Neisti - 27.03.1983, Qupperneq 5

Neisti - 27.03.1983, Qupperneq 5
Neisti 3.tbl. 1983 bls.5 3. Húsnæðisstyrkir til leigjenda sem eru fyrst og fremst verkafólk en þeir námu 5 milljörðum á siðasta ári. Eins og sjá má fær síðasti hópurinn lang minnst, þótt hann sé sá fjölmennasti og sá sem einkum ætti að njóta húsnæðis- styrkja. Við styrkveitingu til leigjenda er tekið tillit til tekna, fjölskyldustærðar og íbúðar- stærðar. Nú er rætt um það að taka húsnæðisstyrki af barn- lausu fólki. Hver er styrkur leigjenda- samtakanna i Sviþjóð? Leigjendasamtökin hafa nú 630.000 félaga innan sinna vé- banda. Framtil 1960 voru fáir í samtökunum, en siðustu árin 7.5%hækkun. Ef ekki semst fer málið fyrir sáttanefnd. - Hvað veldur styrk leigjenda- samtakanna sænsku, varla sprettur hann af sjálfu sér? Nei, að vísu er mikil hefð fyrir samstöðu í Svíþjóð og verkafólk er meðvitað um mikil- vægi samvinnu og samstöðu. En þýðingarmest er þó trúlega að i Sviþjóð var það verkalýðshreyf- ingin sem tók frumkvæði að myndun leigjendasamtakanna um og eftir fyrri heimsstyijöld. Fyrsti vísirinn myndaðist 1915 að frumkvæði símaverkamanna, en samtökin voru fámenn og lítils- megnandi allt fram til 1932 og áranna þar á eftir. Með rikis- stjórn sósíaldemókrata sem komst til valda 1932 voru sett lög til hagsbóta fyrir leigjendur. Utrednlna'- Satsa P* »»• dolnlngarna Oro för rðnte- avdragen? Riksbanken hö|er hyran Ársmötes- rapporter Kongress om tvé mánador Litterðra hömet Leigjendasamtökin i Svibióð hefur mikil áhersla verið lögð á að afla nýrra félaga. Mikið er gert af því að fara úti hverfin og afla þar félaga. I fyrra bættust okkur t.d. 75.000 nýjir félagar. Hluti þeirra hverfur auðvitað aftur, en við höfum þó 15.000 virka félaga og það er talsvert. Leigjendasamtökin eru skipu- lögð eftir hverfum og hverfa- nefndir eru einskonar grunnein- ingar samtakanna. Um allt land eru 2.500 hverfanefndir og í hverri fyrir sig vinna íbúamir að málefnum síns hverfis og reyna að skapa þar betri lífs- skilyrði. Hverfanefndir geta leyst sín mál sjálfar eða leitað til landssamtakanna, ef eitthvað kemur uppá. -Hvaða áhrif hafa samtökin á ákvörðun leigu? I Sviþjóð er leigan ákvörðuð með samningaviðræðum á milli leigusala og leigutaka. Leigu- salafyrirtækin leggja fram beiðni um hækkun á leigu og senda reikninga sína til leigjendasam- takanna sem fara yfir þá. Að þvi loknu hittast starfsmenn leigusala og starfsmenn leigj- endasamtakanna og fulltrúar leigjenda. Margt hefur áhrif á leiguna sem við ráðum ekki við, t.d. opinber stefnumörkun í vaxtamálum, afborgunarkjör ofl. Á samningafundum er fyrst og fremst rætt um hve mikið af leigu fari i viðhald og yfirleitt lýkur viðræðum með því að samþykkt er lægri upphæð en farið er fram á af leigusölum. í fyrra kröfðust leigusalar t.d. 13% hækkunar en samþykkt var stunda öflugt útgáfustarf. Á þessum árum var gífurlegur húsnæðisskortur og til mikilla átaka kom í Gautaborg eftir ein- hliða leiguhækkun. Leigusalar sögðu öllum leigjendum upp, mörg hundruð manns var þannig visað á götuna. Því máli lyktaði með sigri leigjenda og í kjölfarið viðurkenndi ríkis- valdið leigjendasamtökin sem umboðsaðila leigjenda. Þetta var árið 1934. Eftir þetta hafa leigjendasamtökin haft mikla möguleika til áhrifa á opinbera stefnumótun i húsnæðismálum. Samhliða þessu hefur náið sam- band verið á milli leigjendasam- takanna og sænska Alþýðusam- bandsins - LO. Það hefur gilt allt frá 1940-50 og sama má segja um sambandið við samtök opinberra starfsmanna. Síðast í fyrra mótaði LO kröfur sínar i hús- næðismálum i tengslum við leigjendasamtökin . Alþýðusam- bandið veit það einfaldlega að samband verður að vera á milli launa og leigu og litur á leigj- endasamtökin sem mikilvægan hagsmunaaðila fyrir verka- lýðshreyfinguna. Hvað með byggingarsam- vinnufélag leigjenda? HSB - eða Byggingasamvinnu- félag leigjenda er