Neisti - 25.03.1982, Síða 12
Áskriftargjald fyrri hluta 1982:
- venjuleg áskrift kr. 120
- stuðningsáskrift kr. 200
lausasala kr. 15
/
Hvað kemur íslendingum E1
Salvador við? Ekki kemur það
við bjórinn á okkur þó drepnir
seu þar tugir karla kvenna og
barna á hverjum degi, ekki ber-
um við þar neina ábyrgð og ekki
getum við breytt neinu þar um.
Eða hvað?
Islensk stjórnvöld hafa löngum
hreykt sér af þvi að vera ábyrgir
aðilar í Nató. Þegar til sam-
steypustjórna hefur komið á
íslandi með þátttöku Alþ.bl. þá
hafa hernáms- og Nató flokkamir
sýnt þá ábyrgðartilfinningu að
halda þeim frá ráðherrastólunum
er snerta herinn. Ekki er hægt
að láta óábyrga «kommúnista»
ráða því hvort herinn verít eða
fari, slikt ábyrgðarleysi myndi
veikja oss Nató-þjóðir. Og her-
námsflo'kkamir hafa sýnt þá
ábyrgðartilfinningu að veita
hinum bandaríska verndara vor-
um alla þá aðstöðu og velvilja
sem hann hefur farið fram á.
Vilji hann Helguvík fá þeir hana,
vildu þeir Snæfellsnes væmm
vér íslendingar að sönnu reiðu-
búnir þvi holdið er veikt og vér
emm í ofanálag fullir ábyrgðar.
Aldrei hefur sú fregn borist frá
Brussel að íslenskir Natódindlar
hafi þar á vettvangi Nató-hauka
andmælt nokkurri tillögu sem
þar hefur verið borin fram. Allt
fyrir ábyrgðina enda em þeir nú
ábyrgir fýrir ýmsum óhæfuverk-
um víða um heim í nafni Nató og
Natóaðildar hvort sem þeim
líkar betur eða verr.
íslenskir Nató-sinnar voru sið-
ferðislega og pólitiskt ábyrgir
fyrir aðgerðum bandamanna og
verndara, Bandarikjanna, i Viet-
nam á sínum tíma og þess vegna
eru þeir ábyrgir fyrir gerðum
þeirra í E1 Salvador í dag.
BANDARIKJAMENN OG EL
SALVADOR
Bandarikjamenn hafa löngum
rekið þóttafulla og einræðis-
kennda utanrikispólitík. Hafi
þeir talið ímynduðum eða raun-
vemlegum hagsmunum sinum
ógnað hafa þeir áskilið sér rétt til
að fara með lif og rétt þjóða að
vild sinni. Sigild átylla til að-
gerða af þeirra hálfu hefur verið
að kenna andstæðinginn við
einhvern óskilgreindan «komm-
únisma» og bingó! - heims-
byggðin, gegnsýrð af áratuga
kaldastiðs áróðri, gleypir agnið
og skilur mætavel «nauðsyn auk-
inna umsvifa Bandarikjahers til
heftingar á útbreiðslu heims-
kommúnismans». Þannig gekk
það t.d. í Guatemala 1954 og á
þessum áróðri fóm Bandaríkja-
menn í stríð i Vietnam og drógu
tugi þjóða þangað með sér. Og
þetta bragðætlaiReagan,Haig og
Kompaní að nota aftur núna, og
hefur því miður orðið alltof vel
ágengt. En mun þeim takast
þetta ráðabrugg sitt? Mun þeim
takast að halda í sessi morðingja-
stjóm ábyrgri fyrir tugþúsundum
morða á konum, körlum og börn-
um af því að það er hugmynda-
fræðileg stefna hjá núverandi
stjórnvöldum í U.S.A. að
«hvenær sem valið stendur á
milli mildrar kúguparstjórnar
(mildly repressive regime) og
vinstri afla, að þá stöndum við
100% viðbakið á kugunarstjórn-
inni»(-Jeane Kirkpatrick sendi-
herra U.S.A. hjá Sameinuðu
þjóðunum.) Komast þeir upp
með að láta myrða, pynta,
nauðga alþýðu E1 Salvador til
þess að tryggja hagsmuni banda-
rískra auð hringa sem eiga á
milli 70 og 80% af allri erlendri
fjárfestingu í landinu? Gengur
áróður þeirra fyrir ágæti kosn-
inganna þann 28. mars upp?
