Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 12

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 12
AsKrmargjaid fyrri hluta '79 - venjuleg áskrift kr. 2.000 - stuöningsáskrift " 3.000 Merktar greinar túlka ekki endi- lega stefnu Fylkingarinnar. Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra komrnúnista Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513 Ábm.: Bima Þórðardóttir Gírónúmer Neista er 17513-7 Landtihó^ &s.'j v/Hveri.-iigot Ps. Umrœður um samkomulag BSRB og ríkisstjórnarinnar fyrir allsherjaratkvœðagreiðsluna 4. og 5. maí Andóf 79 Afstaða Fylkingarinnar: Frá aðalfundi SFR: Umræðum um samkomulag BSRB og ríkisstjórnarinnar um aukinn samn- ingsrétt gegn afnámi 3% grunnkaups- hækkunar, sem hófust á aðalfundi SFR 29. mars s.l., var haldið áfram á framhaldsaðalfundi hinn 9. apríl. SFR, Starfsmannafélag ríkisstofnana, er langstærsta félagið innan BSRB, en í því eru hátt á 4. þúsund manns, lang- flestir á Reykjavíkursvæðinu. Fundina sóttu þó aðeins tæplega 100 manns. Eftirfarandi drög trúnaðarráðs SFR að kjaramálaályktun voru samþykkt á síðari fundinum með aðeins einu mót- atkvæði. Aðalfundur SFR mótmælir harð- lega öllum einhliða ákvörðunum ríkis- valds um skerðingar á samnings- hundnum launum, hvort heldur íformi vísitöluskerðinga eða með öðrum hœtti. Fundurinn undirstrikar enn einu sinni þá margítrekuðu skoðun félags- ins að orsakir verðbólgunnar sé ekki að finna í launum launafólks, heldur í skipulagslausum fjárfestingum, sem viðgengist hafa um árabil. Þá varar fundurinn alvarlega við samdrætti á félagslegri þjónustu og skorar á opinbera starfsmenn og allt launafólk að vera á varðbergigagnvart hugmyndum um frekari niðurskurð á þeim vettvangi. Fundurinn mótmœlir öllum tilraun- um sem gerðar eru til þess að kljúfa raðir launafólks og skapa með því deilur og úlfúð milli stéttarfélaga. Frjálsir samningar eins félags mega aldrei vera grundvöllur að skerðingu á samningsrétti annarra. Fundurinn harmar að hluti verka- lýðshreyfingarinnar skuli með tillög- um sínum reyna að ganga á hlut stétt- arbræðra sinna í stað þess að einbeita sér að því að ná bættum kjörum með betri kjarasamningum og með úrbót- um á skattakerfinu. Það er rétta leiðin til þess að jafna tekjur manna og eftir henni er hægt að ná til allra hópaþjóð- félagsins. Þá vill fundurinn benda á, að þœr hrœringar sem að undanförnu hafa átt sér stað í þjóðfélaginu sýna, svo ekki verður um villst, hver nauðsyn það er launafólki að hafa sem fyllstan verk- fallsrétt um sín mál. Sú kjaraskerðing sem stjórnvöld nú beita sér fyrir og koma á til framkvœmda 1. júní sýnir glögglega, að sá réttur sem félags- mönnum stendur nú til boða með nýgerðu samkomulagi BSRB og fjár- málaráðuneytisins er nauðsynlegur til þess að verjast sífelldum árásum á starfskjör og kaupmátt. A ðalfundur SFR bendir á að reynsla okkar sýnir, að aðeins félagsmönnum sjálfum er treystandi til að vernda kjör sín og bæta. Aukinn samningsréttur eykur möguleika okkar til þess. Fundurinn hvetur því alla félagsmenn BSRB til að greiða atkvæði með samkomulaginu um samningsréttar- málið. 