Neisti - 24.09.1975, Page 11

Neisti - 24.09.1975, Page 11
11 HERINN - NATO baráttan framundan Um þessar mundir er mikil lægð 1 barattunni gegn bandarísku her- stöðvunurh hér á landi, og veru fslands 1 NATO. Þetta er ekki undarlegt, þar sem sú hreyfing, sem var 1 þessu máli 1 tið seinustu vinstri stjórnar setti traust sitt á hana. Þegar stjórnin brást síðan í þessu máli , eins og m. a. Fylk- ingarfélagar innan hreyfingarinnar höfðu spáð, koðnaði hreyfingin nið- ur, og vonleysi greip þátttakendur. Það er mikilvaegt að draga lær— dóma af þeim mistökum sem gerð voru og móta rétta stefnu varðandi baráttuna svo ný hreyfing í þessu máli - þegar hún kemur upp - lendi ekki í sömu blindgötunni eða annarri henni verri. NATO og heimsvaldastefnan NATO er liður 1 gagnbyltingar- kerfi auðvaldsins. Það beinir spjotum sínum að verkalýðsríkjun- um, einkum Sovétríkjunum og Kfna, Herir aðildarlandanna hafa tekið þátt f fjölda styrjalda gegn alþýðu þriðja heimsins, allt frá Kóreu- styrjöldinni til Viet-namstríðsins, auk margra minniháttar styrjalda. Samfara hreyfingu þungamiðju byltingarbaráttunnar frá þriðja heiminum og til Evrópu hafa stétt- arleg afskipti NATO af innanlands- malum einstakra aðildarrfkja auk- ist. Þáttaka NATO f valdaráni her- foringjanna f Grikklandi 1967 er öllum kunn . Sömuleiðis afskipti þess af nýlendustrfði Portúgala f Afríku. 1 dag eru örlög byltingar— innar f Portúgal, Angóla og Mósam- bik ekki svo lítið komin undir mögu- leikum NATO til gagnbyltingarsinn- aðra aðgerða. Öll þessi dæmi sýna ljóslega, að tilgangur Nato er að vernda - og helst bæta - arðránsaðstöðu heims- auðvaldsins. Baráttan gegn Nato og hernum hér á landi er þvf jafn- framt barátta gegn hugsanlegri árás heimsvaldasinna á Sovétrfkin, Kfna og önnur verkalýðsrfki. Hún er einnig barátta gegn alþjóðlegu tæki auðvaldsins til að brjóta bylt- inguna á bak aftur. NATO og islenska auðvaldió fsland og íslenska auðvaldið eru vissulega einungis peð á skákborði hinnar alþjóðlegu stéttabaráttu. Landfræðileg staða Islands gerir landið vissulega hernaðarlega mikilvægt fyrir heimsvaldastefn- una. Jafnframt þvf er fsland efna- hagslega og pólitfskt hluti af auð- valdsheiminum. Framtfð auðvalds - skipulagsins á fslandi er bundin framtfð auðvaldsskipulagsins á heimsmælikvarða og þar með framtfð heimsvaldastefnunnar. fslenska auðvaldið gerir sér ljósa grein fyr- ir þessu. Samtfmis tengjast hags- munir fslenska auðvaldsins nanum böndum veru hersins á Miðnes- heiði og veru landsins f Nató. Allt bendir þvf til þess að fslenska auðvaldið muni láta eitt yfir allt ganga: fslenska auðvaldsskipulagið, hersetuna og veru landsins f Nató. Þott íslenska auðvaldið hopi fyrir baráttu gegn hernum - t. d. hvað varðar stærð herliðsins, lfkt og gert var 1947 - mun það litlu breyta um það sem öllu skiptir: stéttarstyrk auðvaldsins. Það er einmitt af þessum sökum ómögulegt að skilja að Nató og her- málið. Reynsla frá sfðustu vinstri stjorn sýnir þetta einnig, þar sem hin opinberu svik f herstöðvamál- inu voru rökstudd með veru lands- ins f Nato, m. a. af Abl. Þar sem úrsögn úr Nató var ekki á dagskrá samþykktu margir þessa röksemd. Allir getá fmyndað sér hvaða af- leiðingar þetta hefur haft fyrir hreyfinguna gegn