Neisti - 27.03.1983, Qupperneq 4

Neisti - 27.03.1983, Qupperneq 4
Neisti 3.tbl. 1983, bls.4 K vennabaráttan Hildur Jónsdóttir Fóstureyðingalöggjöfin - árangur fjöldabaráttu kvenna. Undanfarið hafa afturhaldsöfl þessa lands, með preláta og íhaldsþingmenn i fararbroddi, gert atlögu að rétti kvenna til að láta framkvæma fóstureyð- ingu, ef þær telja félags- legar aðstæður sinar þannig að þær gejti ekki fætt barn i heim- inn. Það er visast, að þessi mál muni verða mjög í brenni- depli á næsta ári, og hér á eftir rifjar Hildur Jónsdóttir upp sögu málsins, og hrekur röksemdir þeirra heilögu herra, sem ráðist hafa að konum í þessu máli á siðastliðnum vetri. Sögu núgildandi fóstur- eyðingalöggjafar má rekja til árs- ins 1970 þegar þáverandi heil- brigðisnjálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, skipaði þrjá karl- menn, þá Tómas Helgason, Pétur H. Jakobsson og Sigurð' Samúelsson i nefnd sem skyldi kanna ástandið í þessum rnálum og gera tillögur um úrbætur. Ymis kvennasamtök' mótmæltu því strax að eiga ekki full- trúa i þessari nefnd og bættust fyrst Guðrún Erlendsdóttir og siðan Vilborg Harðardóttir í nefndina en Sigurður vék úr henni. Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi á kvennadeild Landsspítalans varð svo ritari nefndarinnar. Magnús Kjart- ansson var þá tekinn við ráð- herraembættinu en hann var eindreginn stuðningsmaður sjálfsákvörðunarréttar kvenna til fóstureyðinga. í júní 1973 birti nefndin niðurstöður sínar. Þær fólust í ítarlegri könnun á fram- kvæmd þágildandi löggjafar (frá 1936 og 1938), tillögum um nýja löggjöf þar sem gengið var út frá sjálfsákvörðunarrétti kvenna til fóstureyðinga og greinargerð, þar sem sjálfs- ákvörðunarrétturinn var rök- studdur og bent á nauðsyn kynfræðslu og aukinnar aðstoð- ar viö pinst.æðar mæður. Konur fylktu sér í þúsundatali undir kröfuna um sjálfsákvörðunarrétt til fóstur- eyðinga, að baki frumvarpi því sem Magnús Kjartansson flutti á þingi og nefndin hafði samið. Náði barátta þessi hámarki á árunum 1974 og 1975. Öformleg samstarfs- nefnd kvenna og starfsfólks i heilbrigðisgeira var mynduð og stóð nefndin m.a. fyrir opnum fundi á Hótel Sögu i apríl 1974. Með þeim fundi braust fóstureyðingamálið fram i for- grunn daglegrar umræðu, bæði manna á meðal og í fjöl- miðlum. Á sama tima rigndi bréfum hvaðanæva að á land- inu yfir þingmenn með áskor- unum um að samþykkja frum- varpið á þingi. Á þessum árum gengdi Rauðsokkahreyfingin einstak- lega mikilvægu hlutverki sem ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð fyrir konur sem leituðu fóstur- eyðingar og var mörgum konum hjálpað til að fara utan í þeim tilgangi. Ákvæði frumvarpsins um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til fóstureyðinga mættu harðri and- stöðu á þingi og eins meðal allmargra Jæ>kna sem töldu að endanlegt ákvörðunarvald ætti að vera i höndum lækna. Frumvarpið var sett í þing- mannanefnd sem breytti því í núverandi form, en þannig var það samþykkt með at- kvæðum frá öllum flokkum í maí 1975. Framkvæmd laganna Við verðum að hafa það i huga að fóstureyðingar voru framkvæmdar áður en núverandi löggjöf var samþykkt. í fyrsta lagi voru þær fram- kvæmdar skv. áðurgildandi lögum þegar læknisfræðilegar ástæður þurftu alltaf að vera fyrir hendi og margar konur neyddust þ.a.l. til að verða sér úti um vottorð upp á geðveiki. I öðru lagi voru þær oft framkvæmdar án bess að vera skýrslufærðar sem fóst- ureyðingar - er talið að brögð hafi verið að þessu úti á landi og þegar konur tengdar áhrifamiklum karlmönnum áttu i hlut. I þriðja lagi voru þær framkvæmdar ólöglega á stofum lækna úti í bæ, oft gegn háu gjaldi og stundum með hrapalegum afleiðingum. í fjórða lagi voru þær fram- kvæmdar erlendis, aðallega í Bretlandi. Þrátt fyrir