Neisti - 25.03.1982, Síða 8
Neisti 2. tbl. 20. árg. 1982, bls. 8
Yfirlýsing fulltrúaráðs Fjórða Alþjóðasambandsins:
Barátta launafólks gegn hervæðingu og niðurskurði
- fyrir friði og sósíalisma.
Síðasti hluti.
Fyrsti hluti Annar hluti
birtist í 12. birtist i 1. tbl
tbl 1981.
1982.
áWi*W
Á sama hátt byggist staðsetning vopna
eins og SS 20 eldflauganna, sem miðað
er á Kina og Evrópu og geta ekki náð til
Bandaríkjanna, ekki á þvi að verið sé að
verja Sovétrikin. Þær eru hins vegar
ágætt yfirskin fyrir heimsvaldasinna til
að réttlæta vígbúnaðarkapphlaup sitt i
augum almennings á Vesturlöndum.
Sannleikurinn er sá að skrifræðið ótt-
ast fyrst og fremst andkapitalískar og
byltingarsinnaðar fjöldaaðgerðir og kýs
heldur að semja við heimsvaldasinna á
ráðstefnum eins og i SALT-viðræð-
unum.
Skrifræðið heldur uppi landvörnum,
sem eru einstaklega kostnaðarsamar
fyrir almenning í Sovétrikjunum og eru
þegar allt kemur til alls ekki árangurs-
ríkar fyrir vamir verkalýðsrikjanna. Að
þessu leyti auðveldar það samfelldan
þrýsting heimsvaldastefnunnar á
sovéskt efnahagslif. Stefna skrifræði-
sins auðveldar og kallar jafnvel fram
þróun hlutleysisstrauma, sem bræða
saman eigin kjarnorkuvarnarstefnu við
kjamorkuvamarstefnu heimsvalda-
sinna. En það vill frekar slikt heldur en
byltingasinnaðar fjöldahreyfingar, sem
ógna ríkjandi heimsástandi og þar með
jafnvel eigin tilvem skrifræðisins.
Draumóra- og sjálfsmorðsskoðanir,
sem fela í sér að «sósíalisku» löndin
verði að geta unnið, komi til kjarnorku-
styrjaldar em af sömu rót mnnar.
Það er þvert á móti nauðsynlegt að
gera heimsvaldasinnum ókleift að nota
risavaxin kjarorkuvopnavígbúnað sinn
með þvi að gripa inn í á tvo vegu: Með
þvi að örva fjöldahreyfingu verkalýðsins
í heimsvaldalöndunum gegn borgara-
stéttinni, og með þvi að benda á leiðir
til sjálfsvarnar verkalýðsins og berjast
gegn stríðsæsingu, en þessar leiðir
verður að ræða og kynna. Árangursrik
stefna til vamar verkalýðsríkjum er ekki
til án þjóðbundinna og alþjóðlegra
fjöldaaðgerða. Eðli skrifræðisins sjálfs
kemur i veg fyrir að það geti fram-
kvæmt svo byltingarsinnaða stefnu
vegna þess að slíkt hlyti að grafa undan
valdagrundvelli þess. I þeim skilningi
er hemaðarstefna skrifræðisins og
áróður þess hindmn i baráttunni fyrir
afvopnun heimsvaldasinna.
Hemaðarstefna skrifræðisins tak-
markast þó ekki við að taka þátt í vig-
búnaðarkapphlaupinu við heimsvalda-
sinna. Hún hefur á sér aðra hlið, sem
er opinskátt gagnbyltingarsinnuð og
felst i að viðhalda skrifræðislegu alræði
i «hinum sósíalisku herbúðum». Auk-
inn vígbúnaður Sovétrikjanna, sérstak-
lega á hefðbundnum vopnum landhers
og flota er ekki i samræmi við þarfir
þeirra til vama gegn heimsvaldasinn-
um. Þessum vopnum er beinlinis stefnt
gegn þróun í átt til pólitiskrar byltingar
i Sovétrikjunum og öðrum verkalýðs-
rikjum í Austur-Evrópu. Þetta er enn-
fremur gmndvöllur kenningar Brésnefs
um «takmörkuð yfirráð» en hún lýsir
tengslum Sovétríkjanna og hinna Var-
sj árbandalagslandanna.
