Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 9
— Farðu svo fyrir mig með töglin í veg fvrir hann, þegar hann kemur. Barnið sagði ekki neitt. — Vertu nú gott barn og gerðu þetta fyrir afa gamla. — Þú verður þá að segja mömmu, að lofa mér að vera inni með eldflaugina. — Það eru bara vondu börnin, sem vilja gera það sem búið er að banna þeim. — Þú ert Iíka vondur og gerir aldrei neitt, og þú getur sjálfur farið og gáð að bílnum. Barnið rauk út úr herberginu og skellti á eftir sér. Hann heyrði það lilaupa eftir malbornu hlaðinu, stuttu síðar. Gamli bóndinn hafði lengi fundið til einhvers ónota geigs andspænis þessu leikfangi barnsins, er hann hvorki gat gert sér fulla grein fvrir af hverju staf- aði, eða hrundið honum alveg frá sér. Honum fannst, sem óttinn myndi ekki þoka fyrir fullri vissu um. að ekkert væri á huldu. nema barnið bryti nógu mikið af sér með eldflauginni. að hún yrði tekin af því og eyðilögð. Gamli bóndinn tók töglin af rúminu og gekk fram að dyrunum. Gangurinn var auð- ur og aftur hurðin inn í eldhúsið. Hann liélt áfram eftir ganginum og út á tröpp- urnar. Það var kvrrt veður en rigndi enn, mjög smágert. Grasið á túninu ofan að veginum var mjög grænt og næstum fullsprottið. en þar fyrir neðan lægra og fölara. Það voru kýr á beit á evrinni niður við ána. En handan hennar reis brött og gróðurlítil Tungan, með ljósgrænum dýjavætum í gilskorum milli melhryggj- anna. Gamli bóndinn sá ekkert til bifreiðar- innar. Hann fetaði sig ofan tröppurnar og eftir hlaðinu, framhjá gamla hesta- steininum og upp með húsinu að utan, þangað til hann kom að stiganum reistum upp við þakbrún hússins. Hann þekkti það var stiginn, sem smið- irnir höfðu notað við uppsláttinn á hföðunni, fyrr um vorið og honum brá ekki vara fvrir að sjá hann jiarna. Honum kom barnið í hug. Það var ekki líklegt annað. en barnið kæmi auga á hann og færi að klifra í honum áður en einhver fullorðinn hefði hugsun á að færa hann úr stað. Hann lagði töglin frá sér á hlaðið og tók báðum höndum um stigann án þess að geta fært hann úr stað. Hann sá að meiðarnir voru skorðaðir milli tveggja járnteina er stóðu út úr þakbrúninni og tók aftur á stiganum og reyndi að lyfta honum, en fann skjótt þvngd hans vera sér um megn. Hann var að snúa frá stiganum, að sækja hjálp inn í húsið til að færa hann, þegar barnið kom ofan með húsinu. haldandi á eldflauginni í annarri hendinni. — Líttu á, afi. — Hvað á ég að sjá, lambið mitt? — Nei ekki svona. Þú mátt ekki horfa á mig, heldur þangað sem ég bendi þér. Gamli bóndinn liorfði út að fjárhús- unum, meðan barnið gekk nokkur skref aftur á bak með eldflaugina. Hann heyrði það staðnæmdist andartak, unz það hljóp hratt áfram og skaut henni standandi á tám hægri fótar. Hann sá livar hún stakkst niður í grasið miðja vegu milli íbúðarhússins og fjárhúsanna. — Næst skýt ég henni út að húsum. — Það geturðu aldrei. í-------------------------------------n Hann var í vandrœðum. Safnað- arfulltrúinn flautaði niðri á vegin- um, en fceri hann frá stiganum mundi barnið klifra með eldflaug- ina upp á þakið og þá......... — Ég skal, sagði barnið og var þotið að sækja eldflaugina. Gamli bóndinn gaf veginum út dalinn auga. Og þegar barnið hafði kastað öðru sinni, sá hann bifreiðina koma út úr bugðunni. — Sástu hvar eldflaugin kom niður, afi? — Nei. — Hún fór styttra en áðan. — Nú er bifreiðin að koma, sagði gamli bóndinn og leit til barnsins, er horfði íhugult á stigann og húsþakið. — Nú veit ég hvað ég geri. — Jæja, veiztu það, lambið rnitt. — Eg fer upp á húsið. — Og hvað að vilja? — Þá get ég skotið ehlflauginni alla leið út að fjárhúsum. Gamli bóndinn gekk að stiganum og settist á neðstu rimina. Bifreiðin ók hratt og átti nú tvær bæjarleiðir ó- farnar að heimreiðinni. Barnið kom að stiganum og ýtti við gamla bóndanum. — Lof mér að komast upp. — Þú gætir dottið og skaðað þig. — Farðu, strax. — Skrepptu heldur með töglin. — Aldrei að eilífu. (Framh. á bls• 28) SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.