þetta eru mörg ljót dæmi um synjanir á beiðn- um um fóstureyðingu, dæmi um slikt hjá 9 barna móður sem komin var yfir fertugt, var heilsutæp og þoldi ekki getnaðarvarnir. Á árunum 1964-68 eru lög- legar fóstureyðingar að meðal- tali 60 á ári. 1971 fara þær i fyrsta skipti yfir 100 og er ástæðan vafalaust bæði aukin útivinna/menntun kvenna annarsvegar og áhrif frá kven- frelsisbaráttunni hinsvegar. Á árinu 1974 eru löglegar fóstur- eyðingar orðnar 219 skv. opin- berum skýrslum, en líklegt er að þær hafi verið í kringum 300 alls. Raunveruleg fjölgun fóstureyðinga eftir setningu nú- gildandi laga er þess vegna litil og langtum minni en í Öðrum löndum. 1975 eru fóst- ureyðingar 371, 1977 og 1978 eru þær í kringum 450 og síðustu ár hafa þær verið í kringum 550 á ári. Athyglisvert er að læknar telja það fullvist að engar ólöglegar fóstureyðingar hafi farið fram hérlendis eftir setn- ingu laganna. Á það má minna í þessu sambandi að fóstureyðingar sem framkvæmd- ar eru við bestu aðstæður á sjúkrahúsum eru hættulitlar, dánartíðni er aðeins 3 á móti 100 þúsundum, en það er lægsta hlutfall sem þekkist við nokkra skurðaðgerð. Hætta á bólgum, ófrjósemi og öðrum kvillum sé aðgerð framkvæmd fyrir' 12. viku er einnig minni en ef kona gengur áfram með barn, en meðganga og fæðing er alls ekki hættulaus fyrir konur, jafnvel þó heilbrigðis- ástand sé gott. Sem dæmi um samsetningu þess hóps kvenna sem fær fóstureyðingu má nefna að á árinu 1980 voru 22% þeirra sem fengu fóstureyðingu yngri en 19 ára, 60% voru ekki i sambúð og 8% voru 40 ára eða eldri. Skipting á öðrum árum er mjög svipuð. Full- yrða má að framkvæmd laganna sé nokkuð frjálsleg, en þó eru á henni ýmsir gallar sem laga þarf hið fyrsta. Enn er alltaf eitthvað um synj- anir sem oft eru æði tilvilj- unarkenndar. Afleiðingin er yfirleitt sú að konur fara utan og er aðgerð þá framkvæmd þegar kona er lengra gengin með. Litið er vitað um að- stæður kvenna úti á landi, þ.e. hvernig móttökur þær fá hjá læknum/sjúkrahúsum í sinni heimabyggð þar sem félags- ráðgjafar eru e.t.v. ekki starf- andi. Sá hluti löggjafarinnar sem fjallar um kynfræðslu og annað fyrirbyggjandi starf er stórlega vanræktur og bráð- nauðsynlegt er að gera átak í kynfræðslumálum og hvað varðar aðgang ungs fólks að getnaðarvörnum. Er löggjöfinni ógnað? Þorvaldur Garðar flutti breyt- ingartillögu við núgildandi lög- gjöf strax á árinu 1975. Frum- varp það sem hann flytur nú er fimmta tilraun hans til að skerða rétt kvenna til fóstur- eyðinga. Þrir ihaldsþingmenn flytja frumvarpið með honum og er Salóme Þorkelsdóttir þeirra á meðal. Hún hefur látið þau orð falla að hún hafi gerst meðflutningsmaður að frumvarpinu af löngun til að fá tækifæri til að kynna Framhald á bls. 11. Björn Eklund, ritari Alþjóðasamtaka leigjenda: Það verður að vera samband á milli launa og leigu. Húsnæðismál hafa nokkuð verið i sviðsljósinu að undanförnu ekki sist vegna þess að sú stefna sem rekin hefur verið hér á landi er nú endanlega að kollsigla sig. Sparifé ungbarna og gamal- menna er þrotið úr bönkum og ekki hægt að veita þvi i tvi- gang úti kerfi hins einstaklings- bundna húsbyggjanda. Þá varð að verðtryggja lánin en við slikt ræður enginn venjulegur launa- maður. í Grafarvoginum - öðru nafni Grafarbakka - á að rísa nýtt einbýlishúsahverfi sem snertir á engan hátt þá sem eiga i húsnæðisvanda i dag. En hvað er þá til ráða? í flest- um nágrannalöndum okkar hefur verið litið á húsnæðismál sem samfélagslegt mál, þ.e. að það beri að leysa vandann samfélags- lega að meira eða minna leyti. Hvað veldur þvi að slíkt hefur ekki verið gert hér? Er það tilviljun seih ræður eða meðvituð stefna þeirra sem stýrt hafa fjár- festingum og fjármálastefnu rikis og sveitarfélaga og þá fyrst og fremst Reykjavikur? Er