Hemaðarstefna Sovétrilq'anna ein-
kennist líka af algerri leynd en það auð-
veldar heimsvaldasinnum mjög leikinn
við að stýra skoðanamyndun almenn-
ings. Þessi leyndarhjúpsstefna er fá-
ránleg nú á timum þegar tækniþróun
við eftirlit, njósnir og athuganir með
gervihnöttum er komin svo langt á veg
að forystumenn heimsvaldasinna vita
næstum nákvæmlega hver er eigindar-
Jegur og megindalegur hemaðarmáttur
Sovétrikjanna. Nýjasta dæmið þessu til
sönnunar em «afhjúpanir» Pentagon á
þróuninni i vopnaframleiðslu Sovét-
rikjanna.
Almenningin- á Vesturlöndum og í
Austur-Evrópu fær hins vegar enga
vitneskju um þessi mál og stendur því
vamarlaus gagnvart hernaðaráróðr-
inum. Afleiðingin er sú að í hvert sinn,
sem skrifræðið verður þess vart að
heimsvaldasinnar láta sem hernaðar-
máttur þess sé meiri en hann raunvem-
lega er gætir það þess vandlega að af-
neita sliku ekki til að tapa ekki andlit-
inu. Raunverulegur valkostur við þessa
stefnu væri að fara á engan hátt í felur
með raunvemlegan herstyrk með það
fyrir augum að vinna traust almenn-
ings og þrengja þannig að heimsvalda-
sinnum jafnhliða djarflegum tillögum
um alþjóðlegt eftirlit. Slík stefna felur i
sér að öllum leyniviðræðum yrði hafnað
en stefnt að byltingarsinnaðri afvopnim
heimsvaldastefnunnar. Skrifræðið
mun aldrei taka upp slika stefnu.
BARÁTTA FYRIR FRIÐI OG
SÓSÍALISMA.
Nýleg þróun heimsbyltingarinnar
hefur valdið þvi að auðveldara er nú en
fyrr að skírskota til fjöldans að beijast
fyrir friði og sósialisma. Þetta slagorð
sem breiðir andkapítaliskir straumar
hafa tekið upp vegna almennrar her-
væðingarsóknar heimsvaldasinna getur
fengið mjög alþjóðlega og öreigasinn-
aða þýðingu. Heimsvaldastefnan tákn-
ar i raun að fjölda mannslifa er fórnað í
styrjöldum, að mannkyninu er ógnað
með gereyðingu kjamorkustriðs. Þess
vegna er ekki hægt að tryggja frið með
afvopnun nema auðvaldið sé afnumið í
helstu iðnvæðingarlöndum, sósialískt
rikjasamband á heimsmælikvarða verði
stofnað og framleiðsla stórvirkra vopna
bönnuð. Alþjóðleg stefna skrifræðisins
er þrándur í götunni að þessu markmiði
vegna þess að hlutlægt styður það til-
raunir heimsvaldastefnunnar við að efla
grundvöll sinn. En skrifræðið getur
ekki lengur ( eins og á sjötta áratug-
num) beint friðarhreyfingunni i vissa
farvegi og afvegaleitt hana. Þessi frið-
arhreyfing fer stöðugt vaxandi um alla
Vestur-Evrópu og mun einnig eflast i
Bandarikjunum á næstunni.
Fjöldabarátta friðarhreyfingarinnar er
farin að blossa upp næstum hvar sem
er og tekur á sig margvíslegar myndir
eftir þvi hvaða tilefni gefast í hverju
landi. Byltingaröfl sem taka þátt í
þessari baráttu verða að stefna að einu
markmiði, sem er grundvallandi núna
innan verkalýðshreyfingarinnar: spoma
við stríðsundirbúningi heimsvalda-
sinna; stöðva glæpsamlega sókn auð-
valdsins í styijaldarátt með því að
veikja það á afgerandi hátt og afnema
það siðan. Fjöldabaráttan er mjög
mikilvæg. Yfirleitt er ungt fólk þar í
fremstu röð. Baráttan skerpir skoðana-
mismun innan hefðbundnu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hann var mikill fyrir
og á eftir að aukast. Margar ástæður
réttlæta stuðning og þátttöku Fjórða
Alþjóðasambandsins i þessari hreyf-
ingu.
