Neisti - 27.03.1983, Side 3
SHA og friðarbaráttanj
SHA stefnir að
þjóðaratkvæðagreiðslu
um herinn og NATO
Sunnudaginn lO.apríl næst-
komandi verða haldnar árlegar
voraðgerðir Samtaka herstöðva-
andstæðinga (SHA). Þær verða
haldnar undir yfirskriftinni:
«kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd». Þvi þótti okkur við hæfi
að ræða víð Árna Hjartarson for-
mann SHA um friðar- og afvopn-
unarbaráttuna sem og starf her-
stöðvaandstæðinga almennt.
- Hvað er að frétta af SHA
frá þvi siðasti landsfundur var
haldinn?
Samtökin hafa starfað á hefð-
bundinn hátt. Eftir landsfundinn
var komið á starfshópum um
menningar-, fræðslu- og
áróðursmál. Haldinn var funda-
röð að Hótel Heklu um ýmsa
þætti starfsseminnar. Þótt
þessir fundir væru misjafnlega
vel sóttir hafa þeir skapað
ákveðna samfellu í starfinu. Að
venju var gengið niður Lauga-
veginn á Þorláksmessu. Þá
höfum við herjað á fjölmiðla
með greinarskrifum og til-
kynningum.
Núna erum við að undirbúa
voraðgerðir sem og samráðsfund
Norrænna friðarhreyfinga, sem
verður haldinn hér á landi í april-
mánuði.
Miklir fjárhagsörðugleikar hafa
hamlað starfseminni, miklar
skuldir hafa safnast saman og
eiga margar hveijar rætur sinar
að rekja til Miklatúnsfundarins,
sem var haldinn síðastliðið
sumar. Sá fundur hefur sætt
nokkurri gagnrýni, því mörgum
fannst að þarna hefði verið
mynduð breiðfylking, þar sem
slagorð SHA:«ísland úr NATO
herinn burt» hefði verið vikið til
hliðar og fórnað til þess að ná
breiðri pólitískri seunstöðu. En
auðvitað er sá möguleiki alltaf til
staðar að samtökin standi fyrir
aðgerðum, sem ekki eru alger-
lega bundin af þessum megin-
markmiðum herstöðvaandstæð-
inga. Þau geta gengist fyrir alls-
kyns aðgerðum, sem tengjast
þessum meginmarkmiðum.
Mistökin við Miklatúnsfundinn
voru þau, að þarna notuðu
ýmsir flokkar og hópar tæki-
færið til að slá sér upp á
friðarmálunum á hentistefnu-
kenndan hátt og án þess að
leggja nokkurn fjárhagslegan
skerf til fundarins. SHA bar
hitann og þungann af fundinum
og svo fjárhagslega skellinn,
þegar hann kom i ljós.
A siðasta landsfundi var sam-
þykkt að farið skyldi i Keflavíkur-
göngu eða hliðstæða aðgerð á
þessu ári. Við höfum ekki
ákveðið neitt nánar í þessu sam-
bandi, en stefnum að því að fara
í einhverja stóraðgerð með
sumrinu.
- Hvernig er annars samband-
inu við friðarhreyfingarnar
háttað?
Starfsemi SHA hefur einkennst
nokkuð á þessu ári eins og raun-
ar því síðasta af þvi, að við höf-
um tekið upp samband við friðar-
hreyfingarnar á Norðurlöndum.
í þvi samstarfi höfum við aðal-
lega unnið að því að móta
kröfuna um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd þ.e.a.s. skilgreina
svæðið, hversu stórt það eigi að
vera og hvaða reglur eigi að
gilda á þvi. I því starfi höfum við
sótt þrjá fundi með friðarhreyf-
ingunum og síðasti samráðs-
fundurinn verður haldinn í
V íðtal við
Árna Hjartarson
formann SHA
Norræna húsinu í lok apríl, ef
áætlanir standast. Frá fund-
inum verður sent plagg, þar sem
krafan um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd er sett fram sem
sameiginleg krafa friðarhreyf-
inganna á þessu svæði.
- Hvaða lönd vilja friðar-
hreyfingarnar að svæðið spanni?
