Samvinnan - 01.08.1985, Side 20
5-B ORK
SJÁVARÚTVEGUR SAMVINNUMANNA
55 frystihús,
frystitogarar og aðrir
verkendur frystra
afurða seldu afurðir
sínar hjá Sjávaraf-
urðadciid um síðustu
áramót.
málanefnd tók einnig að sér sölu frysts
fisks. Það varð skilyrði fyrir lánum úr
Fiskimálasjóði að þeir sem fengu lán
létu Fiskimálanefnd selja sínar afurð-
ir. Þetta varð til þess að einungis 7
frystihús seldu afurðir hjá Samband-
inu fyrstu árin, enda fengu þau ekki
lán úr Fiskimálasjóði. Sextán frysti-
hús, sem annars hefðu selt hjá Sam-
bandinu, seldu hjá Fiskimálanefnd og
fengu lán úr Fiskimálasjóði.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var
síðar stofnuð af þeim húsum, sem
skiptu við Fiskimálanefnd. Eftir það
fluttust þau hús sem samvinnuhreyf-
ingin átti að meirihluta yfir til Sam-
bandsins, þegar lán Fiskimálasjóðs
greiddust upp. Nokkur hús sem líklegt
má teljast að hefðu upphaflega gengið
í viðskipti við Sambandið voru samt
áfram í Sölumiðstöðinni og hefur
hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar í
rekstri þeirra minnkað og í flestum
tilfellum horfið alveg.
• Frystihús hjá Sambandinu.
Félagar í Félagi Sambandsfiskfram-
leiðenda eru nú þessir:
7 hús, sem Sambandið á hlut í, þar
af fimm með kaupfélögum og tvö með
öðrum aðilum.
6 hús, sem rekin eru sem deildir í
kaupfélögum.
11 hús eru hlutafélög í meirihluta-
eign kaupfélaga.
7 hús, sem samvinnuhreyfingin á
engan hlut í.
1 frystitogari, sem kaupfélag á hlut
í.
32 fyrirtæki alls.
Önnur fyrirtæki sem selja frystan
fisk hjá Sambandinu:
1 hús í einkaeign með umtalsverðri
framleiðslu og sem lengi hefur selt
framleiðslu sína hjá Sambandinu, án
þess að ganga í Félag Sambandsfisk-
framleiðenda.
5 hús í einkaeign sem framleiða
öðru hvoru einstakar afurðir.
14 fiskverkendur óháðir samvinnu-
hreyfingunni, sem bættust við árið
1984, flestir með litla framleiðslu.
2 frystitogarar, sem bættust við
1983 og 1984.
1 frystihús, sem bættist við í ársbyrj-
un 1985.
23 fiskverkendur alls.
Það voru því samtals 55 frystihús,
frystitogarar og aðrir verkendur
frystra afurða, sem seldu afurðir sínar
hjá Sjávarafurðadeild SÍS um síðustu
áramót. Nú hefur einn frystitogari
horfið yfir til Sölumiðstöðvarinnar að
miklu leyti.
Það hlýtur að vekja athygli hve
margir nýir fiskverkendur bættust við
árið 1984. Ég hygg að skýringin muni
vera að afkoma Sambandsfrystihús-
anna var betri en annarra frystihúsa
árið 1983 og þó sérstaklega árið 1984.
Svo mikið er víst að ekki hefur verið
beitt fortölum né neins konar þrýstingi
í þessu skyni. En hitt er svo rétt að
þrýstingi hefur verið beitt í gagnstæð-
um tilgangi.
# Komið og farið.
Síðan Félag Sambandsfiskframleið-
enda var stofnað árið 1968 hafa eftir-
talin fyrirtæki, sem áður voru í við-
skiptum við önnur sölusamtök, komið
í viðskipti við Sjávarafurðadeild Sam-
bandssins: