Neisti - 01.03.1970, Blaðsíða 7
EFTIR
ERNEST
MANDEL
EFNAHAGSBANDALAGIÐ
A toppfundi EBE 1 Haag voru
dyrnar að efnahagsbandalaginu
opnaðar EFTA-ríkjum. I þessari
grein reynir Ernest Mandel,
einn kunnasti hagfræðingur
marxista,að skilgreina ástæð-
ur þess.
Fulltrúar Efnahagsbanda-
lagsríkjanna sex héldu fund
í Haag 1.og 2.desember s.l.
Eftir niðurstöðum þessarar
ráðstefnu að dæma er nauð-
synlegt að veita svör við
vissum spurningum,sem snerta
Efnahagsbandalagið.Þessar
spurningar eru flóknari en
virðist við fyrstu sýn.
FELAGSLEGA,er Efnahags-
bandalagið "yfirbygging",þ.e.
bákn lögfestra stofnana með
hálfgild ríkisstjórnareinkenni,
sem evrópska borgarastéttin
hefur sett upp til varnar gegn
óvinum sínum(verkalýðsstéttinni
og and-kapitaliskum ríkjum
Austur-Evrópu) og keppinautum
sínum(einkum bandaríska im-
perialismanum).
Efnahagslega- er Efnahags-
bandalagið tjáning vaxandi
gagnkvæmu innstreymi alþjóð-
legs fjármagns í auðvalds-
ríkjum Evrópu.Það er því á-
vöxtur alþjóðlegrar samþjöpp-
unar auðmagns og verkar um
leið sem hvati til enn meiri
samþjöppunar þess.
LAGALEGA, er Efnahags-
bandalagið sérstakt form á
alþjóðlegri "sambræðslu" auð-
valdsins,takmarkaðri við sex
lönd og studd af sérstökum
stofnunum(sameiginlegur
ytri tollmúr,samræmd stefna
í landbúnaðarmálum o.s.frv.)
sem eru afleiðingar erfiðra
samningaviðræðna milli
ýmissa hópa borgarastéttar
Efnahagsbandalagsins.
STJORNMALALEGA,endurspegl-
ar Efnahagsbandalagið krafta-
munstur,sem er mjög flækt,en
hefur almennt séð verið fryst
á grundvelli þeirra afstæðna
sem ríktu milli stéttanna og
heimsveldanna við stofnun
E.B.E. 1958.
Ar.um saman komumst við
ætíð að sömu niðurstöðum í
skilgreiningu okkar.Ráðstefn-
an í-Haag hefur staðfest þær
enn einu sinni.
Fyrir einu ári á tíma
gjaldeyriskreppunnar í nóvem-
ber 1968 birtust ýmis evrópsk
dagblöð með fyrirsögninni:
"Deutsch Mark,Deutsch Mark
Uber Alles" Eftir ráðstefnuna
í Haag hafa flestir frétta-
skýrendur skrifað,að Vestur-
Þýzkaland hafi tryggt sér
dulda stjórnmálalega forystu
innan Efnahagsbandalagsins.
þeir rómantískt sinnuðu hafa
eignað þetta burthvarfi "hins
sterka persónuleika de Gaulle"
frá stjórnmálaleiksviði Evróþu
En það er greinilega enginn
fótur fyrir þeirri skoðun.
Það var ekki burthvarf
de Gaulle,sem opnaði Willy
Brandt brautina til að verða
"leiðtogi hinnar frjálsu
Evrópu ",það var uppgangur
þýzks imperialisma og stefna
hans í átt til stjórnmála-
legrar forystu í Evrópu,sem
var ein ástæða fyrir burt-
hvarfi de Gaulle.
Ef það var hluti frönsku
borgarastéttarinnar,sem ákvað
við síðustu þjóðaratkvæða-
greiðslu að losa sig við de
Gaulle,þá var það vegna þess
að hershöfðinginn hafði hindr-
að Efnahagsbandalagið í starf-
semi sinni í þeim mæli að til-
veru þess var ógnað.Fjárkúgun
er í raun og veru vopn,sem
báðir samningsaðilar geta not-
að,og það vill svo til að
franska borgarastéttin þarfn-
ast Efnahagsbandalagsins meir
en Vestur-Þjóðverjar. Fransk-
ir kapitalistar selja 45% af
útflutningi sínum á markaðs-
svæði E.B.E., V-Þjóðverjar
aðeins 37%. Með tilliti til
slíkra útgangspúnkta þessara
tveggja auðvaldsþjóðfélaga
var niðurstaða keppninnar
vituð fyrir fram.
Uppgangur vestur- þýzks
imperialisma á síðasta ára-
tug hefur fyrst og fremst
grundvallast á efnahagslegu
og fjármálalegu veldi hans.
