Neisti - 24.09.1975, Síða 5
5
Malflutningur maóista
Ef elta ætti ólar við allar þær vitleysur og rangtúlkanir, sem maóist-
ar senda frá sér,yrði það vist ærið verkefni fyrir Neista. Við munum
þó taka hér fyrir grein 1 Rauðliðanum, fræðilegu málgagni EIK(m-l),
l.hefti, sem heitir "Fagfélagsstefna og byltingarhyggja", en hún er á
margan hátt dæmigerð fyrir málflutning maóismans.
Hártoganataktikin
Grein þessari er beint gegn Fylk-
ingunni, KSML og KSML(b). Hún
hefst á sundurslitnum tilvitnunum úr
málgögnum þessara samtaka. Hvað
tilvitnanir í Fylkinguna áhrærir
standa þær reyndar fyllilega undir
sér, þótt sundurslitnar séu. Reyndar er
ein þeirra ekki frá Fylkingunni komin
upphaflega, heldur samþykkt 4. þings
Komintern um baráttuaðferð. 1 þess-
um tilvitnuðu setningum eru Fylking-
arfélagar að velta fyrir sér hvernig
hægt sé að útvikka dægurbaráttuna,
tengja hana byltingarbaráttunni. Og
það slær þá Eikara.
Alyktun þeirra af orðum Fylkingar-
innar er: "Af þvi að byltingarmenn
berjast fyrst og fremst fyrir bylting-
unni eru það svik við byltinguna að
skipuleggja baráttu, þar sem sósial-
isminn og byltingin eru ekki nefnd,
heldur bætt kjör fólks. " Það eru
svik við verkalýðinn að
gera honum ekki ljóst að
eina lausnin er fólgin f sós-
íalismanum, og sýna fram á
hversu ófullnægjandi dægurkröfurnar
eru. Vandinn er hvernig hægt er að
tengja byltingarbaráttuna dægurbar-
áttunni. Og við þennan vanda er Fylk-
ingin að glima meðan EIK(ml) stend-
ur hjá og hrópar ,,slagorðaglamrar-
ar".
„Slagorðaglamrarar", „einangr-
unarstefna" hrópar EIK(ml). Já,
vissulega rekur Fylkingin einangrun-
arstefnu, ef það er einangrun-
arstefna þegar fámennur hópur
reynir að þroska sig fræðilega og
miðla öðrum af árangri þess starfs,
í stað þess að hlaupa eins og kálfur
a vordegi inni raðir verkalýðsins,
leika frelsandi sameiningarafl með
stefnu upp á vasann, sem með pat-
entlausnum er látin líta út fyrir að
vera sjálfri sér samkvæm. Já,
Fylkingin rekur einangrunarstefnu,
ef það er einangrunarstefna að setja
fram það eina samfylkingarform
sem getur fylkt saman mönnum með
ýmsar ólikar skoðanir, - ef það er
einangrunar stefna F ylkingarinn-
a r þegar EIK(ml) og KSML reyna
visvitandi að einangra Fylkinguna,
eins og gerðist fyrir 1. maí eða þeg-
ar EIK(ml) lýsti yfir að með Fylk-
ingunni verði ekki starfað framar.
Og greinin heldur áfram I
Eftir nokkrar tilvitnanir f
Lenín um fagfélagsstefnu koma fá-
ein dæmi um starf - eða starfsleysi
- þessara þriggja ,,vinstrikommún-
ista"-samtaka. Það er auðvitað
auðvelt að benda á víxlspor sem
þessi samtök hafa stigið, og enn
auðveldara að benda á takmarkað
starf meðal verkalýðsins. Félagar
okkar í EIK(ml) virðast halda að viS
getum sinnt fullnægjandi starfi á öll-
um vigstöðvum í einu, við þökkum
þeim traustið, en því miður.......
r þessum kafla er léleg starf-
semi Rauðrar verkalýðseiningar
gerð aS umtalsefni. A aSalfundi
RauSrar verkalýðseiningar f vor
rifjuðu félagar úr EIK(ml) upp tak-
markanir í starfi Rauðrar verka-
lýðseiningar - (,,þetta var ekki gert
og þetta var ekki gert") - sem allir
þekktu. Lengra náði þeirra mál-
flutningur ekki. Engar tillögur um
úrbætur. Skömmu seinna sögðu
þeir sig úr Rauðri verkalýðseiningu.