hernum. • • Þjóðernisstefnan Allt fram á sfðustu ár hefur bar- áttan gegn hernum og Nató verið rekin á þjóðernislegum grundvelli, þ. e. túlkuð sem sjálfstæðisbarátta fslensku þjóðarinnar, ekki sfst af sterkasta aflinu á vinstri kantinum Abl., og áður Sósfalistaflokknum. Ut frá þeirri greiningu, sem hér er á undan , sést hversu rangt þetta er, þar sem baráttan er f raun lið- ur f andheimsvaldasinnaðri og and- kapftalfskri baráttu. En afstaða Abl. er ekki aðeins röng, heldur er og afvegaleiðandi fyrir hreyfinguna, þvf ef hreyfingin grundvallast á þessari vitleysu, býr hún ekki yfir neinu hreyfiafli hvorki með tilliti til þróunar vitundar né eflingar .hreyfingarinnar. Þvf það er aðeins lítill hópur ruglaðrar menningar- hegra sem getur skynjað eins ,,óefnis- legan" hlut eins og ,,sjáifstæði þjóð- arinnar" sem brýnt baráttumál, sjálfstæði sem þegar hefur unnist. Stjórnartálsýnir 1956 komst til valda vinstri stjórnj sem hafði brottför hersins á stefnu- skrá sinni. En strax sama ár var ljost að Framsókn og Alþýðuflokk- uripn ætluðu sér ekki að standa við gefin heit. Sú,,þýða" f heimsmál- unum, sem rætt var um fyrir kosn- ingarnar hafði nú ,,skyndilega" breyst í ,,ógnvænlegt ástand". ,,A- stæðurnar" voru: Arás tveggja Nato-rfkja ( f f) - Englands og Frakk lands - á Egyptaland 1956 og að sovéska skrifræðið bældi niður upp- reisnina f Ungverjalandi það sama ár, Abl. lafði f stjórninni á þeim for- sendum að vera þeirra væri afger- andi fyrir landhelgismálið. (Hversu oft hefur ekki hentistefna Abl. verið réttlætt með landhelgismálinu !!) Allir þekkja reynsluna frá sfð- ustu vinstristjórn , en þegar hún var mynduð var sett inn f stjórnar- sáttmala hennar að vera bandarfska hersins skyldi tekin til endurskoð- unar og stefnt að brottför herliðs- ins f ,,áföngum". Hið óljósa orða- lag gaf til kynna að þetta atriði hafði verið sett inn f stjórnarsáttmálann til þess eins að gera aðild Abl. að stjórninni mögulega. Yfirlýsingar Framsóknarþingmanna f þessu sam- bandi og stöðugt þras um túlkun sátt- málans benda til sama. Þessi reynsla kennir okkur að hreyfingin má aldrei treysta þvf að borgaraleg rfkisstjórn komi baráttu- málum hennar f höfn fyrir hana. Slfkar tálvonir leiða aðeins til von- brigða og bakslags f baráttunni, þeg- ar hið rétta kemur f ljós. Stefna okkar Af þessu öllu má draga nokkrar niðurstöður: a) Hreyfing f hermálinu, sérstak- lega ef hún tekur á sig samfylking- arform, verður að hafa bæði bar- áttu gegn hernum og Nató í grund- velli sfnum. Þetta tvennt verður ekki að skilið. b) Ö.llum tilraunum til að gera þjóð- ernisstefnuna eða trú á einhverja borgaralega rfkisstjórn að grund- velli baráttunnar verður að berjast gegn. Þessi sjónarmið mega hins vegar koma fram, sem merkir auð- vitað um leið að önnur sjónarmið, þ. e. byltingarsinnuð sjónarmið mega það einnig. Þetta þýðir að um allt það, sem ekki er tiltekið f lágmarksgrundvelli ríkir skoðana- frelsi innan samfylkingarinnar, svo fremi það brjóti ekki f bága við lág- marksgrundvöllinn : Herstöðvarnar - Nató. c) Reynslan hefur ennfremur sýnt okkur - sérstaklega f sfðustu Sam- tökum herstöðvaandstæðinga, að samfylking sem þessi verður að vera bundin við virka baráttu- menn, annars ,,drepst" hún vegna ,,kuppa" frá hægri og vinstri