Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 6

Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 6
NEISTI 4. tbl 1978 / S ✓ ,,Þa5 er óraunsætt a5 reikna me5 sósíaliskri byltingu hér á landi. " „Verkafólk á Tslandi vill ekki byltingu. " Þessar og aBrar ámóta fullyröingar koma oft fram f samtölum félaga FBK vi5 endurbótasinna og sentrista. Stundum reyna endurbótasinnarnir a5 tala til okkar 1 alvarlegum tón líkt og Arni Bergmann f Þjóðviljanum 30. október s. 1. : ,,Verkafólk í hinum þróaðri auSvalds- ríkjum vill styðja kommúnistaflokka og vinstrisósíal- istaflokka til kjarabaráttu, til umbótabaráttu. A þvi er enginn vafi. Hitt verSa menn a5 horfast f augu við, a5 allt er f meiri vafa um stuðning við gjörbreytingu á þjóð- félaginu. " Þa5 má vera að Arni Bergmann hafi haldið að hann opinberaði okkur þarna einhvern Stórasannleik. Svo er þó ekki. Það er einmitt á þessum staðreyndum sem byltingarhugmyndir IV. Alþjóðasambandsins hvila. Innan auðvaldsskipulagsins berst verkalýðsstéttin fyrir umbótum sér tilhanda. Það er ekki fjrr en verkalýCs - stéttin ser að möguleikar auðvaldsskipulagsins til að mæta kröfum hennar um um- bætur eru tæmdir - þegar auðvaldsskipulagið afhjúpar gjaldþrot sitt í djúpstæöri þjóðfélagslegri og pólitxskri kreppu - að verkalýðsstett- in hefst handa við að gjör- breyta samfélaginu. Það er ekki fyrr en hin sósíaliska bylting verður augljós nauðsyn til að tryggja þær enduríxætur sem verkalýðs- stéttin berst fyrir, að' verkafólk tekur hin pólitxsku völd í sinar hendur. Trotsky benti á þetta grund. vallaratriði byltingarfræð- anna í formála að "Sögu rússnensku byltingarinnar" þegar hann segir: „ÁstæSur hinna skyndilegu breytinga á skoðunum og hugarástandi fjöldans á byltingartimum eru ekki aðlögunarhæfni og hreyfanleiki mannshugans, heldur þvert á móti, hin djúpstæða íhaldssemi hans." r dag getum við bent á að- stæður sem gera það mögu- legt að þessar sviptingar í skoðunum og aðgerðum fjöld- ans veröi ekki jafn snöggar og skipulagslausar og þær voru á dögum rússnensku byltingarinnar. Verkalýðs- stétt V-Evrópu er betur menntuð en rússnenskur verkalýður árið 1917 og hefur þar með meiri mögu- leika til þess að hafa yfir- sýn yfir afleiðingarnar af pólitiskri og félagslegri starfsemi sinni. Það er einn- ig hægt að benda á að f dag eru kröfur um hreint and- kapitaliskar umbætur (t. d kröfur um verkalýð seftirlit með framleiðslúnni) þó nokk- uð útbreiddar meðal verka- fólks f V-Evrópu. Kröfur af þessari tegund komu ekki fram f Rússlandi fyrr en það rfkti byltingarástand og gjaldþrot auðvaldsskipulags ins sýndi sig f þvf að ómögu- legt var að uppfylla kröfur fjöldans um "frið, brauð og land". Þessar aðstæður gera það mögulegt að póli- tfsk valdataka verkalýðs- ' stéttarinnar íV-Evrópu verði auðveldari f fram. - kvæmd heldux- en byltingin f Rússlandi 1917, að stærri hluti verkalýðsstéttarinnar verði meðvitaður um það sem felst f þeirri gjörbylting samfélagsins, sem verið er að framkvæma og verkalýðs- stéttin geti mjög hratt fikr- að sig áfram frá verkalýðs- eftirliti og yfir til beinnar stjornar á framleiðslunni. En þessi möguleiki verður ekki að veruleika nema unn- ið se markvisst að þvf að stækka þann hóp verkafólks sem er meðvitaður um hvað felst f sósfalfskri umsköpun þjóðfélagsins og vill starfa að framkvæmd hennar. Sögulegur glæpur endur- bótastefnunnar er ekki sá að flokkar hennar (sumir hverj- ir a. m. k.) berjast fyrir endurbótum f dag, heldur að þessir flokkar láta undir höfuð leggjast að undirbúa verkalýðsstéttina undir þá pólitfsku valdatöku hennar og sósfalfska umsköpun þjóð- félagsins sem er nauðsyn- legur þáttur f umbótabar- áttu verkalýðsstéttarinnar. Þessi afstaða þeirra leiðir ekki til skipulegri og raun- hæfari þróunar til sósfal- ismans. Þvert á móti leiðir afstaða endurbótasinnanna til pólitfsks gjaldþrots þegar byltingarástand skapast og verkalýðsfjöldinn krefst rót- tækra breytinga á þjóðfélag- inu. KREPPA