Það er líklega dæmi um einangrun-
arstefnu Fylkingarinnar ! f þess-
ari grein er málflutningnum svipað
farið. Eina orsökin fyrir óförum
Rauðrar verkalýSseiningar sem
bent er á, er að miðaö hafi veriö
við stéttvíst verkafólk, ,,sem næst
sósfaliskt", - það er túlkun EIK(ml).
Annars er orsökin náttúrlega sú að
trotskfistar áttu hlut að máli. Um
það þarf ekki frekar að ræða.
Inntak þessarar greinar er f
raun fordæming á viðleitni bylting-
arsinnaðra marxista til að veita
fjöldanum leiðsögn. ,,Vinstrikomm-
únistar .... bera ekki hag .... vinn-
andi alþýðu fyrir brjósti...(°g)
telja sig eiga aS hafa óskorað vit
fyrir fjöldanuxn. . . .", osfrv.
„Oþreyja þeirra (þe. „vinstri-
kommúnista") eftir byltingunni
skeytir ekki um krókótta leiö fjöld-
ans að þvf marki að hann tekur öll
völd f eigin hendur. " Það er ekki
af óþreyju heldur nauðsyn sem bylt-
ingarsinnaðir marxistar reyna að
gera krókótta leið fjöldans beinni.
Við verðum ma. að komast hjá
krókum eins og fjöldamorðunum á
kínverskum kommúnistum f Shang-
hai 1927 og þeim krók sem tekinn
var f Chile fyrir tveimur árum,
sem og öðrum minni. Þess vegna
leggjum við áherslu á fræðilega
skólun og skipuleggjum okkur f
flokki, vinnum okkur stöðu sem
framvörður, að viS getum veitt
fjöldanum leiSsögn, krækt fram hjá
keldum, tekið af óþarfa króka.
Hártogunum lýkur
Undir lok greinarinnar lýkur loks
hártogununum en sett er fram stefna
nraarx-lenfnista". ÁróSri og starfi
er tvfskipt og þar meS tekið tillit
til ólfkra stiga stéttarvitundarinnar.
Hluti áróðursins höfðar fyrst og
fre mst til lftils hluta vinnandi al-
þýðu. Hinn hlutinn er vfðtækari,
höfðar meir til fjöldans. ,,Það er
fyrst o g fremst þessi hluti
áróöursins og fjöldastarfiö sem
tengir sósfalfskar hugmyndir við
fjöldann, gerir þær raunverulegar
og nær að tengja framvörSinn viS
fjöldann. " En hvernig?
Ein af tilvitnunum f Fylkingarfél-
aga f upphafi greinarirxnar hljóðar
svo: ,,Umbyltingar kröfurnar
verða að tengja dægurbaráttuna
baráttunni fyrir sósfalismanum.
Þær verða að leitast við að hefja
baráttu verkalýðsins á hærra stig. "
Þetta er glæpurinn . AS tengja
dægurbaráttuna byltingarbaráttunni.
AS sýna verkalýðnum fram á nauS-
syn sósfalfskrar baráttu, sýna fram
á takmarkanir dægurkrafnanna -
um leið og við berjumst
fyr^ir þeim- að gera valkostinn,
sósfalismann, raunverulegri meS
þvf að setja fram umbyltingarkröfur
sem ná út fyrir möguleika auðvalds-
þjóðfélagsins og tengja þær hinum
takmörkuðu dægurkröfum, að
„tengja sósfalfskar hug-
myndir við fjöldann".
„Slagorðaglamrarar" segja Eik-
arar. Undanfarið hefur það verið
höfuðverkefni Fylkingarfélaga að
skóla sig pólitískt og setja fram
stefnu f stað slagorðaglamurs.
Þannig er stefnt að þvf á næstunni
í Neista aS utskyra betur hugmyndir—
nar um umbyltingarkröfur og um-
byltingarstefnuskrána. Ef félagar
okkar f EIK(ml) verða ekki of önn-
um kafnir við að rægja Fylkinguna,
hvetjum við þá - og sömuleiðis maó-
íska felaga okkar f ,, vinstrikommún-
ismanum" - til að kynna sér þessar
hugmyndir.
