Samvinnan - 01.03.1959, Side 23
Á förnum vegi
Nú á tímum hraða og taugaspennu, gæti
þessi rólega skepna orSið til fyrir-
myndar. Þessi stórmerki flóðhestur gef-
ur sér tíma til að Ieggja sig eftir
matinn og slappa ærlega af, hvað sem
heimsmálum og innanríkispólitík líður.
Hinn frægi franski leikrita-
höfundur og leikstjóri, Jean
Cocteau, sagði: „f listinni
verða til ljótir hlutir, sem
verða fagrir með tímanum. í
tízkuheiminum eru búnir til
fagrir hlutir, sem ævinlega
verða ljótir með tímanum.
Þokkagyðjan á myndinni að ofan heitir
Birgitte Bardot og er hvorttveggja, að
hún er frönsk og afburða fögur. Góðar
heimildir segja, að Fransmenn hafi af
henni meiri gjaldeyristekjur, en útfl.
stærstu bílaverksmiðjunnar þar í landi.
Húlahoppið er úr
sögunni, og segja
má, að tæplega
finnist köttur, sem
ekki er hættur við
hringinn. Þó sást
þessi nýlega og er
hann sjálfsagt sá
síðasti.
4-m
Arkitekt einn í útlandinu byggði yfir sig
þetta hús. Það er eingöngu úr gleri og
póstar úr tré. Aðeins er þar eitt her-
bergi og ekki sérlega „prívat“. Já, það
er eins gott að kasta ekki grjóti á því
heimili.
geri ég ekki, og þess vegna er okkur báð-
um bezt að skilja nú. Vertu sæll, Gunn-
ar, og þakka þér fyrir allt gott, sem við
átturn saman.“
Gunnar Berg reyndi að ímynda sér, að
nú væri allt á enda fyrir honum, lífið bú-
ið, ekkert nema eilíf sorg. En það gekk
ekki vel. Einhver skrýtinn púki var far-
inn að hlæja djúpt í sinni hans, áður en
varði, og ioks glotti hann sjálfur. —
„Bölvuð tófan!“ tautaði hann með sjálf-
um sér. „Svo það eru þá bara pening-
arnir, sem lnín gengst fyrir! Astin er
henni einskis virði! Þetta er andskotans
gægsni. Ég má lirósa happi að vera laus
við hana.“ — Og nú fann hann greini-
lega, að í raun og veru var það mikill
léttir að þurfa aldrei að sjá hana framar.
Þau höfðu ekki passað saman; þetta var
yfirstéttarhofróða og munaðardrós,
ágætt dæmi um spillingu auðvaldsins.
Fari hún og veri! Hann spýtti á götuna,
flýtti sér upp í Litlakaffi og fékk sér
vænan teyg af brennivíni. Svo fór hann
upp til Jónmundar og sótti vörubirgðir
fyrir kvöldið.
Er hann hafði setið í kaffistofunni um
stund, kom Rauðkollur stúdent inn og
tyllti sér hjá honum. Hann fékk sér
glas af öli, og Gunnar renndi út í það
hjá honum. „Hvað er að frétta?“ spurði
hann.
„Hitt og þetta,“ svaraði Rauðkollur
og horfði rannsakandi á vin sinn. „En
mér sýnist þú eitthvað öðru vísi en vant
er?“
„Það er nú ekki að furða,“ anzaði
Gunnar Berg.
„Jæja,“ mælti Rauðkollur. „Er Fríða
kannske búin að lýsa frati á þig?“
Gunnar Berg kinkaði kolli og setti upp
mæðusvip.
„Ojæja, blessaður unginn,“ sagði stúd-
entinn með hluttekningu. „Þetta grun-
aði mig lengi. Og er það sem mér sýnist,
að þú sért kominn í þjónustu Jónmund-
ar? — Þú ert skrambi bólginn utan um
þig!“
Gunnar sagði honum þá allt af létta:
— „Fyrst Fríða sveik mig, hef ég engu
að tapa, og þetta er bæði hæg vinna og
vel borguð; maður getur ekki slegið
hendinni við slíku á þessum erfiðu tím-
um.“
Rauðkollur stúdent horfði á þennan
gamla félaga sinn með angurværu brosi.
— „Lítið þarf fjandinn fyrir þér að
hafa,“ sagði hann; glettni og hryggð
var á hvörfum í röddinni. „Þú ert vel
af Guði gefinn, en ávöxtun pundsins lé-
leg; — ekkert reynt að klóra í bakkann,
bara fljóta sofandi að feigðarósi.“
Allt í einu rétti hann úr sér og hvessti
augun á Gunnar Berg. — „Helvítis aum-
ingi ertu, drengur!“ sagði hann. „Ætl-
arðu að fara beint í hundana án þess
að reyna að spyrna fótum við? — Sjáðu
nú til, — ég „sló“ mér tvö hundruð
krónur í dag, og í kvöld legg ég af stað
til Noregs með skipi, sem er hérna við
hafnarbakkann. Komdu með mér! Við
skulum fara út í heim og berjast fyrir
tilveru okkar. Ég ætla að verða rithöf-
undur, og þú skalt verða myndhöggv-
ari, eins og þú ætlaðir þér. Það verður
vafalaust erfitt, en maður má ekki
heykjast niður í drulluna eins og hver
annar ræfill, heldur slást, þar til yfir
lýkur, og sýna, að skaparinn hafi euki
gefið manni líftóruna til einskis. —
Nú, hvað segirðu?“
Gunnar hikaði andartak. Hann sá
sjálfan sig í anda verða að miklum
manni úti í heiminum; það stóðu grein-
ar um hann í blöðunum á íslandi. En
svo hristi hann höfuðið.
„Það er ekki nokkur leið að brjótast
áfram alveg peningalaus,“ sagði hann,
,,og viðurhlutamikið að fara úr góðri
stöðu út í óvissuna. Ég ætla að safna
mér svolitlu af aurum fyrst; svo kem ég
kannske á eftir þér.“
„Þú gerir víst slag í því!“ — Rauð-
kollur stúdent reis snöggt á fætur og
rétti Gunnari Berg höndina.
(Framh. á hls. 28)
SAMVINNAN 23