3 breytingatillögur komu frá Fylk- ingarfélaga, sem fólu í sérannarsvegar skýrari andstöðu gegn einstaka kjara- ránsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, svo sem afdráttarlausa andstöðu gegn notkun vísitölu viðskiptakjara við útreikning verðbóta á laun, en hins vegar hvatningu til heildarsamtaka verkalýðsins að hefja nú þegar undir- búning aðgerða til að brjóta á bak aftur 6% kjaraskerðinguna 1. júní n.k. Þessar breytingatillögur voru felldar með u.þ.b. 20 atkvæðum gegn 45. Forysta félagsins barðist ákaft gegn slíkum breytingum, einkum á þeim yflrlýstu forsendum að drög trúnaðar- ráðs byggðust á víðtæku samkomulagi og sérhver breyting á þeim mundi rjúfa þá samstöðu svo minni eining yrði um endanlega tillögu. Hjá einum úr forystukjarna SFR kom reyndar fram hörð andstaða gegn því að brjóta á bak aftur gerð kjararánslög. Lögbrot er lögbrot var inntakið í ræðu hans og gegn þeim yrðum við að berjast. Sérstök tillaga um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til samningsréttar opin- berra starfsmanna frá Fylkingarfélaga var felld með aðeins eins atkvæðis mun, 35 gegn 36. En sð tillaga var svona: Þótt aðalfundur SFR leggi á það áherslu að samkomulag ríkisstjórnar- innar og BSRB verði samþykkt, vill hann vekja á því athygli að mikið vantar á að þetta samkomulag tryggi opinberum starfsmönnum sama samn- ingsrétt og annað launafólk í landinu býr við. Ber þar helst til að samnings- og verkfallsrétturinn nær ekki til hinna einstöku félaga BSRB nema að mjög takmörkuðu leyti. En einnig að kjara- deilunefnd, skipuð að meiri hluta af ríkisvaldinu, skuli vera við lýði áfram til að hafa hönd í bagga með verk- fallsrekstri. ■ Fundurinn lýsir vanþóknun sinni á, að ríkisstjórn sem kennir sig við vinn- andi stéttir og komst til valda á kröfunni um samningana í gildi, SKULIEKKI vera reiðubúin að veita opinberum starfsmönnum þann lág- markssamningsrétt, sem annað launa- fólk býr við, SKULIEKKI vera reiðu- búin til að veita þessar réttarbœtur nema að í staðinn komi skerðing á umsömdum launum. Víðtæk fundahöld Niðurstöður funda hafa ekki alls staðar orðið á sama veg og hjá SFR. Sem dæmi um hið gagnstæða má nefna að fundir símamanna og starfsmanna ríkisútvarpsins hafa gert samþykkt um að fella samkomulagið. Forysta BSRB hefur skipulagt fundi víða um land þar sem hún hefur útskýrt samkomulagið og mælt með því. Á Reykjavíkursvæðinu eru skipulagðir vinnustaðafundir á stærri vinnustöð- um einkum á vegum SFR. Hópur fólks hefur bundist samtök- um um að skipuleggja starf sem beinist gegn samþykkt samkomulagsins. Nefnist hópurinn Andóf 79. Segjast þeir andófsmenn „engan veginn geta sætt sig við einræðiskenndar aðgerðir BSRB forystunnar og hrossakaup við ríkisstjórnina." Heldur þessi hópur nú fundi á vinnustöðum með félögum BSRB til að útskýra sína afstöðu. Einn helsti talsmaður hópsins, Pétur Pétursson útskýrir stuttlega afstöðu sína í málinu í viðtali sem birtist hér annars staðar í Neista. Andóf 79 hefur gefið upp eftirfar- andi nöfn og símanúmer ef menn vilja komast í tengsl við þá: Helga Gunnarsdóttir, 41527, Pétur Pétursson, 16248, Eiríkur Brynjólfs- son, 21465, Guðrún Jónsdóttir, 82727, Sigurjón Fr. Andrésson, 34287 og Sigríður Jóhannesdóttir, 81499. Ég tel framtak þeirra andófsmanna hið mikilvægasta þótt ekki sé ég þeim sammála hvað snertir að fella sam- komulagið. En það er mikilvægt að um þessi mál fari fram sem víðtækust umræða og að þar fái báðar skoðanir að njóta sín.. Segjum já í allsherjarat- kvæða- greiðslunni 