Samvinnan - 01.03.1959, Side 19
Krotað á spássíu
FALLANDI GENGI
Eftir séra Svein Víking
Eiim sinni átti ég gullpening. Það er
langt síðan þetta var. Eg fékk hann
niðri í Islandsbanka, sem nú er ekki
lengur til, fyrsta veturinn, sem ég var í
Reykjavík — keypti hann þar fyrir tíu
króna seðil. A þeim seðli stóð ritað, ef
ég man rétt: „Handhafa þessa seðils
greiðir bankinn tíu krónur i gulli“. Mér
þótti vænt um þennan gljáfagra, litla
pening og skoðaði hann oft. Það var líka
von. Hann var ávöxturinn af rúmlega
30 klukkustunda þrældómi í vegavinnu
norður í landi. Þá var kaupið þrjátíu
og tveir og hálfur eyrir um klukkutím-
ann.
Nú á ég hundrað króna seðil í vesk-
inu mínu. Hann er ávöxtur af fjögurra
klukkustunda starfi á skrifstofu í
Reykjavík. En fyrir hann fæ ég aldrei
neinn gullpening og ef ég fengi hann. þá
yrði hann svo lítill, að það vrði ekki
hægt að sjá hann, nema þá í stækkunar-
gleri.
Eins og allir vita, þá eru peningar og
hafa alltaf verið óætir og einskis virði í
sjálfu sér. En þeir eru ávísun á mat og
mörg önnur raunveruleg verðmæti og
nauðþurftir fólksins, og auðvitað líka
á hégóma og óþarfa, ef fólkið kýs það
heldur. Slík ávísun er þó því aðeins full-
gild. að á bak við hana standi örugg
trygging, gull eða gild ábvrgð ríkisins.
Það er þetta, sem hefur brostið hjá
okkur — og raunar mörgum fleiri þjóð-
urn á síðari árum. Þess vegna meðal
annars er svo komið, að hundrað króna
seðillinn minn hefur ekki að geyma
nema lítið brot af því verðmæti, sem
fólst í tíu króna seðlinum, sem ég átti
einu sinni og labbaði með niður í banka
og skipti þar fyrir gull fyrir nærfellt
hálfri öld. Krónan lieitir að vísu ennþá
króna. En hún er orðin svikinn mælir á
verðmætin. Það er hringlað fram og aft-
ur með gildi hennar og kaupmátt. Hún
er orðinn óskapnaður, sem enginn veit
full deili á, eitt í dag og annað á morg-
un. Menn sækjast að vísu ennþá eftir að
eignast hana. Ekki vantar það. En fæst-
ir þora að geyma hana og eiga hana
stundinni lengur af ótta við, að hún
verði að engu í höndum þeirra. Þetta
skapar óreiðu og óheilbrigða kaupsýki
og eyðslu. Hvernig á annað að vera?
Siðan er reynt að bæta mönnum upp
rýrnandi krónu með því að fjölga þeim
og gefa út æ fleiri og stærri seðla. Fyrir
vikið hef ég nú „hundraðkall“ í veskinu
mínu — laun fyrir hálfs dags vinnu.
Orð okkar og loforð eru í raun og
veru ávísanir á raunveruleg verðmæti
líkt og peningarnir — ávísanir á verð-
mæti í okkur sjálfum. Þau eru verð-
laus og einskis nýt í sjálfu sér eins og
bankaseðillinn. Gildi sitt fá þau af gulli
efndanna og því, að við séum menn til
að standa fyrir því, sem við segjum eða
lofum. En hvernig er þetta að verða
íslenzk samvinnuhjálp til nýfrjálsra landa
Á kaupfélagsstjórafundi í janúar s.l. fór Erlendur Einarsson, forstjóri
SfS, þess á leit við kaupféiagsstjórana, að þeir hlutuðust ti! um það við
stjórnir félaganna, að þau legðu fé af mörkum til alþjóðasamvinnu. Upphæð
hvers félags var miðuð við 500 kr. á hvern fulltrúa félagsins á aðalfundi
SIS. Féð skyldi notað á þann hátt, að bjóða hingað manni eða mönnum frá
einhverjum hinna nýfrjálsu landa Afríku eða Asíu, sem komin eru skammt
á veg efnahagslega, en hafa byrjað uppbyggingu samvinnustarfs. Ætlunin
er að sá, sem styrksins nýtur, kynni sér íslenzkt samvinnustarf, ef verða
mætti til ávinnings fyrir viðkomandi þióð. Nú þegar hafa allmörg félög
svarað þessari beiðni játandi.
Sr. Sveinn Víkingur.
með orð og athafnir í okkar þjóðfélagi?
Er þar að endurtaka sig svipuð saga og
um krónuna okkar? Er króna loforðanna
aðeins orðin að efndum fyrir fimrn
aura? Areiðanlega misjafnt eftir því,
hver á í hlut. Enn eru til, sem betur fer,
menn og konur, sem leggja á það alla
ástundun, kapp og metnað, að viðhalda
traustu og stöðugu gengi orða sinna og
loforða, og vernda með því um leið sitt
eigið manngildi, sæmd og heiður.
En frá þessu eru allt of margar und-
antekningar, og þeim fer fjölgandi. Ráð-
vendni og orðheldni virðast heldur ekki
lengur metnar eins og vera ber og vera
þarf. Hamingjan gæfi, að ég hefði í
þessu rangt fyrir mér. En okkar samfé-
lag er einhvern veginn að þokast aftur á
bak í þá áttina, að fólkið er tekið að
meta mest feitar fyrirsagnir, stór orð,
nógu mörg loforð og glæsileg, en hugsa
minna um efndirnar. Sá, sem er nízkari
á loforð en efndir. hann er ekki lengur
orðinn líklegur til frama eða áhrifa í
þjóðfélaginu.
Þetta er að verða eins og með krón-
una. Við heimtum fleiri krónur, af því
að gildi þeirra fer æ minnkandi og við
heimtum og gefum stærri og fleiri lof-
orð, af því að þau eru fallin í verði og
við vitum, að ekki er gert ráð fyrir að
efna þau nema að nokkru levti.
Þetta er hin mikla og háskalega öfug-
þróun, sem hlýtur að koma okkur í koll.
Svo erfitt sem það reynist að halda uppi
heilbrigðu þjóðfélagi með því að gefa
út fleiri og fleiri seðla á ört minnkandi
krónur, þá hygg ég, að hitt sé þó enn
hættulegra þjóðinni, að gefa út sívax-
andi loforð á minnkandi efndir. — Og
er þó hvorugt giftusamlegt.
SAMVINNAN 19