Norðurlönd öll en þó er enn
óljóst hvort Grænland verður
talið innan þessa svæðis eða
utan. Við innan SHA höfum
lagt mikla áherslu á að það verði
innan þessa svæðis, enda teljum
við okkur að mörgu leyti vera í
likri aðstöðu og Grænlendingar
og eiga meiri samleið með þeim
en hinum Norðurlöndunum að
þvi leytinu til, að Grænland er
bundið inni kjarnorkuvopnakeðj-
una á svipaðan hátt og ísland.
Þar að auk.; er landfræðileg
staða þess keimlík stöðu íslands.
Þegar þetta sameiginlega plagg
verður endanlega samþykkt og
sent ríkisstjórnum Norður-
landanna er meiningin að gera
átak í baráttunni fyrir því, að
þær taki það upp sem stefnu-
mið að stuðla að kjarnorku-
vopnalausu svæði, sem njóti al-
þjóðlegrar viðurkenningar.
- I hverju eru erfiðleikarnir með
Grænland aðallega fólgnir?
í upphaflegu hugmyndinni um
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
var ekki gert ráð fyrir, að ísland,
Færeyjar og Grænland yrðu
innan svæðisins. Sérstaklega
voru Norðmenn þvi mótfallnir,
þar sem þeir töldu slíkt gera
baráttuna nánasat óraunhæfa,
þar sem á íslandi væri mikilvæg
bandarisk herstöð, atómstöð.
Að lokum breyttu þeir sem aðrir
um afstöðu og nú rikir einhugur
hvað staöðu íslands varðar.
Hins vegar ríkir enn tregða
varðandi Grænland.
Hverí er álit þitt á «triöar-
hreyfingu kvenna»?
Herstöðvaandstæðingar bjóða
auðvitað alla velkomna til leiks,
sem lýsa þvi yfir að þeir séu
friðarsinnar. En jafnframt
gerum við þær kröfur að þeir
hinir sömu berjist gegnrikjandi
vígbúnaðarstefnu hér á landi.
Hvað varðar «friðarhreyfingu
kvenna» sem ekki er orðin til, að
þá held ég að hún verði ekki
til á þeim grundvelli sem lagður
uefur verið upp, sem sagt sem
breiðfylking kvenna sem spannar
allt frá últrahægri konum til
vinstri vængsins. Mér sýnist allt
benda til þess að þær hægri
konur, sem eru þarna séu
þar beinlínis i þeim tilgangi að
verja hagsmuni NATO. Þær
telja NATO vera friðarhreyfingu
og miða sitta starf innan
þessarar hreyfingar út frá því.
ÉG held að ljóst sé að þessi
hreyfing hljóti annaðhvort að
sofna eða klofna.
- í drögum að nýrri stjórn-
arskrá er gert ráð fyrir
rýmkun ákvæðisins um þjóðar-
atkvæði. Hefur þetta verið rætt
innan SHA?
Eitt af stefnumiðum SHA er að
fram skuli fara þjóðaratkvæði
um herinn og NATO. Svo hefur
raunar verið í nokkur ár, en
aldrei náð að komast til neinnar
verulegrar umræðu. Eins og
stjórnarskránni er háttað núna er
ekki hægt að koma á þjóðar-
atkvæðagreiðslu i gegnum
Alþingi nema með þingsályktun
og enginn þingflokkanna hefur
léð þvi máls. Það er heldur
* ekki venja hér í landi að fram
fari þjóðaratkvæðagreiðsla um
annað en brennivín og hunda.
En, með nýju stjórnarskrán-
ákvæði um þetta munu samtökin
taka þetta til endurmats. I
drögunum er gert ráð fyrir að
sé safnað svo og svo mörgum
atkvæðum megi krefjast þjóðar-
atkvæðis. Þegar sú leið opnast
munum við að sjálfsögðu taka til
gaumgæfilegrar athugunar,
hvort ekki skuli hafin barátta
fyrir þvi. Það verður auðvitað
fyrst eftir kosningar.
- Skiptir verkalýðshreyfingin
sér af þessum málum?
Það virðist nú , vera þannig
að Islensk verkalýðshreyfing sé
rigbundin baráttuhefðum sem
miðast eingöngu við kjarabarátt-
una. Það er afar sjaldgæft
að sjá hana beita sér i
alþjóðlegum málum. Alþjóða-
hyggjan virðist ekki vera rik
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Herstöðvamálið hefur * litið
fengist rætt á vettvangi hennar,
a.m.k. hin síðari ár.