Bangladesh •• Hallarbylting
Fyrir þremur árum sneri Mujibur
Rahman frá Pakistan til Dakka og
var tekið sem hetju. Þrjár milljón-
ir manna stóðu með vegunum og
veifuðu og að kröfu alþýðunnar var
hann útnefndur „Bangabandhu",
- vinur Bengal. En fyrir um það
bil mánuði, 15. ágúst, rændi hluti
hersins f Bangladesh völdum af
Rahman og tók hann sjálfan af lffi
og drap einnig alla fjölskyldu hans.
ViSbrögS við þessu af hálfu almenn-
ings f landinu voru lítil sem engin.
Ekki einu sinni mótmælaaSgerSir
eða verkfall. Slfkt vekur vissulega
spurningar.
Fyrrum viðskiptaráðherra f stjórn
Rahmans, Khondakar Mushtak Ahm-
ed var útnefndur forseti eftir að
hann hafði svarið hernum hollustu
sfna. Hinn nýi forseti lýsti þvf
yfir að markmið stjórnarinnar væri
að glfma við eymdina f landinu og
einnig „spillingu, frændsemisklfku-
skap og tilraunir til að safna völd-
um á eina hönd. " Þrátt fyrir þessa
yfirlýsingu boðar hvorki samsetning
stjórnarinnar né fyrstu skref hennar
neinar horfur á umtalsveröri breyt-
ingu.
Verkefnin sem Ráhman og Awami-
Bandalagið stóðu frammi fyr'r
eftir að Bangladesh varð sjálfs^ætt
voru ekki auðveld viðfangs. Með
80 milljónum fbúa og mikla vanþró-
un (90% búa til sveita) var ætlunin
að byggja upp kapftalfskt rfki. En
þrátt fyrir hjálp frá indversku
stjórninni og aðstoð frá Sovétrfkj-
unum, gat Awami-Bandalagið, flokk-
ur Rahmans, ekki tekist á viS hina
félagslegu kreppu.
Þetta er alls ekki undarlegt, þar
sem lausn vandamálanna sem fjöld-
inn f Bengal á við aS strfða krefst
sósíalfskrar byltingar. Hinn geysi-
legi skortur hafði og hefur f för
með sér, undir kapitalfskum stjórn-
arháttum, mikla spillingu, mútu-
þægni og svartamarkaösbrask. Má
benda á Indland f þessu sambandi
(sjá grein í sfðasta Neista).
Það var ekki nóg með það að
stjórn Ralxmans væri sökuð um spill-
ingu, heldur einnig hann sjálfur.
Hann hefur hyglað bræSrum sínum,
sonum og frændum; bæði efnahags-
lega og pólitfskt. f desember 19?4
lýsti Rahman yfir neyðarástandi f
landinu. Hann notaði sérlegt vald,
sem með þessu fékkst til þess ma.
að hreinsa út úr nokkrum verstu
fátækrahverfunum f Dakka. En f
stað þess að fara f önnur hfbýli,
fóru þúsundir í flóttamannabuðirnar.
f janúar 1975 útnefndi Rahman sig
sem forseta í stað forsætisráðherra
og kom á einsflokksstjórn Awami-
Bandalagsins. Sfðar þjóðnýtti hann
blaðaútgáfuna, sem forsmekk af
því að leggja niður útgáfu sem hafði
gagnrýnt stjórn hans.
Hermennirnir f hinum unga her
Bangladesh frömdu valdarán sitt und-
ir þvf kjörorði ,,að þeir hefSu verið
að berjast f frelsisstrfðinu til þess
að frelsa fólkið en ekki til þess að
skepnurnar f A wami-Bandalaginu
yrðu rfkari." En offíserarnir hafa
enga stefnuskrá, nema þá helst^and-
snuið viðhorf til Indlands. Og nýi
forsætisráðherrann er vissulega hlið'
hollur Bandarfkjastjórn.
Herinn mun ekki geta komið f veg
fyrir spillinguna, sem er þeirra
markmið að eigin sögn. Spillingin á
sér djúpar rætur f hinni félagslegu
kreppu og verður ekki upprætt nema
samtfmis henni. Það eru engar lfk-
ur á að herinn í Bengal sé fær um
það. Hinir nýju leiðtogar standa
frammi fyrir sömu vandamálum og
Rahman a sfnum tfma. Tímabundið
hafa þeir frið þan^að til vanmáttur
þeirra kemur f ljos við að fást við
efnahagslega ringulreið samfara
hungursneyð á stórum svæðum til
sveita.
Jakob P.