á víxl allt eftir þvf hver smalar betur, og samfylkingin verður óstarfhæf. A þessum grundvelli munum við berjast gegn herstöðvunum og Nató. Neista hefur borist bréf frá manni, sem ráðinn var til afleysinga á hóteli einu f borginni. Fer lýsing hans hér á eftir: Þegar hann hugðist vitja launa sinna hinn fyrsta ágúst eins og lög gera ráð fyrir fékk hann þau svör að hann væri lausráðinn starfsmaður og fengi þvf ekki laun sfn greidd á mán- aðamótum eins og fastráðnir. Við>- komandi hafði ekki samninga stéttar- félags sfns sem var Félag starfs- fólks f veitingahúsum við hendina og gat ekki annað til bragðs tekið en að bölva hátt og f hljóði og ganga út. Var honum tjáð að laun sfn fengi hann ekki fyrr en hinn 5. ágúst sem var þriðjudagur eftir verslunarmanna helgi. Þegar þriðjudagurinn og miðviku- dagurinn 6. liðu án þess að bólaði á laununum fór manninum ekki að lít- ast á blikuna og hafði samband við formann FSV og sagði farir sfnar ekki sléttar. Vitnaði hann f samninga, sem formaðurinn hafði sjálfur undir- ritað og taldi að samningar hefðu ver- ið þverbrotnir á sér, en f samning- unum segir um launagreiðslur: "Kaup skal greitt mánaðarlega eftir á fyrsta virkan dag næsta mán- aðar. (f þessu tilviki föstudaginn 1. ágúst, innskot N. ).Þeim sem ekki vinna gegn föstum mánaðarlaun- um skal þó greitt kaup sitt vikulega eigi sfðar en á föstudegi f næstu viku enda óski starfsmaður þess." Formaðurinn tók kvörtununum með hluttekningu og hvatti starfsmanninn til að ganga fastar eftir laununum. Starfsmaðurinn lýsti þvf þá yfir að hann teldi frekari kvartanir af sinni hálfu gagnslausar og fór þess á leit að formaðurinn hefði sjálfur sam- band við atvinnurekandann og krefð- ist þess fyrir hönd umbjóðanda sfns að staðið væri við samninga félags- ins. Féllst formaðurinn á það með semingi. Þegar starfsmaðurinn hafði sam- bsnd við formanninn á nýjan leik lýsti hann þvf yfir að drátturinn ætti sér eðlilegar orsakir og stafaði ein- faldlega af þvf að verslunarmanna- helgin hefði sett strik f reikninginn. Það starfsfólk sem sæi um launaút- reikninga væri f Verslunarmannafél- agi Reykjavfkur og ætti það rétt á frfi fyrsta mánudag f ágúst samkvæmt samningum og "ekki getur þú^ætlast til að samningar séubrotnir á þvf til að þú fáir þfn laun á réttum tfma" sagði formaðurinn. • • Starfsmaðurinn neitaði að taka rök formannsins til greina enda frf- dagur verslunarmanna f ár þremur dögum eftir lögleiddan útborgunar- dag. Sagði starfsmaðurinn formann- inum að málið snerist einfaldlega ekki um það á hverjum væri brotnir samningar, heldur að séð væri um að engir samningar væru brotnir. Greip þá formaðurinn til þess ráðs að reyna að sýna fram á að um sam- ningsbrot væri ekki að ræða og vitn- aði til ofanskráðrar samningsgrein- ar og sagði: Ef þú ert ekki á föstum mánaðarlaunum er löglegt að þú fáir ekki launin fyrr en föstudaginn 8. ágúst. Hér var vitanlega um örgustu föls- un að ræða. Greinin segir áð lausráð- ið fólk skuli fá laun sfn vikulega og ef starfsmaðurinn hefði fallið undir þessa skipan hefði hann átt að vera búinn að fá tvær útborganir f júlímán- uði. En formaðurinn virðist helst skilja ákvæðið á þann hátt að þar sem rætt er um föstudag f samningunum væri átt við föstudaginn næsta eftir