Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 8
Gamli bóndinn fékk sér í nefið úr
máðum silfurdósum og gerði upp taglið
og smeygði hönkinni á rúmstöðulinn.
Það var mjög heitt í herberginu. Og
meðan hann reis á fætur til að opna
gluggann, sló fornleg klukka átta högg
á þilinu á móti. Hann staulaðist að
borðinu, þar sem viðtækið stóð og hall-
aði sér yfir það og teygði aðra höndina
i járnið, sem hélt honum aftur. Uti var
þungskýjað loft og kliður vorfugla rann
saman við daufan árnið. Bifreið safn-
aðarfulltrúans kom eftir mjóum vegin-
um framan þröngan dalinn. Hann hafði
beðið gamla bóndann að koma líkbönd-
unum í veg fyrir sig. er hann færi til
baka skömmu eftir hádegið. Það var
strax orðið svalara í herberginu. Gamli
bóndinn sá bifreiðina hverfa í bugð-
unni, sem varð á dalnum, þremur bæj-
arleiðum utar. Hann færði sig aftur að
rúminu og lyfti upp sængurhorninu til
fóta, þreifaði lengra undir hana, unz
hann gróf upp þrjú svört og saman-
bundin hrosshárstögl. Hann leysti utan
af þeim gulan gærubandsþáttinn og
seildist eftir því sem hékk á rúmstöðl-
inum og hnýtti aftur utanum þau í
eina hönk.
Gamli bóndinn mundi þegar safnaðar-
fulltrúinn kom, seint um veturinn gang-
andi í djúpum snjónum, dálítið klof-
stuttur með langan broddstaf. eftir að
hafa hlýtt guðsþjónustu úti i kirkju. og
beðið hann að efna fyrir sig upp á nýj-
um líkböndum í stað þeirra gömlu. sem
höfðu grotnað niður í fúa. Hann hafði
sagt, að strákaðall til þeirra hluta væri
ópersónulegur kaðall sem næstum eng-
inn hefði búið til. Gamli bóndinn lagði
töglin í rúmið og settist.
Hann var lágur i sætinu, skroppinn í
framan og fölur af löngum kvrrsetum.
Það var hljótt í húsinu nokkur and-
artök. unz barnið kom mjög hratt ofan
af loftinu. Hann hevrði það staðnæmd-
ist fremst á ganginum og þyt eldflaug-
arinnar og snöggt punktlaga höggið er
hvass stáloddur liennar kom í steinvegg-
inn innst á ganginum, og síðan hlaup-
andi fótatak þess. er það fór eftir henni
áður en gamli bóndinn heyrði skarkal-
ann af falli hennar í gólfið. Síðan þetta
sama upp aftur og enn og aftur, með
stuttum hvíldum.
Klukkan sló hálf níu. Gamli bóndinn
opnaði fyrir morgunútvarpið. Þulurinn
var í erlendum fregnum, að segja frá
herraþjóð, sem hafði farið halloka á
nokkrum vígstöðvum við að berja
niður vopnaðar frelsiskröfur undir-
okaðrar nýlendu. Sameinuðu þjóðiniar
höfðu eftir nána íhugun synjað ítrekuð-
um beiðnum herraþjóðarinnar um bein-
an hernaðarstuðning. Tólfta gerfihnett-
inum hafði verið skotið á loft um nótt-
ina. Horfur á samkomulagi í sáttaum-
leitunum milli stórveldanna voru taldar
ískyggilegri en kvöldið áður. Yeðurstof-
an spáði áframhaldandi sunnanátt og
regni.
Gamli bóndinn lokaði fyrir útvarpið
áður en dægurlögin komu. Hann vissi
ekki lengur hvað hann átti að hugsa um
heimsmálin, og hafði ekki lengur til-
hneygingu að fylgja neinni sérstakri
þjóð að málum. fann. að héðan af stóð
á sama fyrir hann, hvort þeir dcildu
með orðum eða vopnum.
Hann heyrði að einhver kom raulandi
ofan stigann og sagði eitthvað við
barnið. sem hætti að skjóta eldflauginni,
unz raulið hófst aftur inni í eldhúsinu.
Síðan fór að renna þar úr vatnskrana og
leirtau var látið ofan í vask og hurð
féll að stöfum. Svo byrjaði að rigna.
Gamli bóndinn heyrði regndropa falla á
uppkrækta rúðuna og lága goluna líða
mjúklega fyrir gluggann. Honum hafði
fundizt vorið mjög gott. Hann mundi
ekki áður jafn snemmkominn gróður, og
það mátti senn slá allt heimasta túnið.
Eitthvað féll niður með háu brothljóði
frammi á ganginum, og raulið hætti
skyndilega í eldhúsinu, hurð þess opn-
aðist og móðir barnsins kom hratt fram
á ganginn og talaði hávært um brotinn
spegil, og marga kurlaða glugga. síðan
barnið hefði fengið eldflaugina.illu heilli.
Og þaðan í frá mátti það hvergi hand-
leika hana annars staðar en úti.
Hún fór aftur inn í eldhúsið og hélt
áfram að sýsla við leirtauið. Glamrið í
því varð hærra og tíðara en áður um
morguninn. Hún raulaði ekki rneir.
Gamli bóndinn heyrði að barnið kom
að herbergisdyrum hans, og tók hikandi
um hurðarhúninn og opnaði hægt unz
það stóð allt í dyrunum ljóshært og
bláeygt undir háu og hvelfdu enni.
Smásaga
eftir
Guðmund Halldórsson
Bergsstöðum A.-Hún.
— Komdu inn og lokaðu.
Barnið færði sig innar á gólfið og lét
hurðina aftur.
— Hvað er þér á höndum, lambið
mitt?
Barnið setti totu á munninn.
— Ætlarðu ekki að segja eitthvað við
afa?
— Nei.
— Nú er gaman að vera úti með leik-
föngin sín.
— Mamma er vond.
— Hvar er boltinn sem ég gaf þér í
vor?
— Það er ekkert gaman að honum.
— Veiztu um hann?
— Nei, hann er týndur.
— Farðu nú fvrir mig út, og vittu
hvort þú sérð nokkurn bíl koma utanað.
— Þú getur séð það út um gluggann.
— Þú verður enga stund.
— Hvemig á hann að vera?
— Hann á að vera með rauðu húsi
og grænni vél.
— Kannski bráðum.
8 SAMVINNAN