sjálfstætt fyrirtæki gagnvart leigjenda- samtökunum. Hafist var handa við undirbúning um 1919, en samvinnufélagið var formlega stofnað 1923. Fyrst var byggt fyrir fé sem safnað var með happadrætti. Nú hafa verið Framhald ó bls. 11. Visitöluhugmyndafræðin. Marx fjallaði á sínum tíma um það sem hann kallaði blætiseðli vörunnar. Með þessu átti hann við það, að markaðsöflin - sem eru, þegar öllu er á btninn hvolft, afstæður á milli manna og stjórnast af gerðum manna - birtast mönnunum sem yfir- náttúruleg öfl, sem enginn ræður yfir. Menn skynja þannig markaðsöflin ekki sem niðurstöður úr aragrúa ein- staklingsbundinna ákvarðana, heldur sem eitthvað sem ræður yfir mönnunum og refsar þeim þegar þeir brjóta af sér með þvi að velja óarðbæra fjárfestingu, eða bara ef þeir liggja vel við höggi fyrir sjálfvirkan gang hagsveiflunnar. Af þessum ástæðum er ekki að furða þótt alls kyns furðu- sögur séu á kreiki um eðli markaðarins. Reyndar ekki einungis af hálfu atvinnu- rekenda, eignafólks og ann- arra sem hafa sterka stöðu á markaðnum, heldur einnig af hálfu launafólks, sem oft skynjar markaðinn sem samantekin ráð atvinnurek- enda og kaupmanna til að lækka launin. Þannig tekst frjálshyggjupostulum ýmiss konar að snúa öllu á höfuðið þegar þeir lofa markaðinn fyrir að tryggja aðgreiningu «löggjafarvaldsins» og «fram- kvæmdarvaldsins» á efna- hagssviðinu. • «Lö|?gjafar- valdið» er i þessu samhengi ekkert annað en blætiseðli markaðarins, imyndin um að markaðsöflin séu til komin vegna ópersónulegra, yfirnátt- úrulegra afla, sem ráði verð- um, launum, tekjum atvinnu og framleiðslu án þess að einstaklingarnir hafi þar nein áhrif á. Verðbólga og vísitala Þetta blætiseðli markaðarins kemur vel i ljós í átökunum um visitöluna hér á landi. Auðvitað er það eðlilegt að átök séu um kaupgjalds- visitöluna, þ.e. hvernig laun skuli breytast þegar verðlag breytist. Ákvæði um kaup- gjaldsvísitöluna skipta jú miklu um það hvemig raun- gildi framleiðslunnar skiptist á milli launa og gróða. Það er aftur á móti næsta furðu- legt að það skuli vera meiri- háttar átök um þá verðlags- vísitölu, framfærsluvísitöluna sem Hagstofan reiknar út í stað þess að líta á fram- færsluvísitöluna sem einn af mörgum mögulegum mæli- kvörðum á hraða verðbólg- unnar, þá er þessi vísitala hjúpuð leynd og gerð að hinum eina sanna VERÐ- BÓLGUMÆLI, sem löghlýðnir stjornmálamenn og verkalýðs- foringjar binda í lög. í kringum þessa vísitölu dansar siðan allt kerfið. Rikis- valdið og atvinnurekendur reyna að svindla á þessari lögbundnu visitölu og lög- hlýðnir verkalýðsforingjar rembast við að fá það í gegn að framfærsluvísitalan sé af ákveðinni gerð, t.d. að hún miðist einungis við verðlag á matvörum og öðrum nauðsynjum verkafólks. Það er eins og að í hugar- heimi stéttasamvinnunnar standi þetta skrifað: «Ég er þin visitala. Þú skalt eigi aðrar visitölur hafa». Það er eins og ósýnileg hönd hindri að þessum mönn- um detti í hug að hægt sé að miða kaupgjaldsvísi- tölu við annað en hina einu lögbundnu visitölu; - já, reyndar með «hefðbundnum» skerðingum. Friedman og visitalan í hugmyndafræðinni i kring- um vísitöluna hefur verið hamrað á því að visitölu- bætur séu launahækkanir. Jafnvel þegar vísitölubætur eru skertar verulega, þá hrópa borgaralegu fjölmiðlarnir hátt um launahækkanir og reikna út að laun hafi hækkað um þúsundir milljóna á mánuði. Það skiptir þá engu máli þótt í raun hafi verið um launalækkun að ræða, að raungildi, eins og átti sér stað 1. mars s.l.. Af áróðrinum i kringum vísitöluna má ráða að borg- aralegir stjórnmálamenn og hagfræðingar hér á landi hafa enga trú á þeirri kenningu Milton Friedmans að almenn- ingur sjái fyrr eða síðar í gegnum tálsýnir varðandi peningalegar stærðir, og fari að líta einungis til raun- stærða. Út frá þessum kenn- ingum sínum leiðir Friedman það út að ekkert samband sé á milli