Viðkvæðið hefur verið, að
verkalýðshreyfingin sé flokks-
lega mjög sunduileit þannig að
þetta mál kljúfi hana bara.
Þess vegna hefur ASl ekkert
ályktað um herstöðvamáhð um
árabil og 1. maí aðgerðir sam-
takanna hafa sniðgengið þetta
mál.
Alþýðusambandinu hefur i tvi-
gang verið boðið að taka þátt
í umræðum og fáðstefnum um
breiðari friðar- og afvopnunar-
mál, en því hefur verið hafnað á
þeim forsendum að það sé ekki
i verkahring verkalýðshreyfing-
arinnar að skipta sér af slíkum
málum og er ólíkt þvi sem
gerist annarsstaðar á Norður-
löndum þar sem verkalýðshreyf-
ingarnar eru virkar i friðar-
baráttunni. Það hefur ekki verið
rökstutt frekar. Hins vegar er
ljóst að þessi afstaða
markast af herstöðvamálinu.
Menn gera sér náttúrulega grein
fyrir því að friðarbarátta hérlend-
is verður ekki slitin frá því.
Það er einungis kirkjan sem
hefur treyst sér til þess að
reisa merki friðarbaráttu án
þessarar tengingar, því hún heyr
hana á sinu trúarlega plani.
Flestum er Ijóst að ekki er
hægt að taka pólitíska afstöðu
í friðar- og afvopnunarmálum án
þess að taka afstöðu gegn hern-
um og NATO. Þetta hefur
orðið til þess að friðar- og
afvopnunarmál hafa takmarkast
mjög við herstöðvarandstæð-
inga og á erlendum vettvangi eru
SHA álitin hinn pólitiski armur
íslenskrar friðarhreyfingar.
-gph-
Neisti 3.tbl. 1983, bls.3
- STUTT OG----------------------------------------
Fylkingin gengst fyrir
fundi 8. mars.
Þann 8. mars hélt
Fylkingin opinn fund að
Hótel Heklu í tilefni al-
þjóðlegs baráttudags
kvenna- Fundurinn var mjög
vel heppnaður og húsið
fullskipað þrátt fyrir litla
auglýsingu.
Svava Guðmundsdóttir
hóf fundinn með ávarpi um
konur og sósíalisma. Hún
lagði áherslu á nauðsyn
sjálfstæðrar kvennahreyf-
ingar og sagði að þótt
kvennahreyfingin yrði að
vera óháð öllum flokkum og
samtökum, þá væri hún
aldrei óháð þeirri stétta-
baráttu sem háð væri í
samfélaginu. Svava benti
á hvernig markmið kven-
frelsisbaráttunnar og mark-
mið verkalýðsbaráttunnar
væru órjúfanlegu tengd
hvert öðru og ræddi um
það mikilvæga hltuverk sem
Morði Marianellu mótmælt
Alþýðuflokkurinn efndi til fvrnd- dulist að fullyrðing Reagans
ar 17. mars til að mótmæla Bandaríkjaforseta i janúar s.l.
morðinu á Marianellu Garcia þess efnis að mannréttindi hefðu
Villas. Þrátt fyrir bhndhríð aukist i E1 Salvador var
söfnuðust rúmlega 300 manns hræsninsfull lygi.
saman i Bakarabrekkunni og Bandarikin hætti stuðn
hlýddu á þrjá þingmenn Al- ingi sinum við stjórn E1
þýðuflokksins, og ávörp og Salvador.
kveðjur sem fundinum bárust Styðjum FDR/FMLN.»
m.a, frá E1 Salvador-nefndinni
á íslandi. Fylkingin sendi svo- Að fundinum loknum efndi
hljóðandi kveðjur til fundarins: Alþýðubandalagið til mótmæla-
«Fylkingin sendir baráttu- stöðu við bandaríska sendi-
kveðjur til fundar, sem haldinn ráðið, og hélt þorri fundar-
er til að mótmæla viðbjóðs- manna þangað. Þar. var staðið
legu morði á formanni mann- við i stundarfjórðung og sendi-
réttin danefndar E1 Salvador - ráðinu afhent mótmælayfirlýsing
Marinellu Garcia Villas. fundarins i Bakarabrekkunni.