4. og 5. maí. Eins og komið hefur fram í Neista hefur Fylkingin gagnrýnt mjög vinnu- brögð BSRB forystunnar við gerð samkomulagsins um aukinn samnings- rétt. Fylkingin telur að stilla hefði átt upp kröfunni um samningsrétt til jafns við annað launafólk og það án þess að fyrir hann þyrfti að borga. Og ekki bara formlega. Heldur væri unnið að því að skapa íjöldavirkni bak við slíkar kröfur. í þessu skini krafðist Fylking- in opinna umræðna um samningavið- ræðurnar meðan þær stóðu enn yfir, þar sem afstaða hvers ríkisstjórnar- flokks kæmi skýrt fram. Að fulltrúum stjórnarflokkanna yrði í allri áheyrn stillt upp frammi fyrir tveimur valkost- um: Að styðja jafnréttiskröfu BSRB eða vera í augum íjöldans afhjúpaðir sem andstæðingar þessa jafnréttis og í sumum tilvikum sem svikarar við fyrri yfirlýsingar sínar í þessu máli. Þetta var ekki gert. Af samúð með vanda ríkisstjórnarinnar var málið að mestu lokað inni á samningafundum þar til samkomulag náðist og hinum almenna félaga var stillt upp við vegg: já eða nei. Ef spurningin væri eingöngu sú að hegna forystu BSRB fyrir háttalag sitt væri vissulega rétt að segja nei. En svo einfalt er málið ekki. í bráðum þorsta sínum í þessi 3%féllst ríkisstjórnin á að láta af hendi aukinn samningsrétt til BSRB, sem er þrátt fyrir allt miklu meira virði en 3% grunnkaupshækkun. Aðalatriðið er að þessi aukni samn- ingsréttur, þótt takmarkaður sé, verði notaður til að verjast áframhaldandi og miklu stærri kjaraskerðingum ríkis- stjórnarinnar, 1. júní (ca. 6%) og þeim öðrum sem viðbúnar eru í næstu framtið. Fylkingin tekur því eindregið undir ályktun SFR hér að ofan. R.S. Helstu kröfur í göngu Rauðrar verkalýðseimngar 1. mai Verjum kaupmátt launa fullar vísitölubætur Gegn kjaraskerðingum og samráðsmakki Eflum verkalýðshreyfinguna gegn kaupráni stjórnarinnar Enga ábyrgð á auðvaldskreppu enga ábyrgð á auðvaldsstjórn Látum auðvaldið bera byrðarnar Engan stuðning verkalýðsafla við kaupránsstjórnina Gegn stéttasamvinnu Lifi sjálfstæð barátta verkalýðsins Engan niðurskurð á félagslegri þjónustu atvinnurekendur borgi Næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn Sjálfsákvörðunarrétt kvenna til fóstureyðinga Kvennabarátta er stéttabarátta stéttabarátta er kvennabarátta Námslán nægi til framfærslu Gegn leiguokri eflum réttindi leigjenda 6 mánaða fæðingarorlof fyrir alla foreldra Gegn allri skoðanakúgun frelsun pólitískra fanga Gegn innbyrðis átökum verkalýðsríkja öreigar allra landa sameinist Gegn kaupránsstjórn gegn Natostjórn RAUÐ, VERKALYÐS EINiNG ÍMAÍ Undirbúningsnefnd RVEI Þriðjudaginn 10. apríl var haldinn undirbúningsfundur fyrir aðgerðir Rauðrar Verkalýðseiningar 1. maí. Fundurinn var haldinn á Hótel Borg og sóttu hann um 50 manns. í byrjun fundarins íluttu Guðmund- ur Hallvarðsson og Dagný Kristjáns- dóttir framsögur. Að loknum framsög- um var kynnt uppkast að kröfugrund- velli Rauðrar Verkalýðseiningar og urðu nokkrar umræður um einstaka kröfur. í lok fundarins var kosin undir- búningsnefnd til að annast áframhald- andi undirbúning aðgerðanna. I þessa nefnd voru kosin: Berglind Gunnarsdóttir Hildur Jónsdóttir Kolbrún Oddsdóttir Ragnar Stefánsson Rúnar Sveinbjörnsson Sigurjón Helgason Sveinn Blöndal Tómas Einarsson örn Ólafsson

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.