Þessi fjöldabarátta sameinar pólitiskar
stefnur af ólikasta tæi. Mikilvægt er að
draga fram sameiginlega og alþjóðlega
lykilþætti í hreyfingunni, þ.e. baráttu
gegn heimsvaldastefnunni og kjara-
skerðingar- og endurhervæðingastefnu
hennar. Aðeins á þann hátt er unnt að
leggja pólitískan gmndvöll að sókn
friðarhreyfingarinnar i átt til alþjóðleg-
rar samhæfingar eða a.m.k. samhæf-
ingar um alla Vestur-Evrópu.
Ástandið er mjög mismunandi eftir
löndum hvað varðar hlutverk hernaðar-
vélar hvers lands í alþjóðlegu kerfi
heimsvaldasinna. Munurinn er jafnvel
enn meiri á hefðum og vitund almenn-
ings með tilliti til styrjalda en þar er
þróunin mjög mislangt á veg komin.
í Vestur-Þýskalandi og flestum Norð-
ur- Evropulöndum eru hlutleysissjónar-
mið og tvíhhða afvopnun ráðandi innan
fjöldahreyfingarinnar. í Frakklandi og
Italíu er ástandið flóknara vegna þess
hlutverks og hefðar, sem kommúnista-
flokkarinir hafa leildð innan friðar-
hreyfingarinnar. í Frakklandi em
fjöldaaðgerðirnar ekki enn þá orðnar
eins útbreiddar og i öðrum Evrópu-
löndum. Það er vandamál því þetta
land er næstöflugasta herveldi Atlants-
haf sbandalagsins.
I Norður-Ameriku hefur komið fram
talsverð hreyfing gegn íhlutun Banda-
rilrjanna i E1 Salvador. Sú hreyfing og
fjöldabaráttan gegn herskráningu
(undirbúningur að almennri herskyldu )
gefa til kynna helstu farvegina, sem
endurvakin friðarhreyfing mun renna
eftir þar.
Hin mikla breidd friðarhreyfingarinnar
þvingar kommúnistaflokkana og krata-
flokkana til að móta póitiska afstöðu til
vandamála, sem endurhervæðingar-
kapphlaupið hefur sett á dagskrá. Þó
afstaða þeirra mótist yfirleitt út frá al-
mennri tilhnegingu flokkanna til að
eyða öllu andkapitalisku hreifiafli
fjöldaaðgerða þá er stefna þeirra mis-
jöfn eftir löndum. Frönsku kratarnir
eru enn sem fyrr rigbundnir við að efla
kjarnorkuvarnakerfi Frakklands. Itölsku
kratamir eru sá straumur innan
verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur
minnst við það að athuga að nýju Per-
shingeldflaugunum verði komið fyrir í
Evrópu. Þýskikrataflokkurinn, sá belg-
íski, hollenski og hægri armur breska
Verkamannaflokksins reyna að berjast
gegn þiýstingi í átt til einhliða afvopn-
unar (þó sú afstaða njóti meirihluta-
fylgis innan Verkamannaflokksins) með
því að krefjast tvíhliða minnkunar á
kjamorkuvopnavígbúnaði Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna í Evrópu.
Kommúnistaflokkamir reyna yfirleitt að
beina fjöldaaðgerðum gegn auknum
vígbúnaði. Þeir em miklu hógværari
þegar talið berst að einhliða afvopnun
eða nauðsyninni á að afvopna heims-
valdastefnuna með það fyrir augum að
afnema styrjaldarógnina en þetta er í
samræmi við stefnu þeirra varðandi
«friðsamlega sambúð».
Byltingaröflin og þá sérstaklega deild-
ir Fjórða Alþjóðasambandsins verða að
gera allt, sem i þeirra valdi stendur til
að sýna fram á nauðsyn þess að sam-
hæfa fjöldaaðgerðimar alþjóðlega, en
setja um leið fram viðeigandi kröfur og
gera bandalög, sem henta aðstæðum
(hefðum, styrkleika hreyfingarinnar,
vitundarstigi o.s.frv.) í hverju landi.