Engum getur nú lengur
konur gegndu í þjóðfrels-
is- og byltingarbaráttu, eins
og t.d. í Nicaragua og
E1 Salvador.
Sigurbjörg Árnadóttir
flutti ávarp E1 Salvador-
nefndarinnar. Hún for-
dæmdi þá blóðugu kúgun
sem alþýða E1 Salvador
er beitt af herforingja-
stjóminni með fulltingi
Reaganstjómarinnar og fjall-
aði sérstaklega um kvenna-
samtökin AMESog hlutdeild
þeirra i baráttu E1 Salv-
adorianskrar alþýðu.
Þær Sif Ragnhildar-
dóttir, Kristin Ölafsdóttir
og hljóðfæraleikarar fluttu
siðan nokkur baráttulög við
góðar undirtektir fundar-
manna.
Seinust talaði Hildur
Jónsdóttir um fóstureyðinga-
baráttuna.
Vinstri menn tapa einum
fulltrúa i HÍ
15. mars s.l. fóru fram
kosningar til Stúdentaráðs og
kjör fulltrúa stúdenta i há-
skólaráð, sem er yfirstjóm
háskólans. Vaka, félag
ihaldsstúdenta hlaut 5 fulltrúa
kjörna, og félag vinstri manna
jafnmarga. Þriðji listinn,
umbótasinnar, sem stendur
milli hinna tveggja í hinu
pólitiska litrófi, fékk 3 full-
trúa kjöma að þessu sinni.
í fyrra hlaut listi vinstri manna
6 fulltrúa, listi ihaldsins
4 fulltrúa og umbótasinnar 3
fulltrúa. I háskólaráð em
kjörnir tveir fulltrúar, og
skiptu íhaldið og vinstrimenn
þeim á milli sín, eins og
verið hefur.
Fylgisbreytingar að baki
hinni breyttu fulltrúatölu vom
fremur litlar, vinstrimenn
töpuðu 2.1% umbótasinnar
1.7%, en íhaldið bætti við
sig 4.4% atkvæða. Kjör-
sókn var aðeins 44.5% og
hefur ekki verið minni í
langan tima.
Undanfarið hefur samsteypa
ihalds og umbótasinna farið
með völd i félagsmálum stúd-
enta, og verður svo væntan-
lega enn um sinn.
Atvinnuleysi dregst saman i
febrúar, en þó mikið þó.
I febrúar vom skráðir
rúmlega 36 þúsund atvinnu-
leysisdagar á landinu öllu,
og voru um 41% þeirra hjá
konum. I janúar voru skráð-
ir um 51 þúsund eða svo.
í febrúar i fyrra vom
skráðir atvinnuleysisdagar
rúmlega 20 þúsund, og þeir
þvi um 16 þúsund fleiri nú.
Ef þessar tölur em reikn-
aðar til mannafla, þá sam-
svarar atvinnuleysið i febr-
úar því, að 1.676 manns hafi
verið atvinnulausir allan mán-
uðinn, en í janúar s.l. hafi
2.400 manns verið atvinnu-
lausir. I febrúar i fyrra
samsvaraði atvinnuleysið þvi
að 950 manns hafi verið
atvinnulausir. I hlutfallstölum
lítur dæmið þannig út, að i
febrúar hafi u.þ.b. 156%
mannafla verið atvinnulausir,
en 2.2% í janúar, en í
febrúar i fyrra hafi 0.9%
mannaflans verið án atvinnu,
og er þá miðað við áætl-
anir Þjóðhagsstofnunar um
mannafla á vinnumarkaði.
Til frekari samanburðar
má geta þess, að meðaltal
skráðra atvinnuleysisdaga i
febrúar á árunum 1975-82
var um 14 þúsund dagar, og
má sjá af þvi að ástandið
nú er sýnu verra en verið
hefur. Þá kemur ekki fram
í tölum þessum atvinnuleysi
þeirra sem einhverra hlúta
vegna eiga ekki rétt á at-
vinnuleysisbótum, en myndin
verður síst fegurri ef það
er haft i huga.
LAGGOTT