Tekst útsendurum bandarískrar
heimsvaldastefnu, eins og þeim
sem kom hingað til lands, titlað-
ur sem mannréttindafulltrúi
Reaganstjórnarinnar og talaði
föðurlega til þjóðarinnar i gegn-
um útvarp, sjónvarp og dagblöð,
að ljúga að okkur? «Hægt er að
halda almennar og frjálsar kosn-
ingar i landi þar sem borgara-
styijöld ríkir, 400 þús. lands-
mennferu á flótta innanj eða
utan landsins, morð og pyntingar
eru daglegt brauð, skæruliðar
ráða !4 af landinu, aðeins hægri
öflin bjóða fram og allri væntan-
legir frambjóðendur frá miðju til
vinstri kveða upp eigin dauða-
dóm með því að taka þátt í fram-
boði, herlög eru í gildi og í landi
þar sem yfir 2 milljónir manna
eiga rétt á að kjósa, eru aðeins
rúmlega 800. þús kjörseðlar.».
Bandaríkjamenn bera mikla
ábyrgð á því þjóðfélagslega
ástandi sem ríkir í Miðameríku i
dag. Meðan við íslendingar
erum bandamenn þeirra i Nató
gerum við það líka. Sem sjálf-
stæð þjóð er það siðferðislega
skylda okkar að rísa upp, and-
mæla afskiptum Amerikana í E1
Salvador og tjá andstöðuöfl-
unum, FDR-FMLN, stuðning
okkar.
Þann 9. febrúar sl. var stofnuð
E1 Salvador-nefnd ú Islandi og
mun hún gangast fyrir almenn-
um fundi í Félagsstofnun
stúdenta, fimmtudaginn 25.
mars kl.8.30. Á fundinn kemur
fulltrúi FMLN-FDR á Norður-
löndum og sýnd verður kvik-
mynd frá E1 Salvador. Stjóm-
málaflokkunum,ASl og BSRB
var boðið að gerast aðilar að
heimsókn þessa manns, R.F.
Ayala, hingað. ASf og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa neitað til-
boðinu, Framsóknarflokkur hef-
ur sagt já, en Alþýðufl. og Alþ.
bl. hafa ekki enn gefið ákveðin
svör, em telja verður jákvæð við-
brögðlíkleg.
Á þessum fundi gefst okkur
íslendingum tækifæri að lýsa
stuðningi við alþýðu E1 Salvador
og afneita ábyrgð á stefnu
Bandarikjanna í Miðameriku.
Gefst þar vonandi tækifæri til að
sjá hvaða stefnu íslenskir stjórn-
málaflokkar vilja taka í þessu
máli. R.F.Ayala mun lýsa
ástaninu i E1 Salvador og svara
fyrirspurnum.
Mætum öll á fundinn og stefn-
um að mjög fjölmennum og góð-
um fundi.
PHH
Um ástandið í E1 Salvador og
samábyrgð Islendinga.
Þessum kosningum, þar sem
valið stendur á milli hægri afla
þar sem núverandi ógnarstjórn
myndar hófsam asta aflið, og
meirihluti landsmanna er fyrir-
fram útilokaður frá kosningunum
er ætlað stórt hlutverk í áróðurs-
striði Bandaríkjamanna, «hér
sjáum við löglega kosna stjórn E1
Salvador!» í raun er verið að
leita eftir falskri löggildingu á
áframhaldandi morðum og kúg-
um á alþýðu E1 Salvador.
◄
4