visitölubindingar launa og verðbólgu. Það má segja Friedman það til hróss að hann trúir svo á kenningar sínar um skynsemi einstaklinganna á markaðnum að hann lagði til að laun og önnur verð (Jr heimi hagvisindanna Ásgeir Danielsson 4. grein skyldu verðtryggð til þess að draga úr verðbólgu. Það er augljóst mál að hugmynda- fræðingar Verslunarráðsins eru ekki jafn sannfærðir og Friedman um ágæti markaðs- skipulagsins. Þeir þora ekki einu sinni að minnast á þessa hlið á kenningum meistarans! Físitöluskerðingar Það er sumt fróðlegt i greinargerðinni með frum- varpi Gunnars Thoroddsen um vísitöluna. Þar segir t.d.: «Athyglisvert er, að á ár- unum 1939-1982 eru aðeins þijú timabil, sem ná yfir lengri tima en eitt ár, þar sem ekki hefur verið um að ræða sérstök afstkipti af vísitölukerfinu, nefnilega 1945-1947, 1964-1967 og sept- ember 1981- ágúst 1982. Við lauslega skoðun kemur ennfremur í ljós, að talið i mánuðum á öllu þessu tíma- bili hefur vísitölukerfið ein- ungis verið afskiptalaust í tæplega 3 ár, á árunum 1945- 1947, en þá voru verðbætur óskertar með öllu. Saman- lagður tími hefðbundinnar skerðingar eingöngu telst tæplega 8 ár. En viðbótar- skerðingar hafa hins vegar verið við lýði í samtals 32 ár. Þessi lauslega skoðun á visitölukerfinu sýnir vel, hversu skrykkjóttur ferill þess er, og er um leið vísbend- ing um, að kerfið hefur vafasamt gildi sem sjálf- virkur launasetjari og til að vernda kaupmátt launa«. Auðvitað sýnir þessi «laus- lega skoðun» ekki að visi- talan sé lélegt tæki til að vernda kaupmátt launa. Til þess hefði jú þurft að athuga hver kaupmáttur launa hefði orðið, ef vísitölubindingin hefði ekki verið í gildi, og hvað hann hefði orðið við sömu aðstæður og riktu þegar visitölubinding hefur verið skert. En látum þetta vera og athugum ofangreind orð frá annarri hlið. Hver er það sem talar þarna? Jú, það er forystumaður ríkisvaldsins, sjálfur forsætisráðherrann. Og það sem hann er að segja við verkafólk þessa lands er þetta: «Hættið að beijast fyrir vísitölubindingu launa. Það þýðir ekki fyrir ykkur. Eins og afrekaskrá okkar sýnir, þá hefur ríkisvaldið alltaf getað skert visitölu- bætur og lækkað þannig kaupmátt launa, þegar það hefur viljað. Þannig verður það lika framvegis.» Því miður er alltof mikið satt i þessari hrokafullu yfirlýsingu. Hún er þó ekki að öllu leyti sönn. Nokkrum sinnum hefur verkalýðshreyf- ingunni tekist að spórna vio fótum gegn kjaraskerðingum ríkisvaldsins, sem nær alltaf hafa verið i formi skerðinga á umsömdum vísitölubótum, eða hreinlega afnámi þeirra. En það hefur kostað bar- áttu og baráttuvilja. Kannski hefði upptalningin í greinar- gerð forsætisráðherrans ekki verið jafn hrokafull og raun ber vitni, ef það væri meiri baráttuvilji í íslenskri verka- lýðshreyfingu. Verkalýðseftirlit með visi- tölunni í greinargerð forsætis- ráðherra er það viðurkennt á opinskáan hátt, að rikis- valdið hefur haldið vísitöl- unni niðri með þvi að hækka mest skatta á þeim vörum sem litil eða engin áhrif hafa á vísitöluna. I greinar- gerðinni segir: «Visitölu- hindingin virðist einkum hafa leitt til þess að skattar eru fremur lagðir á þær vorur, sem vega tiltölulega lítið i visitölunni - eða á aðföng og fjárfestingu atvinnuveg- anna - og skattheimtan lendir því á tiltölulega fáum vörum. Þetta er vitaskuld auðveldara fyrir það, hvað vísitölugrund- völlurinn er orðinn gamall». Það er því auðsætt að ríkisvaldinu er ekki treystandi til að annast útreikning vísitölunnar. I stað þess að þrefa við ríkisvaldið um «löglega» vísitölu ættu verka- lýðsfélögin að útbúa og reikna út eigin visitölu. Þessa visitölu mætti nota til að afhjúpa falsanir á «lög- legu» vísitölunni. I samn- ingum ættu verkalýðsfélögín auðvitað að setja fram þá kröfu að miðað sé við þeirra visitölu varðandi öll ákvæði um verðbætur á laun.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.