Samvinnan - 01.08.1985, Qupperneq 21
Fiskiðjan Freyja hf., Suðureyri.
Garðskagi hf., Garði.
Söltunarfélag Dalvíkur hf., Dalvík,
má einnig telja en það fyrirtæki getur
þó varla talist frystihús. Þar fer ein-
göngu fram rækjuvinnsla. Kirkjusand-
ur hf. í Reykjavík keypti frystihús,
sem áður hafði verið í eigu Júpiter hf.
og Mars hf. og jók þannig framleiðslu
sína. Engan veginn er þó hægt að
segja að Sambandinu hafi bæst nýtt
frystihús við þetta, en vissulega fækk-
aði frystihúsum Sölumiðstöðvarinnar
um eitt.
Frá sama tíma hafa eftirtalin hús
farið úr viðskiptum við Sambandið til
annarra sölusamtaka:
Kirkjusandur hf., Ólafsvík
Frystihús Kaupfélags Skagstrend-
inga, Skagaströnd
Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf.,
Tálknafirði
Hvammur hf., Kópavogi
Sjöstjarnan hf., Njarðvík
Ms Akureyrin, Akureyri.
Þar að auki hætti frystihús kaupfé-
lags Fram í Neskaupstað starfsemi
sinni ogleigði SÚN frystiaðstöðu sína.
• Hvað veldur?
Eins og af þessu sést hafa fleiri
fyrirtæki farið frá Sambandinu en
komið hafa. Samt sem áður hefur því
verið komið inn hjá almenningi að
Sambandið sé að ágirnast fyrirtæki og
að Sjávarafurðadeild Sambandsins sé
stöðugt að eflast vegna þess að Sam-
bandið sé að kaupa frystihus út um allt
land. Það er því ekki óeðlilegt að
spurt sé hvað valdi því að almenningur
fær slíkar upplýsingar.
Ekki verður reynt að svara því hér.
En rétt er þó að sýna eitt dæmi um
hverju mismunandi fréttamat fjöl-
miðla getur komið til leiðar. Árið
1980 lagði þáverandi sjávarútvegsráð-
herra til við Fiskveiðasjóð íslands að
hann lánaði eftirtöldum frystihúsum
umfram venjulegar reglur sjóðsins:
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf.,
Patreksfirði.
Búlandstindi hf., Djúpavogi.
ísbirninum hf., Reykjavík.
Pormóði Ramma hf., Siglufirði.
Þessi frystihús áttu tvennt sameigin-
legt: í fyrsta lagi áttu þau það sameig-
inlegt að þau voru öll að byggja ný
21