Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 19
Bláa
skykkjan
★
★
★
★
★
★
★
Þegar hinn aldni myndhöggvari og
lærimeistari, Leonidas Allori, sem kall-
aður var Fjallaljóniið, var handtekinn
fyrir uppreist og landráð og dæmdur til
dauða, grétu lærisveinar hans og höfðu
í hótunum, því hann hafði verið þeim
andlegur faðir og þeir litu á hann sem
erkiengil og einn hinna ódauðlegu. Þeir
komu saman í hesthúsi Pierinos utan
við borgina, eða í vinnustofu einhvers
þeirra eða þakherbergi og gáfu sorg sinni
og gremju lausan tauminn, grétu hver í
annars barm, eða skóku tvo tugi
krepptra hnefa í þyrpingu gegn himnin-
um — eins og stórt tré í stormi, sem
teygir greinar sínar uppávið — og hróp-
uðu eftir lausn fyrir ástvin sinn og hefnd
yfir harðstjórana.
Aðeins einn þeirra hélt lífi sínu áfram
eins og hann hefði ekki heyrt eða skilið
hinar ægilegu fréttir. Það var sá læri-
sveinn sem meistarinn hafði elskað öðr-
um fremur — hafði kallað son sinn, eins
og lærisveinninn hafði kallað hann föð-
ur. Skólabræður Angelos Santasilia töldu
þögn hans og einangrun stafa af tak-
markalausum sársauka; þeir báru virð-
ingu fyrir sorg hans og létu hann af-
skiptalausan. En hin eiginlega ástæða
fyrir sinnuleysi Angelos var sú, að hugur
hans var fanginn af ást til hinnar ungu
eiginkonu meistarans, Lucreziu. Kærleik-
ar þeirra höfðu um þessar mundir kom-
izt á það stig, að hún hafði heitið hon-
um algerri uppgjöf.
Það verður að segjast, henni til máls-
bóta, að hún hafði um langt skeið veitt
viðnám hinu guðdómlega og miskunn-
arlausa afli sem hélt henni í höndum
sér. Hún hafði svarið þess eið við hin
helgustu nöfn, og látið elskhuga sinn
sverja, að aldrei skyldi orð eða tillit, sem
meistarinn ekki gæti glaðst af, fara á
milli þeirra framar. En þegar henni varð
ljóst að hvorugt þeirra myndi geta hald-
ið það heit, hafði hún þrábeðið Angelo
að fara til Parísar til náms. Loks kom
að því, að henni varð ljóst að það myndi
ekki gagna að heldur, og hún gafst upp.
Hinn ótrúi lærisveinn hefði líka getað
borið fram nokkrar málsbætur fyrir sig,
þótt óvíst væri að nokkur dómstóll hefði
tekið þær til greina. Angelo hafði átt í
mörgum ástarævintýrum, þótt ungur
væri, en ekkert þeirra hafði skilið eftir
nein varanleg áhrif á hjarta hans eða
huga. Það var því óumflýjanlegt að ein-
hverntíma yrði eitt mikilvægast allra.
Og það var eðlilegt og ef til vill óhjá-
kvæmilegt, að hin útvalda yrði eigin-
kona meistarans. Hann hafði engan
elskað eins og hann elskaði Leonidas
Allori; enga aðra mannlega veru hafði
liann dáð af jafn heilum hug. Honum
fannst að hendur meistarans hefðu skap-
að sig eins og hendur guðs höfðu mótað
hinn fyrsta mann, og frá þessum hönd-
Fyrir réttum þrem árum
birtist í Samvinnunni fram-
haldssagan „Góða veizlu gjöra
skal“, eftir Isak Dinesen. Nú
hefst hér enn framhaldssaga
eftir sama höfund, og skal hér
gerð örstutt grein fyrir hver
Isak Dinesen er.
Isak Dinesen er höfundar-
nafn dönsku slcáldkonunnar
Karen Blixen, sem margir
kannast við hér. Hún heitir
réttu nafni Karen Christence
Dinesen, en um skeið var hún
gift dönskum barón, von Blix-
en að nafni. Karen Blixen
hefur lagt stund á málaralist
víða um lönd og átt búgarð í
Kenya í Afríku og búið þar.
Hún skrifaði fyrstu bók sína
„Seven Gothic Táles“, eftir að
hún kom til heimalands sins frá
Afríku, og hlaut strax heims-
frœgð.
V____________________________________/
Ný framhaldssaga
eftir danska höfundinn
Isak Dinesen
um hlaut hann að þiggja maka sinn.
Þegar hin sterka hneigð hans til ásta
hnýttist listinni, sem var honum hin
æðsta hugsjón og mesta tilfinningamál,
kviknaði bál sem liann síðar gat ekki
ráðið við.
Leonidas var heldur ekki án sakar
gagnvart þessum tveim. Dag eftir dag
hafði hann gert fegurð Lucreziu að um-
talsefni við þennan eftirlætis lærisvein
sinn. Þegar hún sat fyrir hjá honum,
sem fyrirmynd að hinni ódauðlegu högg-
mynd hans af Psyche með Lampann,
kallaði hann á Angelo og sagði honum
að reyna hönd sína við sama viðfangs-
efni við hlið sér í stofunni. Meira að
segja hvarf hann af og til frá vinnu sinni
til þess að benda lærisveininum á fegurð
hins lifandi líkama, innblásinn af hrifn-
ingu, eins og hann stæði framan við
sígilt listaverk. Hvorugur þeirra virtist
skynja hina djúpu samúð sem ríkti milli
þeirra í viðhorfi til listarinnar. Það var
unga konan sem renndi grun í hana, og
greindi þá harðneskju og þann kulda
sem fylgir hinu ópersónulega sjónarmiði
listamannsins, jafnvel gagnvart þeim
sem liann ber hlýjastan hug til. Og
hjarta hennar kenndi harms í algerum
einmanaleik.
Um þessar mundir varð Leonidas þess
var að að yfirvöldin héldu uppi njósn-
um um hann og að honum var jafnan
veitt eftirför. Af þeirri staðreynd dróg
hann þá ályktun að líf hans væri í hættu.
Hann varð svo gagntekinn af hugsun-
inni um yfirvofandi dauða og endi lista-
ferils síns, að öll meðvitund hans luktist
um þá einu tilhugsun. Hann lét ekkert
orð falla um þessa hættu við þá sem
hann umgekkst. Þeir urðu óendanlega
fjarlægir huga hans á fáum vikum og
þess vegna óumræðilega smáir. Jafnvel
þau listaverk, sem ætla mætti að hann
hefði viljað ljúka við, urðu honum
ósanngjarn og óþægilegur þröskuldur á
þeim vegi, sem hugur hans tróð.
Síðustu dagana áður en hann var
samvinnan 19