að starfsmaðurinn bæri fram kvörtun sfna. Lauk samtalinu þvf næst með styttingi en áður höfðu þó ýmis gull- korn flotið upp úr formanninum. "Það hefur enginn kvartað nema þú", sagði hann m. a. , "ekki get ég farið að gera neitt ef enginn annar kvartar". Athyglisverð yfirlýsing það hjá for- manni verkalýðsfélags. f annað sinn flaut upp úr formanninum: "Ef engir peningar eru til þá get ég náttúrulega ekkert gert f málinu frekar en þú . " (Þess skál getið at atvinnurekandinn var Flugleiðir H/F). • • Starfsmaðurinn hélt áfram eftir- rekstri sínum á eigin spýtur og fékk nú þriðju skýringuna á drættinum, sem sagt þá að hann stafaði af þvf að upplýsingar um hann hefðu borist of seint til að hann hefði getað verið með öðru starfsfólki f útborgun. Sam— kvæmt þvf hefði það tekið viku að reikna út af stimpilkorti hans, sem hvarf úr rekkanum með öðrum um mánaðamótin. Starfsmaðurinn fór fram á vikugreiðslur það sem hann ætti eftir óunnið í ágúst (sbr. sam- ningana að ofan) en fékk það svar að slíkt kæmi ekki til greina þar eð hann teldist fastráðinn starfsmaður og ætti að fá laun samkvæmt þvf ! • • Þær urðu lyktir að útborgunin sá dagsins ljós föstudaginn 8. ágúst og var hún f formi ávísunar og fylgdi ekki uppgjör eins og kveðið er á um f samningum. Lét starfsmaðurinn það kyrrt liggja enda ekki mikils lið- sinnis að vænta f áframhaldandi eftir- rekstri. Var honum lofað heildarupp- gjöri þegar hann hætti störfum. Starfsmaðurinn kvaðst ekki koma þessu á framfæri vegna þess að þær tafir, sem orðið hafi á útborgun, hafi komið honum á kaldan klaka, honum var veittur frestur á húsaleigugreið slu og sló matarpeninga hjá kunningj- um og hafði enda ekki fyrir öðrum að sjá en sjálfum sér. • • Það var hins vegar hvorki Flug- leiðum né verkalýðsforingjanum hugprúða að þakka að hann þurfti ekki að standa við neinar fjárhags- legar skuldbindingar um þessi mán- aðamót eins og allir vita að raunin er um fjölda verkafólks. Fyrirlitn- ing og tillitsleysi fyrirtækisins gagn— vart þörfum og rétti starfsfólks sfns þarf heldur varla að vekja und- run neins. Það er hins vegar framkoma for- manns verkalýðsfélagsins sem ma vera fhugunarefni þeirra sem eiga eitthvað undir félag hans að sækja. Hann færðist lengi vel undan þvf að skipta sér af málinu og tók sfðan málstað atvinnurekandans gegn um- bjóðendum sínum og leyfði sér að reyna að mistúlka samningana atvinnu- rekandanum f hag. (Gera verður ráð fyrir að hann hafi skilið samninga sem hann sjálfur undirritaði). Það er ekki mikið öryggi fyrir verkafólk að hafa slfka menn f for- svari enda munu brottrekstrar hafa verið tfðir á viðkomandi hóteli und- anfarið án þess að mál hafi verið úr gert. Félagsmenn FSV eru upp til hópa láglaunafólk sem ekki veitir af að hafa allar klær úti til að geta bjar- gað sér f dýrtfðardansinum um þessar mundir og kjör þess og vinnu- öryggi fer áreiðanlega ekki batnandi á næstunni. Sfst má það við þvf að samtökum þess sé beitt gegn þvf. Þetta mál,þótt lítið sé f sniðum,má vera þvf dæmi um að það hefur á engan að treysta nema sig sjálft og samtakamátt sinn. Þegar samtök þess gæta ekki hagsmuna þess verð- ur það að kasta flugumönnum atvinnu- rekenda f eigin röðum á dyr.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.