AUÐVALDSINS Við ætlum ekki að þreyta lesandann hér með þvf að út- lista alla þá efnahagslegu og félagslegu erfiðleika sem auðvalds skipulagið stendur frammi fyrir og spá minnk- andi hagvexti, verðbólgu og atvinnuleysi. Þessar stað- reyndir eru f dag það augljós- ar að m. a. margir fræði- menn borgarastéttarinnar eru þeirrar skoðunar að framundan sé ló ngvarandi tfmabil efnahagslegrar og félagslegra sviptinga. Það er helst að maður finni trúa á framtfðármöguleika auðvalds- skipulagsins f áróðri endur- bótasinna (sbr. "fslensk atvinnustefna" Alþýðubanda- lagsins). Hér ætlum við aftur á móti að benda á nokkur atriði varðandi samband hinnar efnahagslegu og félagslegu kreppu auðvaldsins og stétta- baráttu verkalýðsstéttarinnar Efnahagslega lýtur auðvalds þjóðfélagið ákveðnum lög — málum sem óhjákvæmilega leiða til efnahagslegrar kreppu. Samantekin felast þessi hlutlægu lögmál f þeim aðstæðum sem leiða til lækkandi arðsemi auðmagns- ins. Þegar efnahagskreppa auðvaldsins hefur náð ákveðnu sitig, þegar auðvald- ið neyðist til að takmarka umbætur til handa verka- fólki, eða ráðast á hefð- bundna hagsmuni verkafólks, þá vex róttækni og baráttu- andi meðal verkalýðsstéttar- innar. Innan auðvaldsskipu- lagsins magnast upp styrjöld milli stétta þjóðfélagsins. Þannig er stéttabarátta verkafólks afleiðing af hlut- lægri þróun auðvaldssamfél- agsins. En með þessu er ekki sagt að stéttabarátta verkafólks hafi ekki áhrif á áframhaldandi kreppuþróun. Það er vissulega hægt að hrekja þær fullyrðingar borgaralegra hagfræðinga að launalækkun geti hjálpað auðvaldinu upD úr djúpstæðri kreppu. Launalækkun er vissulega ein af forsendum þess að auðvaldið rétti úr kútnum, en til þess að hún leiði til efnahagsuppsveiflu verður að vera fyrir hendi stækkandi markaður og fél- agslegur stöðugleiki. Launa- lækkun felur aftur á móti f sér að markaðurinn minnk- ar. Það er þessi staðreynd sem núverandi sparnaðar- stefna auðvaldsríkjanna er að reka sig á. öflug stéttabarátta verka- ismans: aukin matvælafram- leiðsla hefur ekki eytt hung- ursneyð. fólks kemur ekki fyrst og fremst við pyngju auðvalds- ins. Þegar stéttabaráttan hefur náð vissu stigi, þá eru bein áhrif hennar á gang auðvaldssamfélagsins miklu frekar skipulagsleg, félagsleg og hugmyndafræði- leg, heidur en beinlínis efna hagsleg. Verkafólk setur sig nú upp f andstöðu við vald hins einstaka kapítalista í einstökum verksmiðjum og hindrar "eðlilega" fram- leiðslu og hagræðingu; verk- föll og aðrar aðgerðir verkafólks valda þvf að ein- stakir kapftalistar tapa mörk uðum. Öll framleiðsla og allar fjárfestingar verða háðar meira öryggi en áður. Einnig innan ríkisins, me ðal starfsmanna hers og lög- reglu og annarra kúgunar- tækja ríkis valdsins , vex. fjöldi þeirra sem neita að hlýða, eða hlýða einungis seint og treglega, er "óáreið- anlegir". Þetta ástand hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til ring- ulreiðar og fjármagnsflótta, Atomsprengjan: tákn um tor- tfmingarmátt kapftalismans. sem enn eykur á kreppuna. Borgarastéttin missir trúna á framtfðina og getu sfna til að stjórna þjóðfélags- þróuninni. Við þessar aðstæður er mikilvægt að verkalýðsstétt- in hafi bolmagn til þess að taka hin pólitfsku völd f sfnar hendur og umbreyta samfélaginu. Hún verður að geta sannfært þjóðina um að sósfalisminn sé sú lausn á vandamálum auðvalds félagsins sem sé hægt að treysta, - eða alla vega borgi sig ekki að berjast gegn henni. Þess mun ákveðnar, skipulegar og markvissar sem verkalyðs- stéttin berst fyrir þessari lausn sinni á kreppunni, þeim mun máttlausari verður andstaða borgara stéttarinnar og annarra hópa sem eru hagsmunalega f and- stöðu við sósfalfska byltingu. Þær aðstæður sem við höf- um gert grein fyrir hér að ofan eru fyrir hendi f dag f mörgum löndum Suður- og V-Evrópu, t. d. ftalíu, Spáni og Portúgal. En f þess- um löndum sjáum við einnig augljós dæmi um "íhalds- SÓSÍALÍSK BYLTIN semi