Hann hefur náð fram að ganga
þrátt fyrir greinilega veik-
an hernaðarmátt og kreppu
innan stjórnmálaforystunnar,
en hvort tveggja hefur taf-
ið diplómatíska sókn Bonn-
stjórnarinnar í samfélagi
heimsveldanna.
Nú, tíu árum eftir að
Rómarsáttmálinn ( sem grund-
vallaði Efnahagsbandalagið)
tók gildi, eru styrkleika-
hlutföllin önnur en 1958.
Þrátt fyrir sjálfa atóm-
sprengjuna frönsku og "eig-
in" kjarnorkukafbáta, er
franski imperíalisminn orð-
inn langt aftur úr hinum
vestur-þýzka bandamanni sín-
um og keppinaut.
Arið 1958 var útflutningur
Vestur-Þýzkalands metinn á
6.4 billjónir dollara, út-
flutningur Frakka á 4 billj-
ónir; árið 1968 eru hlut-
föllin orðin 15.5 á móti 7.
Sumir miður vingjarnlegir
athugendur segja jafnvel að
orsökin sé "persónulegir
dyntir" Hershöfðingjans, af
því að hefði franski kapít-
alisminn eytt peningum sín-
um í últranýtískulegar verk-
smiðjur, í stað þess að
fleygja þeim í hernaðarvél-
ina, þá stæði hann sterkari
gagnvart keppinautum sínum
í dag.
Efnahagsleg og fjárhagsleg
yfirráð vestur-þýzka im-
períalismans hafa einnig
leitt aðra óvænta niður-
stöðu í 1jós. A þessum árum
hefur stjórn de Gaulle ver-
ið frumkvöðull "vopnahlés"
og "tæknilegrar samvinnu"
við Sovétríkin. En það þurfti
ekki meira til, en að Brandt
tók við af Kiesinger og
Vestur-Þýzkaland breytti ut-
anríkisstefnu sinni lítils
háttar, og Moskva samþykkti
að opna dyrnar fyrir blóm-
legum verzlunarviðskiptum.
Þetta hefur fært Mannes-
mann auðhringnum stærri
pöntun en Sovétríkin hafa
nokkru sinni veitt auðvalds-
fyrirtæki í Vestur-Evrópu
(hin fræga FIAT-pöntun þar
meðtalin). Það gildir hið
sama í verzlun og stríði,
að drottinn allsherjar stend-
ur við hlið stóru herdeild-
anna.
Hin viðkvaama málamiðlun ,
sem Efnahagsbandalagið var
grundvallað á, var eftir-
farandi meginregla: "Við
(Frakkar) munum hleypa vörum
ykkar (Þjóðverja) toll-
frjálst inn í land okkar
- sem mun kosta okkur sneið
af innanlandsmarkaði- að
því tilskyldu að þið greið-
ið álitlega styrki til”okkar”
stóru kornframleiðenda og
sykurrófnaframleiðenda ( að
þeim meðtöldum sem tolla þess-
ar afurðir: sykuriðnaður-
inn, hinir stóru útflytjendur
landbúnaðarvara, matvæla-
iðnaðurinn o.s.frv.)".
Þessi málamiðlun endur-
speglaði flóknar kraftaaf-
stæður í Frakklandi, óstöð-
ugt jafnvægi félagslegra
afla, sem gerði bónapart-
isma de Gaulle sérstaklega
viðkvæman fyrir viðbrögðum
"virðingarmannanna", sem
drottnuðu stjórnmálalega yfir
sveitum Frakklands.
Nú, tíu árum síðar, hafa
kraftahlutföllinn innan
Efnahagsbandalagsins versnað
áþreifanlega frá sjónarmiði
frönsku borgarastéttarinnar.
Nú, verður franski imperíal-
isminn að veita mikilvæga
tilslökun til að halda því,
sem hann hafði þegar hreppt
1958, þ.e. sameiginlega land-
búnaðarstefnu.
Frönsku imperíalistarnir
urðu að fallast á opnar samn-
ingaviðræður í náinni fram-
tíð um aðild Bretlands, Ir-
lands. Danmerkur og Nóregs
að Efnahagsbandalaginu. I
stað hins þurrlega "njet"
Hershöfðingjans kom ólund-
arlegt og varfærið "oui"
Pompidou.
Auðvitað er málið engan
veginn leyst. Sexveldin
verða að semja sín á milli
um það, hvernig samningarn-
ir við Bretland eigi að fara
fram. I rökræðum sexveldanna,
mun franski imperíalisminn
raunverulega standa einn
gegn óskum félaga sinna í
Efnahagsbandalaginu um út-
færslu þess.
Astæður þessarar samstöðu
eru mismunandi. Hvað viðkem-
ur Þýzkalandi og að nokkru
Framhald á bls. 8
Wjl IIÍL.A LEIGA V
ÆJALUUf
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
7