Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.03.1959, Qupperneq 10
Börnin bera byssur og syngja: ,.Við mun- um gera Taiwan að lýðveldi og drekkja amerískum árásarseggjum." Ljósmynd- imar tók hinn frægi franski ljósmyndari, HENRI CARTIER-BRESSON. — ★ — Kínverskir kommúnistar hafa skipt landinu í kommúnur, þar sem fjölskyldu- og heimilislíf er afnumið og eignaréttur einstaklingsins þurrkaður út — ★ — HVAÐ ER AÐ GERAST I KINA? Kínverjar voru orðnir menningarþjóð um 2000 árum fyrir upphaf tímatals okk- ar. Þeir fundu upp púðrið fyrir Krists burð og prentlistina nokkru seinna. Þeir lifðu í friðsælu samfélagi eftir lífsspeki Konfúsíusar og voru óáleitnir við aðr- ar þjóðir. Rótgróin forfeðradýrkun ásamt innilokunarstefnu gerði það að verkum, að þeir urðu aftur úr í þróuninni. Með- an aðrar þjóðir tileinkuðu sér vísindi og hverskonar framfarir, gekk lífið sinn vana gang í Kína, eins og það hafði gert í áraþúsundir. Fólkinu fjölgaði alltof mikið, en alvarlegur skortur var á flest- um efnislegum gæðum. Þjóðin var varnarlaus fyrir drepsóttum, flóðum og hverskonar plágum. Auðvelt er að gera sér grein fyrir því, að Kína var hinn ákjósanlegi akur fyr- Konur og karlar vinna sleytulaust á akrinum 7 daga í viku. Öðru hvoru er gert hlé á vinnunni til heræfinga. ir kommúnismann eins og allt var þar í pottinn búið. Árangurinn hefur orðið eftir því sem búast mátti við, svo jafn- vel föðurlandi kommúnismans, Rúss- landi, stendur nokkur stuggur af. í hinu stórmerka blaði LIFE inter- national, frá 16. febrúar í vetur, er skil- merkileg grein um þessi mál og fylgja henni margar ágætar Ijósmyndir eftir hinn þekkta, franska ljósmyndara Henri Cartier-Bresson. LIFE hefur ekki orð á sér fyrir slúðurfréttir og því síð- ur VI, vikublað sænskra samvinnu- manna, sem flutti mjög svipaða grein 6. des. 1958. Þar sagði greinarhöfundur- inn, Thor Brunius, að Rússar væru smám saman að nálgast kapitalismann, en Kínverjar væru að framkvæma hinn sanna kommúnisma. LIFE styðst við frásögn tveggja flóttamanna og frásagnir sjónarvotta, sem hafa átt þess kost að sjá með eig- in augum austur þar. Á vissan hátt hef- ur verið unnið stórvirki, en hvað hafa borgararnir greitt fyrir það? Þeir hafa greitt með persónufrelsi sínu og eru nán- ast ánauðugir þrælar. Kommúnistastjórnin ákvað s.l. vor nýtt skipulag. í stað samyrkjubúa, var í tilraunaskyni sett á laggirnar KOMM- ÚNAN, Spútnik, sem þeim þótti gefast svo vel, að öllu landinu hefur nú verið skipt í þessháttar samfélög. 120 milljón bændafjölskyldur í Kína hafa verið reknar frá öllum sínum eigum og safn- að saman í 26 þúsund kommúnur, sem vinna eingöngu fyrir ríkið og lúta hörð- um heraga. Um leið og einstaklmgurinn gengur í kommúnuna — en það er hann auðvit- að skyldugur til að gera — missir hann allar eigur sinar. Fjölskyldur eru leyst- ar upp. Karlar búa í sérstökum skálum og konur í öðrum. Börn eru tekin af mæðrum og ríkið annast uppeldi á þeim í anda kommúnismans. Þeir sem eru vinnufærir þræla myrkranna á milli undir heraga og launin, sem ríkið greið- ir þeim, nema frá 10—30 ísl. kr. á mán- uði. Aftur á móti sér kommúnan fólk- inu fyrir bómullarfötum til að vinna í, en vinnudagar eru 7 í viku. Kommúnan sér fólkinu einnig fyrir mat og húsnæði og allur skarinn borðar við sameiginleg borð. Frí er aðeins, þegar fyrirlesarar kommúnistastjórnarinnar eru á ferð- inni. í stuttu máli sagt: Þrælabúðir án minnstu mannréttinda. Af einhverjum ástæðum hefur komm- únistastjórnin frestað framkæmd þess- arar stefnu í hinum stóru borgum Kina, um óákveðinn tíma, en haft er fyrir satt, að mótstaðan þar sé gífurleg og verði mun erfiðara að ná þrælatökunum þar. Sögumaður LIFE, Chang-Hsi-Lan, var meðlimur í kommúnu, þar til honum heppnaðist að flýja í nóvember í haust. Chang er 23 ára og átti heima í Suð- ur-Kína. Faðir hans var fiskimaður. en þegar kommúnistar komu til valda í Kina, tóku þeir af honum bátinn og til- kynntu honum, að hann ætti að verða bóndi. Stjórnin úthlutaði honum land- skika og honum var sagt að rækta hrís- grjón og sykur. Litlu síðar var landið tekið af honum og honum sagt, að nú tilheyrði hann samyrkjubúi. Árin, sem fóru í hönd voru ekki svo slæm og fjöl- skyldan bjó í kofa og hafði nægilegt að borða. Þar voru foreldrar Changs og bróðir hans, sem átti konu og tvö börn. í febrúar 1958 kom í þorpið kommún- isti að nafni Lee Tak. Batt hann endi á friðsæla daga í þorpinu og varð brátt almennt hataður. Þessi heiðursmaður boðaði til fundar og tilkynnti, að mynda ætti kommúnu úr þorpinu ásamt 19 öðr- um þorpum. íbúamir litu hver á ann- an. Enginn vissi, hvað kommúna var, en Lee skýrði það fyrir þeim: „Þið seljið kommúnunni allar eigur ykkar og svo þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.