Samvinnan - 01.03.1959, Page 3
r:
V.
TIL HVERS ER BARIZT?
Það vekur nú tæplega athygli lengur, þegar greint er frá því
í fréttum, aff enn einum gervihnetti hafi veriff skotiff út í geim-
inn. Þaff er orffiff nærri daglegt brauff aff heyra um heppnuff effa
misheppnuff geimskot af Kanaveralhöfffa. Frá Rússlanði berast
hins vegar fréttir þá affeins, aff slíkt heppnist. Eins og sakir
standa, hringsóla fimm gervihnettir kringum móffur jörff:
Sputnik 3., Explorer 1. og 4., Vanguard 1. og Atlas. Nokkrir hafa
gengið sér til húðar, og ótaldir eru þeir gervihnettir, sem hafa
eyffilagzt, áffur en þeir komust á braut. Hver einstakur gervi-
hnöttur er tæknilegt undur. Bak viff þá dvergsmíff stendur her-
skari vísindamanna og heilar verksmiffjur. Þar er ekkert til
sparaff, rétt eins og á því velti framtíff mannkynsins, hvort
þessi tæki komist á braut kringum jörffu effa þá til tunglsins.
Þaff er í bili höfuffmarkmiffiff. Og tilgangurinn, jú, hann er ein-
göngu hernaffarlegs eðlis. Hagnýta þýffingu hefur þetta ekki,
þaff er yfirleitt viðurkennt. Hins vegar hafa „stórir“ menn komið
þeirri skoð'un á framfæri, aff sá sem ráði ríkjum á tunglinu, eigi
allskostar viff jörffina. Nú er þó svo komiff, aff hægt er aff skjóta
langdrægum eldflaugum á hvaða staff sem vera skal á jörffinni,
en þá er ekki öruggt aff eiga heima þar lengur og öruggara aff
búa á tunglinu.
Allar skoffanir um þaff, hvort yfirleitt sé unnt aff lenda á
tunglinu heilu og höldnu, eru algerlega út í bláinn. Þar er ekk-
ert loft, sem geti dregiff úr hraða farkostsins. Aff degi til er
hitinn um 200 stig á Celcius og frostið um 150 stig á nóttunni.
Þar er alls ekki til vatn. Margir vísindamenn eru þeirrar skoff-
unar, aff yfirborff tunglsins sé þakiff mjög þykku öskulagi, ef til
vill nokkurra kílómetra djúpu. Ef til vill sekkur farkosturinn í
öskuna og síffan ekki söguna meir. í 130 þúsund km. hæff hafa
mælzt röntgengeislar, sem eru hundraff sinnum sterkari en
læknar viðurkenna, aff mannslíkaminn þoli mest.
Möguleikarnir að hitta tunglið eru taldir 1:25. Eitt skot af
hverjum 25 gæti hitt markiff. Það yrffi mannfrekt, væru eld-
flaugarnar mannaffar. Nú er talað um, aff framkvæma þá hug-
mynd sem fyrst. Eldflaugarnar eru byggffar stærri og stærri með
meira og sterkara eldsneyti. Þar hafa Rússar vinninginn. Þeir
höfðu nýlega skotiff gervihnetti út í sólkerfið, þegar Mikoyan
var á ferff í Bandaríkjunum. Fyrirfram var taliff, aff fyrir vikiff
mundi hann hafa töglin og hagldimar í viffræffum viff forustu-
menn þar. Hverri þjóff, sem tekst að koma einhverju dauffu effa
lifandi til tunglsins, henni er óhætt aff berja í borffiff á ráð-
stefnum og hafa í hótunum.
Aldrei er talað um, hvaff þessar tilraunir stórveldanna til
aff ná yfirráffum utan jarffarinnar kosta. Einu er þó óhætt aff
ganga út frá, cg þaff er sú vissa, aff þær kosta svimandi upp-
hæffir. Móti þeim fúlgum yrffu allar skuldir íslendinga harla
broslegar. En til hvers er þá barizt? Eru öll vandamál á jörff-
inni afgreidd? Lifa allir í þeim praktuglegu vellystingum, aff
ekki sé ástæða til að beina þessu fjármagni í þá átt aff tryggja
eða bæta lífsafkomu jarffarbúa?
Ef svo væri, horfði máliff öffruvísi viff. En staffreyndirnar tala
öffru og alvarlegra máli. fbúar jarffarinnar eru nú 2.700 mill-
jónir, og fólksfjölgun er svo ör, aff taliff er, aff mannfjöldinn
verffi kominn upp í 6000 millj. eftir 40 ár. Þaff er viffurkennt, aff
3000 hitaeiningar á dag er það minnsta, sem fullorffinn vinnandi
maffur kemst af meff, þar sem sæmileg skilyrffi eru á annaff
borð til aff lifa. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuffu
þjóðanna segir, aff helmingur mannkynsins fái ekki nema 1400
hitaeiningar á mann og stór hluti minna. Sem sagt: Helm-
ingur mannfólksins býr viff sult og seyru og þekkir alls ekki,
hvað þaff er aff hafa nóg aff borffa. Þá þarf varla aff spyrja um
önnur efnisleg gæffi, sem viff teljum sjálfsögff og efflileg: Aff búa
í góffu og hlýju húsnæffi, eiga nægilegt af góffum fatnaffi, svo
ekki sé talaff um frekari gæffi eins og bíla, sjónvarp, útvarp,
rafmagn, síma, hitaveitu og hvers kyns öryggisstofnanir, svo
sem tryggingar og sjúkrasamlög. Þaff er mjög erfitt fyrir okkur
aff gera okkur í hugarlund þá örbirgff, sem ríkir til dæmis í
Indlandi og víffar í Austurlöndum. Fólkiff á mjög lítiff umfram
dýr merkurinnar og hrynur niffur í misjöfnu árferffi.
Síffan heimsstyrjöldinni lauk, hafa 1000 milljónir barna fæffzt
og þar af hafa 600 milljónir lifað. Affeins 20 böm af hverjum
hundraff hafa nægilegt viffurværi.
Varla þarf aff fara lengra. Auffsætt er, aff enn er nokkuff
ógert. Upp úr þessum eymdardal er þó skotiff hverri eldflaug-
inni á fætur annarri, — en til hvers? Xil hvers er aff kunna skil
á geislum og öffm þvílíku utan viff þennan hnött, meffan helm-
ingur mannkynsins sveltur? Fyrir venjulega menn hefur þaff aff
minnsta kosti mjög litla þýffingu.
Brezki heimspekingurinn Sir Bertrand Russel hefur látiff þá
skoffun í Ijósi, aff vandamál mannkynsins séu bundin viff þessa
jörff. Út í geiminn hafi menn ekkert aff sækja. Aff minnsta
kosti ekki eins og sakir standa.
„Stjörnumar eru ágætar til þess að horfa á þær“, segir Þór-
bergur, og líklega væri mjög farsælt aff láta þar viff sitja í bili.
SOMVINNAN 3