Samvinnan - 01.08.1985, Side 12
SJAVARUTVEGUR SAMVINNUMANNA
ekki síður þeim sem hafa viðskipta-
lega menntun að baki. Miklar vonir
hljóta að vera bundnar við námsbraut
í sjávarútvegsfræðum, sem nú er í
uppsiglingu við Háskóla íslands. Það
gefur auga leið, að smáþjóð eins og
Islendingar hafa ekki það fjárhagslega
bolmagn til rannsókna, sem stærri
þjóðir hafa. Því ríður á miklu, að
okkur verði sem allra mest úr því
takmarkaða fjármagni sem hægt er að
verja til rannsókna. Ég tel að besta
tryggingin fyrir góðum árangri á þessu
sviði sé góð samvinna milli rannsókn-
araðila og fyrirtækja í greininni.
Við erum ekki enn
komnir mcð fulla
reynslu af kvótakerf-
inu og verðum það
naumast fyrr cn eftir
um þrjú ár.
• Ekki komin full reynsla á
kvótakerfið
- Hvert er álit þitt á kvótakerfinu
og telur þú, að það hafi borið þann
árangur, sem til var ætlast?
- Árið 1984 varfyrsta „kvóta-árið“,
ef svo má að orði kveða. Að því ári
liðnu held ég að menn hafi verið
sammála um, að framkvæmd hafi
tekist vonum betur. Þá óttuðust menn
mjög fiskleysi og þar af leiðandi
atvinnuleysi síðustu mánuði ársins.
Þetta gekk ekki eftir. Á þessu ári
virðist aftur á móti mun meiri hætta á
að þetta geti gerst. Meðalþorskaflinn
fyrstu átta mánuði þessa árs er
30-35.000 tonn á mánuði. Meðalafli
af þorski síðustu fjóra mánuði ársins
verður einhvers staðar innan við
10.000 tonn á mánuði. Mín niðurstaða
er því sú, að við séum ekki enn komnir
með fulla reynslu af kvótakerfinu og
verðum það naumast fyrr en það hefur
verið við lýði í a.m.k. í þrjú ár.
• Skömmtun með einhverjum hætti
- Er kvótakerfið tímabundin neyð-
arráðstöfun að þínum dómi eða vísir
að varanlegri framtíðarlausn á fisk-
veiðum okkar?
- Ég get varla látið mér til hugar
koma, að sá dagur renni upp, að
leyfðar verði hömlulausar veiðar á
nytjafiskum okkar. Þess vegna hlýt ég
að gera ráð fyrir að hinar takmörkuðu
auðlindir hafsins verði með einhverj-
um hætti skammtaðar. Menn geta
náttúrlega sagt, að þá sé af sem áður
var og til lítils unnið að hafa sínar 200
mílur, ef áfram verði að skammta
okkar íslensku fiskimönnum fiskinn.
Menn gleyma því þá, að afkastageta
skipa og veiðarfæra, sjálfur sóknar-
þunginn, er orðinn margfaldur á við
það sem hann áður var. Hömlulausar
veiðar, með allri þeirri tækni, sem nú
stendur til boða, gætu á nokkrum
mánuðum valdið skaða, sem erfast
mundi til næstu kynslóðar. Mer virðist
að allar þjóðir, sem byggja afkomu
sína á takmörkuðum auðlindum,
skammti þær með einhverjum hætti.
Þetta á jafnt við um trén í mörkinni
sem olíuna í sandinum.
# Góð samvinna og samstaöa
- Prátt fyrir minnkandi afla hefur
verið um framleiðsluaukningu að ræða
hjá þeim frystihúsum, sem selja afurð-
ir sínar í gegnum Sjávarafurðadeild,
og einnig hefur sala aukist hjá sölufyr-
irtækjum Sambandsins og Sambands-
frystihúsanna í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Hverju þakkarðu þennan
góða árangur?
- Þessi árangur hefur náðst fyrir
góða samvinnu og góða samstöðu
allra þeirra aðili, sem hér eiga hlut að
máli. Það er ljóst, að Sambandsfram-
leiðendur hafa gert sér meira far um
það en aðrir að ná hinu takmarkaða
hráefni í gegnum frystingu. Með þessu
móti hafa þeir stuðlað að auknum
gjaldéyristekjum fyrir þjóðfélagið,
meiri tekjum fyrir verkafólk í landi en
orðið hefði ef fiskurinn hefði farið af
landi brott óunninn og síðast en ekki
síst auknum tekjum fyrir þá fjölmörgu
aðila, sem selja fiskvinnslunni hvers
konar þjónustu, allt frá rafveitum til
viðgerðarverkstæða.
Eins og þú getur réttilega um, þá
hafa fyrirtæki okkar erlendis, Iceland
Seafood Corporation í Bandaríkjun-
um og Iceland Seafood Ltd. í Bret-
12