Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Side 28

Samvinnan - 01.03.1959, Side 28
Annó1959 (Framh. af bls• 9) — Eg skal gefa þér súkkulaðistykki ef þú ferð með þau í veg fyrir bílinn. — Alveg sama. Gamli bóndinn heyrði bifreiðina nálg- ast meðan hann hugsaði ráð sitt og vissi hún yrði komin innan fárra augnablika. — Eg skal gefa þér tvö, ef þú lofar að fara ekki upp í stigann meðan ég fer með þau. Þögn. — Ætlarðu að lofa því? — Kannski. sagði barnið mjög lágt og forðaðist að líta í augu gamla bónd- ans, áður en það gekk upp með húsinu og hvarf fyrir ofan það. Bifreiðin var farin að flauta úti á veg- inum, þegar gamli bóndinn reis á fætur og beygði sig eftir töglunum, til að fara með þau í veg fyrir hana. Hann átti eftir þriðjung leiðarinnar er hann leit til baka heim að húsinu. Hann sá barnið koma hratt niður með því og klifra upp stiganii með eld- flaugina í annarri hendinni og var í næstu andrá komið upp á þakbrúnina. Eitt andartak var það á fjórum fótum á hallandi járninu, unz það gat rétt sig alveg upp. Hallaði sér síðan hægt aftur á bak, með eldflaugina í uppréttri hend- inni, og síðan snöggt fram og skaut. Það missti jafnvægið á þakbrúninni og féll fram yfir sig með háu skerandi ópi. sem þagnaði algerlega, er höfuð þess kom á malborið hlaðið undir húsinu. Gamla bóndanum fannst hann ekki vera hann sjálfur, þegar bifreiðin flaut- aði öðru sinni á veginum neðan við heimreiðina. Litlakaffi (Framh. af bls. 23) í sama bili kom Imba litla fram í kaffistofuna til þeirra. Hún brosti blítt til Gunnars. — ,.Það er maður inni, sein vill fá —,“ sagði hún með hinni Ijúfu rödd sinni. Hún var í ermalausum kjól. og augu hennar voru blíð og rök eins og i kvígu. Gunnar strauk, líkt og óafvitandi. arm hennar, og það koin slikja í augu hans. Þau horfðust í augu. og hún roðn- aði. „Vertu sæll.“ sagði hann og sneri sér að Rauðkolli. ..Ég vona. að þér gangi vel.“ Rauðkollur stúdent leit á þau til skiptis. svo kinkaði hann kolli og fór sína Ieið. En Gunnar Berg dró Imbu litlu snöggvast með sér inn í herbérgið henn- ar. Þar tók liann utan um hana, þrýsti henni fast að sér og kvssti heitar, rakar varir hennar. — ..Ég kem til þín í kvöld." hvíslaði liann. ...Já, vinur, já!" anzaði hún og hjúfraði sig að brjósti hans. Þetta kvöld opinberuðu þau trúlofun sína, ungfrú Sara og Napóleon Jónsson. E n d i r . Vettlingar (Framh. af bls. 13) áfram með áframhaldandi mynstri ofan á þumlin- um, þar til þumallinn er ca. 7 cm-, bá er lokið við hann eins og áður er sagt. Græðif.: prjón ð í hring 8 I. handarb. og 8 1. lófa, takið 2 1. upp á milli þumlanna og fitjið 2upp hinumegin. Prjónið þessar 20 1. með mynstrinu ofaná þangað til þumallinn er ca- 61/2 cm. Ljúkið því næst eins og á hinum. Litli- fingur: Prjónið þær 12 1. sem eftir eru og takið 3 1. upp hiá græðifingrinum. Prjómð þangað td fing- urinn er ca. 5 cm. — Þumalfingurinn: Skiptið hin- um 20 1. sem settar voru upp á nálina cg 4 I., sem teknar eru upp í lófanum, á 3. p. Prjónið þessar 24 1. og í annarri umf. prjónast 2var sinnum 2 sn. þessar 4 sem teknar voru upp (22 1. eftir). Priónið þvínæst áfrani þangað til þumallinn er ca. 5 cm. og endið eins og á vísifingri. Hægri handar vetlingur er prjónaður eins og sá vinstri, en með þumalinn öfugu megin í lófanum? það er að segja, að útauknmgin á þumalfingrinum byrjar þannig: Prjónið, þar til búið er að pr. 1 I. á 2. p., takið upp bandið 2 r., bandið. Ljúkið umf. og vísifingurinn er prjónaður í hring með síðustu 7 1. á 1. p. og fyrstu 7 1. á 2. p. Hinir þumlarnir eru prjónaðir með 1. frá handarbaki og lófa eins og sagt er fyrir með vinstri vettlinginn. i i i í i i i i i i i i í 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.