Fjórða Alþjóðasambandið hvetur verka-
lýð, æskulýð og allan almenning, sér-
staklega í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku, til fjöldaaðgerða gegn hem-
aðarhyggju, heimsvaldastefnu og kjara-
skerðingum og fyrir friði og sósialisma.
a) Fjórða Alþjóðasambandið er andvígt
framleiðslu og notkun nifteindasprengj-
unnar. Það vill að þetta vopn verði
algerlega bannað en tilvist þess gefur
möguleika á að kjarnorkuvopnum verið
beitt gegn fólki, sem berst gegn heims-
valdastefnunni. Það berst gegn ákvörð-
unum NATO um að koma Cruise og
Pershing II eldflaugunum fyrir í Evr-
ópu. Það er hlynnt einhliða kjamorku-
afvopnun með því móti að hætt verði að
framleiða kjanorkuvopn, vetnissprengj-
ur og nifteindasprengjur en birgðir,
sem til em af slíkum vopnum verði eyði-
lagðar.
b) Fjórða Alþjóðasambandið berst
gegn NATO vegna þess að bandalagið
er sett til höfuðs hagsmunum verkalýðs
stéttarinnar. Það berst gegn hvers kyns
úvíkkun á þessu afturhaldsbandalagi.
Sérstaklega beinist samstaða okkar að
baráttu verkamanna og bænda á Spáni,
sem eru andvígir inngöngu landsins i
NATO. Deildir Fjórða Alþjóðasamband-
sins benda hver i sinu landi á, hve
nauðsynlegt er að landið gangi úr
NATO. Þær berjast innan þessa
ramma fyrir þvi að allar «sóknarstöðv-
ar» bandarísku heimsvaldastefnunnsr i
Evrópu og nágrenni, sérstaklega við
Miðjarðarhafið, verði lagðar niður.
c) Fjórða Alþjóðasambandið hvetur til
að öll fjárframlög til hermála verði felld
niður þvi þau em gífurleg sóun á efna-
legum verðmætum mannkynsins sér-
staklega ef litið er til þess að þrir fjórðu
hlutar íbúa jarðarinnar fá ekki fullnægt
frumþörfum sínum og kjaraskerðingar-
stefnu er beitt gegn verkafólki í heims-
valdalöndunum. Það er hlynnt stór-
felldum og umsvifalausum niðurskurði
hernaðarfjárfestinga og vill að fullnægt
verði félagslegum þörfum verkafólks í
iðnvæddu rikjunum og aðstoð við
þróunarlöndin aukin verulega. Atvinnu
en ekki sprengjur! Til félagslegra
málefna en ekki hemaðarlegra.
d) Fj'órða Alþjóðasambandið er and-
vigt þvi að efnahagslifið verið almennt
sveigt til að efla vígbúnað, að vísinda-
rannsóknir þjóni markmiðum vigbún-
aðar. Það berst gegn aukinni vopna>-
framleiðslu og vopnasölu. Það styður
þjóðnýtingu hergagnaiðnaðar án þess
að skaðabætur komi fyrir til eigenda.
Slikur iðnaður verði settur undir eftirlit
verkafólks, sem vinnur við hann og
framleiðslan endurskipulögð innan lýð-
ræðislega undirbúinnar áætlunar þar
sem félagslegar þarfir fjöldans ákvarða
hvað verður framleitt en ekki hið gagn-
stæða.
e) Fjórða Alþjóðasambandið hvetur til
baráttu gegn hvers kyns undirbúningi
borgarastyrjaldar. Það mótmælir laga-
setningu, sem nota skal í «sérstöku
kreppuástandi» og varar við því að
borgaralegur herafli býr sig undir að
viðhalda kerfi heimsvaldasinna i Evr-
ópu. Það hafnar hervæðingu almenn-
ings og styður alþýðu írlands og Tyrk-
lands, sem eru fórnarlömb einstaklega <
harðskeyttrar kúgunar af hálfu NATO-
herja.
g) Fjórða Alþjóðasambandið styður
baráttu atvinnu- og herskylduhermanna
fyrir fullum lýðréttindum (rétti til upp-
lýsinga, tjáningafrelsi og rétti til skipu-
lagningar...) í herbúðunum. Hermenn
verða að öðlast réttindi tilað skipuleggja
stéttarfélög sín algerlega óháð hernað-
aryfirvöldum. Það berst gegn þvi að
komið verði á atvinnuheijum, sem
betur yrðu til þess fallnir að grípa inn i
baráttu verkafólks, fremja verkfaUsbrot
o.s.frv.
Það berst fyrir styttingu á herskyldu
og rétti allra manna til herþjálfunar án
herbúðavistar. Það viðurkennir lýð-
ræðisleg réttindi þeirra, sem neita her-
þjónustu af samviskuástæðum.