúrufyrirbæra
í góðum og hugljúfum ferðaminningum
og þær sem eiga eftir ófarnar slíkar ferð-
ir vonum við hinar að þær sjái hlutina
í sama ljósi.
Við getum verið þakklátar fyrir, hvað
öll aðstaða féll í réttan farveg.
Farartækin góð, bílstjórarnir ágætir,
vegir óaðfinnanlegir, móttökur á hverj-
um stað með ágætum góðar og landið
heilsaði með sínu sætasta sólskinsbrosi.
Hvað verður þá á betra kosið?
Til skýringar vil ég þó taka það fram
í aðalatriðum, hvernig ferðinni var hátt-
að.
Lagt var upp frá Höfn í Hornafirði
kl. 8 árdegis 9. júlí 1957. Tók ferðin 4
daga, var aftur komið á sarna stað síðla
dags h. 12. júlí.
Endastöð þessa ferðalags var Húsavík
í S.-Þingeyjarsýslu. Allt var ferðast í
bílum fram og til baka, nema hvað 15
af 42 konum sem í ferðiina fóru, flugu
heirn frá Egilsstöðum.
Þá vil ég einnig taka það fram, að í
fei-ðina var fenginn hinn fjölfróði maður
og bændahöfðingi, Sigurður Jónsson,
Stafafelli í Lóni, og munum við allar
votta honum virðulegt þakklæti, fyrir
þá leiðsögn, er liann veitti okkur í för-
inni, því varla var til sá bær, staður eða
kennileyti er hann eigi vissi deili á og
var óspar á upplýsingar.
Þá ber okkur einnig að þakka virðu-
legar móttökur kaupfélagsstjóranna á
Djúpavogi og Húsavík, en ferðahópur-
inn þáði boð þehra beggja, góðar mál-
tíðir, og enda þótt Djúpivogur skart-
aði ekki sólskini, eins og við getum sagt
um liina staðina, þá hlýjaði hið geisl-
andi viðmót Þorsteins kaupfélagsstjóra
okkur eigi að síður, er hann ávarpaði
gesti sína og bauð þá velkomna að hin-
urn vistlegu matborðum, en Asgrímur
kaupfélagsstjóri þakkaði fyrir hönd gest-
anna.
Ur ferðinni má segja að þessir staðir
séu einna minnisstæðastir: Fyrst skal þá
tilnefna hina frægu Atlavík í Hallorms-
staðarskógi, nokkurs konar paradís
ferðamannsins, þar sem hann getur gist
16 SAMVINNAN
t* 'j-