mannshugans". Verka- lýðsstétt þessara landa berst fyrir umbótum sem ganga út fyrir ramma auðvaldsskipu- lagsins, en hún er enn ekki reiðubúin til þess að stfga skrefið til fulls og grfpa hin pólitísku völd og framkvæma umsköpun þjóðfélagsins. Vegna þessa hiks hefur borg- arastéttin fengið tækifæri til þess að hafa pólitískt frum- kvæði, eins og pólitík Soares f Portúgal og Suarez á Spáni eru dæmi um. f þessum lönd um hafa endurbótasinnuðu flokkarnir (bæði kommúnista- flokkarnir og sósfalistaflokk- arnir) lagt sitt að mörkum til að styrkja þetta pólitfska frumkvæði borgarastéttarinn- ar. Þannig eykur pólitík endurbótasinnanna motsögn- ina milli þróaðra hlutlægra forsenda fyrir sósfalfskri byltingu og skortsins a meðvitund um nauðsyn bylt- ingarinnar; milli þeirrar baráttu verkafólks, sem hlutlægt séð felur f sér bar- áttu gegn auðvaldsskipulag- inu og skortsins á með- vitund um nauðsyn þess að umbylta þjóðfélaginu. Þessi pólitfk torveldar auðvitað framkvæmd sósfalismans og tefur byltinguna þannig að hún verður framkvæmd þegar kreppa auðvalasins verður enn djúpstæðari en f dag og uppbygging sósfalismans þar af leiðandi erfiðari f fram- kvæmd. Ástandið á ftalfu er sérstaklega sögulegt dæmi um þetta. FORBYLTINGAR- OG BYLTINGA RASTAND f greiningu sinni, hefur IV. Alþjóðasambandið ein- kennt þjóðfélagsástand landa eins og Portúgals, Spánar, ftalfu, Grikklands, Frakk- lands og Englands með hug- takinu forbyltingarástand. í þessum löndum er .stétta- barátta verkafólks öflug og það ástand sem lýst var hér að framan er ríkjandi. Það sem enn skortir á að þetta ástand sé byltingarástand er f fyrsta lagi að borgara- stéttin hefur enn möguleika á pólitfsku frumkvæði, hún getur enn mótað stofnanir ríkisvaldsins og dregið með sér hluta þjóðarinnar f bar- áttu fyrir borgaralegum ráð- stöfunum gegn kreppu auð- valdsskipulagsins. f öðru lagi hefur verkalýðsstéttin enn ekki hafið markvissar að- gerðir (uppbygging ráða, út- breitt verkalýðseftirlit) sem geta sannfært þjóðina um að sósfalfsk bylting sé fram- kvæmanleg lausn á kreppu auðvaldsskipulagsins. Þessi tvö atriði eru vita- skuld tengd órjúfanlegum böndum. Sá misskilningur kemur oft upp að byltingar- kreppan sé á einn eða ann- an hátt tengd efnahagslegu hruni á borð við kreppuna miklu um 1930. Slfkt efna- hagslegt hrun orsakast af þvf að skipulagsleysi auð- valdsins og innbyrðis sam- keppni kapítalista hefur leitt til þess að fjármálaskipu- lag og framleiðsluskipulag auðvaldskerfisins brotnar saman; framleiðslan stór- minnkar og atvinnuleysi margfaldast. Fyrstuvið- brögð verkafólks við slíku hruni eru venjulega handa- hófskennd, eins og dæmin frá 1930 sýna. Það var fyrst þegar auövaldsskipu- lagið byrjaði að rétta aðeins við eftir hrunið mikla að byltingarbaráttan fór vax- andi og það forbyltingar - ástand sem rfkti þróaðist fyrir f byltingar ástand í einstaka löndum (Spán x og Frakkland). Það virðist gilda almennt að stéttabar- átta verkafólks er vaxandi þegar auðvaldsskipulagib er á leið niður f öldudal., eoa á leið upp úr öldudal, en stéttabaráttan er f lágmarki þegar auðvaldsskipulagið er neðst f öldudalnum. Burt- séð frá þessum almennu tengslum, þá eru engin bein tengsl milli efnahagsþróunar innar og byltingarbaráttunn- ar. Foroyltingarástand þró- Mótmælaaðgerðir gegn kj: borginni Almelo. Hvf skyl unum að leika sér með kj; lausir og þeir eru nú? ^ ast yfir f byltingarástand samkvæmt eigin lögmálum. Kveikjan að slfkri þróun get- ur verið einstaka atburður, einstaka ögrun af hálfu auð- valdsins. Dæmi um slfkt eru viðbrögð verkalýðsins f Þýskalandi við valdaráni Kapps árið 1920, viðbrögð verkalýðsins f Petursborg viö skotárás keisarans f janúar 1905, viðbrögð verka- fólks á Spáni við uppreisn fasistanna 1936, viðbrögð verkalýðsins f Portúgal við valdaránstilraun Spinosa 1975 og viðbrögð verkalýðs- ins á ftalfu við morðárásina á Togliatti árið 1948. f öðr-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.