mögu- leiki á annarri stefnu og þá hverri? Þessar spurningar og margai fleiri komu upp í viðræðum sem Neísti átti við ritara Alþjóðasam- taka leigjenda, Björn Eklund, er hann var hér i boði leigjenda- samtakanna og Norræna hússins um miðjan febrúar sl. Björn er jafnframt upplýsingafulltrúi sænsku leigjendasamtakanna og því þaulkunnugur stöðu leigj- enda. Leigjendasamtökin héldu al- mennan fund með Birni Eklund i Norræna húsinu. Á þennan fund var boðið borgar- fulltrúum og ýmsum fleirum er við húsnæðismál sýsla. Sigurður E. Guðmundsson var eini borgarfulltrúinn sem sá ástæðu til að mæta á þennan fund og má það merkilegt heita. Eins mætti þar húsnæðisfulltrúi Reykj avikurborgar. Hér á eftir fara upplýsingar sem fram komu á fundinum og eins sem Björn Eklund var spurður nánar útí eftir fundinn. Alþjóðasamtök leigjenda voru stofnuð i Austurríki árið 1955. Nú eiga 9 lönd aðild að samtök- unum en tengsl eru við mun fleiri. Helstu baráttumál sam- takanna frá upphafi hafa verið: - allir skulu hafa rétt á mannsæmandi húsnæði og greiða fyrir það hæfilega leigu, miðað við tekjur. . - Leigjendur njóti verndar gegn geðþóttauppsögnum og gegn þvi að vera sviptir hús- næði eigi þeir ekki i annað hús aðvenda. - Leigjendur hafi meðráða- rétt varðandi húsnæði sem þeir búa i, þ.m.t. upphæð leigu. Viða er pottur brotinn varðandi þessi baráttumál og langt í land með að rétturinn til húsnæðis sé viðurkenndur. Að undanförnu hefur víða verið reynt að ráðast að þeim rétti sem leigjendur hafa náð fram. Víðast hvar eru leiguibúðir byggðar á félagslegum grund- velli. I Svíþjóð er skiptingin þannig að leiguhúsnæði í einka- eign eru 700.000 íbúðir en í félagslegri eign eru 700.000 og eru þær síðarnefndu í eigu sveitarfélaga og byggingarsam- vinnufélaga. - Hvernig stendur á þvi að svo mikið hefur verið byggt af leigu- húsnæði i Svíþjóð? Árið 1947 voru samþykkt lög þess efnis í Svíþjóð að ibúðar- húsnæði skyldi frelsað undan gróðasjónarmiðum og fólk ætti að hafa samskonar rétt til hús- næðis og til skóla, lífeyris og heilsugæslu. Sagt er að ein- staklingar eigi eigi ekki að geta hagnast á því að reka heilsu- gæslustöðvar, skóla eða elli- heimili. Innan leigjendasamtak- anna rikir sama sjónarmið varð- andi húsnæði og í Ríkisþinginu hefur verið samþykkt að fólk eigi rétt til húsnæðis, en það hefur samt ekki náð fram að ganga. I rauninni eru ekki margir ein- staklingar sem græða á útleigu húsnæðis. Þær 700.000 ibúðir sem eru í einkaeign og leigðar út eru í eigu stóreignafólks og af 15 rikustu fjölskyldum Sviþjóðar eru 4. sem græða fyrst og fremst á fasteignum. - Hvernig er hægt að tryggja réttinn til Húsnæðis? Ríki og sveitarfélög verða að gangast í fjárhagslega ábyrgð, þannig að rikið fjármagni t.d. lán til félagslegra bygginga. Krafa leigjendasamtakanna sænsku hefur verið að ríkið fjármagni alfarið byggingu leiguhúsnæðis. Birna Þórðardóttir skrifar um húsnæðismál - Hvernig er húsnæöismiölun háttað? Sveitarfélögin annast hús- næðismiðlun. Lögum skv. hafa sveitarfélög rétt til að visa fólki á húsnæði sem er autt og þá eins þótt um húsnæði í einkaeign sé að ræða. Þetta lagaákvæði hefur lítið verið notað. Á síðasta áratug var húsnæðisskortur í Svíþjóð en svo er ekki lengur. Hinsvegar er leigan orðin það há að leigjendur hafa margir ekki efni á að leigja. Krafa leigjendasamtakanna er að Há- marksleigan verði miðuð við 15% af meðaldagvinnutekjum iðnverkafólks. - En hvað með húsnæðisstyrki, koma þeir ekki á móti þessari háu leigu? Að hluta. Um er að ræða þrenns konar húsnæðisstyrki: Skattfrádráttur til einbýlis- húsaeigenda, sem nam 12.5 milljörðum á siðasta ári. 2. Hagstæð lánskjör til hús- byggjenda, sem græddu 9.5 milljarði á því á síðasta ári. < 4 4

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.